ICESAVE.

   Verð bara að segja eins og er að ég er sammála því að við greiðum eitthvað af okkar skuldum.

   Verð einnig að segja að ég skil ekki hvernig við getum látið, haldið virkilega að við getum látið svona í þessum stóra heimi.

   Er það trúlegt að betri samningar náist?

   Hvernig?

   Erum við ekki undir aðra komin þegar um svona mikið stórmál er að ræða?

   Ætlum við bara að vera á hjara veraldar í málunum.?

   En ég verð einnig að spyrja, á ekki að fara að fá eitthvað greitt til baka, frá þeim, sem þjófnaðinn frömdu, og byltu landinu???


Samvinna............Samkennd.................Samábyrgð...................

   Ég er að bíða eftir að sjá eitthvað sem minnir mig á þessi hugtök   Bíð í ofvæni að eitthvað komi út úr þeirri vinnu sem hugur minn hefur verið upptekinn af í vetur.   Og ég er ekki ein um það!!!!!!!!!! Bara segi það og skrifa.   Bíð eftir samvinnu flokkanna, að stjórnarandstaðan sýní samvinnuframkomu, ég bíð eftir að finna samkennd, þó er eins og það örli á því í hinu daglega lífi, en samábyrgðina sýnist mér vanta algerlega.  Ef það er eitthvað sem hefur farið fram hjá mér, það með samábyrgðina, leyfi ég mér að biðjast afsökunar.  Margir hafa beðist afsökunar fyrir minna.

   Það er fúll hópur á þingi, sem kom þangað til að bjarga, hreint út sagt öllu.  Það er fúll hópur sem lítur á sig sem einhverskonar frelsara öllu til bjargar, með örfá atkvæði á bak við sig.   Ég fékk á tlinninguna að ekkert vantaði nema, ja ég þori ekki einu sinni að nefna það.

   Það er einnig fúll hópur, sem sýnir vinnustað sínum, þá vanvirðingu að samþykkja ekki hefðir fyrri tíma, það er engin trygging fyrir þá þingmenn að þeir séu með einhvern meiri liberalisma en innisitjandi þingmenn, það er nóg annað að hugsa.

   Það er engin samábyrgð sem felst í því að gefa ekki ríkisstjórninni tíma, til að skilja í sundur það drullumall sem hún er að taka við. Engin samábyrgð, engin samkennd og þaðan af síður samvinna.


Framsóknarmenn í afneitun.

   Ekki get ég annað sagt, en að ég kunni afar vel við þetta mannamál hans Steingríms J., ég vil trúa því að fleiri séu eins og ég, þe að skilja ekki langar halarófur af samsettum orðum, sem engan endi ætla að taka.  Ég veit hvað afneitun er, og lít svo á að það sé vandamál Sjálfstæðisflokksins, þó hann sé aðeins að átta sig núna.   Framsóknarflokkurinn, hefur verið í einu alsherjar kasti, og með eilíft málþóf á þingi, og sýnir þar ábyrgðarleysi  Var það annars sá flokkur sem átti að vera einhverskonar kjölfesta í vetur?

   Það er ekkert grín, hvorki fyrir flokk, ríkisstjórn eða bara eina litla manneskju, að horfast í augu við staðreyndir, eins og Steingrímur er að reyna segja okkur.  Það er hart að lenda á barmi vonleysis.  Til þess þarf töluverða hreysti.   En það er það sem við verðum að gera nú, að vita að þetta ferli tekur tíma, og við verðum að þrauka til haustins  Það er gott að gefa sér tíma, svona eins og 5 mánuði.  Til að byrja með.

   Ég hef verið dugleg að sækja tónleika, mér finnst ég finna dugnaðinn í unga fólkinu, sem kemur fram í sköpunargleðinni.  Það var gott að ganga laugaveginn í dag. Það er samstaða í gangi, og ég vona að þingmenn virði fólkið í landinu. Að stinga höfðinu í sandinn núna, eru svik.


mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um grámyglu á þingi.

   Datt niður í grein Ingveldar Geirsdóttr í MBL. í dag þar sem hún vitnar í orð Karls Berndsen, stílísta, þar sem ég er innilega sammála Karli, og var reyndar búin að nefna í einhverju bloggi mínu í kringum kosingasigur Jafnaðarmanna.  Karl nefnir að fólk eigi að bera virðingu fyrir hlutverki sínu, og halda í gamlar hefðir.  Og þar finnst mér hundurinn liggja grafinn, ég er svo leið á þegar fólk tekur upp á því að þykjast vera eitthvað smart, og frumlegt þegar það helst ekki skiptir um föt,gengur luralegt og mussulegt útum allt.    Fráhneppt skyrta er alls ekki smart, nema á sérstaklega kynþokkafullum manni, og þar fram eftir götunum.   Síðan má alltaf deila um hvað er sexy og hvað ekki.   Ég get ekki alveg séð að það heilli mig nýr stíll, þeirra þingmanna sem telja sig vera að brjóta blað í sögu fatnaðar og framkomu á Íslandi um þessar mundir.  Er semsagt innilega sammála Páli Berndsen,  "Í Guðanna bænum, komið ekki í flíspeysum", það er ekkert meira að gera hjá ykkur í flíspeysunum en okkur sem ekki erum í flíspeysum.   Alveg jafn mikið að gera hjá okkur hinum, í blússunum og skyrtunum.

   Ekki sammála Páli með stíl Jóhönnu, ég er semsagt sjálf afar hrifin af hennar stíl.   Og þó Jóhanna hafi eihverntíma verið rokkari, eins og margir, finnst mér ekki að neinn eigi að festast í fortíðinni.  Hún er flott í þessum hvítu, svörtu og rauðu fötum, að ég tali nú ekki um fjólubláa dressinu, allt eftir stemningunni.

   Bjarni er eins og karl, vaxinn uppúr fermingarfötunum, og mikið lifandis, ósköp og skelfing þarf hann Steingrímur að fara í litgreiningu.  Meira að segja ég, fjögurra barna móðir, í vesturbæ Kópavogs, gæti sagt honum, eins og skot, hvaða fyrstu 3 litirnir, væru alveg bráðnauðsynlegir núna, og það strax...........................


SIGURVEGARAR KVÖLDSINS:

   Voru ánægjulega margir, er þó fyrsta að nefna Oddnýu, þetta er magnaður ræðumaður, og sýndi persónutöfra, eða karisma sem langt er síðan sést hefur í sjónvarpi, og einnig þingsal.  Ég óska Vinstri Grænum til hamingju með þennan þingmann.  Ég settist hátíðlega niður við umræður í þingsal, aldrei sem nú skipti það mig máli hvernig allir þessi nýju einstaklingar stæðust þetta.  Og gaman var að taka þetta svona út, því í vetur hefur ýmislegt gerst sem er að breyta pólitísku landslagi og ennfremur er kynslóð að koma inn sem hefur margt lært í skólunum sínum annað en við til dæmis. Þau starfað gífurlega´að félagsmálum, allt önnur jafnréttisgildi hafa verið, og allt aðrar starfsaðferðir í samskiptum.

   Mér finnst þetta gífurlega spennandi tímar, mér finnst ég finna að nú er gífurlegur baráttuandi í fólki, og vona svo sannarlega að hann endist.   Éinhver persónulegur stíll var á öllum nýliðunum, þau eiga eftir að setja svip á þingið trúi ég.   Ég vona að þarna muni yfirbragð vinnustaðs breytast, með okkar stórkostlegu fyrirliða Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím Sigfússon.  Vegna takmarkaðs vits legg ég aldrei úti rökstuðning á hinum stóru orðum og klisjum, en ég er bjartsýn.  Það var virkilega gott að hlusta á þetta nýja þingfólk, innblásið af samviskusemi og eða hita.

   Ég vona að þau standi við þau loforð sem þau gáfu í kvöld, og vona að þau hafi þor til að breyta.


EUROVISION.................

   Þegar maður er orðin hissa á öllum sköpuðum hlutum, eins og niðurstöðu atkvæða í söngvakeppninni, þá er maður alveg að verða óskaplega gamall, þannig.

   Um það leiti sem ég var að hætta störfum, fann ég að ég var svo oft hissa á hinu og þessu innan stofnanna, verklag var öðruvísi, aðferðir sem mér fannst  og hafa þróast gífurlega, og komin í þó nokkuð gott horf, voru bara fyrir bí.  Þetta var heilmikið að takast á við, og tók töluverðan tíma að jafna þetta út.

   Sama er um söngvakeppnina. Aldrei nokkurn tíma hefði mér dottið til hugar að möguleiki væri fyrir Bosníu Hersegovníu að komast þetta langt, til dæmis.  Það hefði heldur ekki verið ásættanlegt að Ísland hefði dottið út, þó það hafi verið mjótt á mununum. En mikið fannst mér þetta kvöld vera rýrt.  Portugalar voru mjög svo "lokal", og mér finnst það engin meðmæli að skæla þetta í lokin, svona áberandi.  Íslendingar voru einnig mjög "lokal", með ljósbláan frostrósakjól, frá blessuðu landinu sem ekki getur nú lengur státað af snæbjörtum vetrarkvöldum, allavega ekki hér fyrir sunnan, portugalar með þennan svarta taftkjól og í hnausþykkum sokkabuxum.  Tyrkneska söngkonan eitthvað svo strengd, og Möltukonan greinilega gífurleg skapkona, gat ekki leynt ef til vill væntanlegu  tapi. Engan veginn er verið að gefa tónlistinni atkvæði.  Sænska söngkonan hefði gjarnan mátt vera í fyrsta sæti, en einnig í lagi að vera í öðru jafnvel þriðja Ég gaf henni atkvæði og rokkurunum frá Finnlandi, án þess að halda að ég hafi sérstakt vit á þessu.

   Mér finnst einnig leiðinlegt að Sænska söngkonan skuli hafa aflitað svona hrikalega á sér hárið, og barbídúkkað sig svona gífurlega, en kjóllinn var meiriháttar, enda mátti hann vera það fyrir þetta verð, sem um var rætt.

   En með þetta eins og annað hjá okkur, er einhvernveginn minnimáttarkenndin sem rekur okkur áfram, litla landið, spennist allt upp eins í boltaleik erlendis.  Sama er í kosningunum, einhver félagsandi innan til dæmis hægri flokkana, pólitísk samstaða þó stefnan sé kolröng. Það er bara endalaust Áfram Ísland, áfram íhaldið hvernig sem tautar og raular.    Áfram Bosnia, þó heildarmynd þeirra sé alveg ómöguleg sem listamanna í þessari keppni, og fleiri flokka. Við getum þó verið stolt af okkar manneskju, þar sem því verður ekki neitað að hún gerði þetta vel, en við gátum engan veginn reiknað með áframhaldi, sem vissulega kom á óvart.  Eiginlega fínnst mér að Malta eigi einnig að detta út.

   En það er með þetta eins og annað, þegar maður er endalaust hissa á öllu öðru en sjálfum sér, er þá ekki eitthvað alvarlegt að gerast, ???????

   Maður er meira að segja hættur að poppa.......................og er þá mikið sagt.

    


Gleðidagur...................

   Ég hef sldrei verið jafnspennt fyrir niðurstöðum stjórnarmyndunar, eins og nú.  Ég minnist ekki að hafa upplifað þá tilfinningu, sem ég hef haft núna í vetur og undanfarið. Aldrei hefur mér fundist landið vera í beinni hættu, eins og í vetur.  Aldrei verið jafnmikilvægt og nú, hvernig og hverjir muni halda um stjórnartaumana.

   Eftir að hafa fylgst með Jóhönnu frá byrjun starfs hennar í pólitík, er hún ein af okkar stóru pólitíkusum, og vil ég setja hana í gæðaflokk minn þar sem ég raða tildæmis Bjarna Benediktssyni, og Ólafi Jóhannessyni. Ég sé þetta þannig fyrir mér.

   Flokksbræður Jóhönnu, voru alltannað en skemmtilegir hér á árum áður, það vitum við öll sem á þeim aldri eru.  Voru blátt áfram andstyggilegir stundum.  Voru að öllum líkindum gífurlega hræddir við þessa hetju, líklegast hefur hún ógnað karlrembu þeirrar tíðar.En hennar tími kom, eins og hún sagði sjálf, og ég gleymi aldrei þeirri útsendingu, ég er því afar ánægð með þennan stóra sigur okkar í dag, og árangur vetrarins.

   Er svo ánægð með þessa pólitísku kúvendingu Íslendinga, og nú vil ég bara að hægri menn  fari heim að lúlla á sín grænu.............

   Í dag skil ég loksins, af hverju ég var sett í sparifötin, þann fyrsta mai,  annað hvort árið 45 eða 46.

   Ég skil hvaða eftirvænting var í gangi, því það er sú eftirvænting sem er í mínum huga í dag.  Áfram Ísland.

  

 


Ásta Ragnheiður verður flott í þessu embætti.............

   Hefur fallega framkomu, þessi manneskja, ekki er vanþörf á því, allsstaðar, um þessar mundir.  Hún kann ennfremur að klæða sig finnst mér.
mbl.is Ásta verður forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá ég ekki bara Steingrím minn í beinni, með nýtt hálstau...

   Mikið varð ég fegin, og það almennilega hnýttan hnútinn, núna í dag þegar hann mætti í Norræna húsið, ennfremur gat ég ekki betur séð að þetta væri alveg glænýtt, og gífurlega fallegt með laufgreinum, langt síðan ég séð fallegra.   En mér var verulega brugðið þegar ég sá þau öll mæta hjá SilfurAgli á Sunnudag, eftir kosningar.  Jóhanna auðvitað klikkar i ekki klæðaburði, alveg óaðfinnanleg með sitt flotta hár. En hinir allir alveg glataðir, þeir sem með bindi voru, voru með laushnýtta hnúta, og eða alls ekki nógu passandi falleg bindi, en einhvernveginn finnst mér ílla hnýttir bindishnútar ekki henta í þessari starfsgrein.   Að ég tali nú ekki um um borgaraþingm., og Þráinn, sem ætlar að fara þess á leit við þingið að frjálslegri föt megi taka upp á okkar annars ágæta alþingi.  Það verður skrautlegt um að lítast þar ef það nær í gegn, bæði stuttbuxur og allskonar múnderinga tímabila lönguliðinna tímabila, það verður semsagt ótækt að fylgjast með dagskrá alþingis í skammdeginu.

Krampakennd hegðun sjálfstæðisþingmanna..................

   Það er bláttáfram sorglegt að sjá hvernig sjálfstæðismenn hegða sér í þingsal. Eiginlega hefði ég aldrei trúað þessu á þetta annars gjörvulega fólk. En svona er þetta í dag og segir manni hvað mikil kannske ekki beint spilling, heldur gífurlegur óheiðarleiki, gagnvart hvert öðru og gagnvart okkur kjósendum.  Sorglegra en tárum taki. Það er búið að lúberja okkur öll. Það er enginn sem hefur ekki tapað og það miklu.  Slagorð ætlar flokkurinn, sér að taka upp úr neðstu skúffunni, eitthvað í líkingu við baráttuna fyrir mörgum tugum ára, nú á aldeilis að dusta af hræðsluáróðrinum rykið. Ég vona að þeir sjálfstæðismenn, sem ekki treysta sér til að kjósa annað en þann flokk sem innrammaður er og prýðir náttborð þeirra, skili hreinlega auðu.  Það væri þeirra sterkasti leikur. Ég vona að  sjálfstæðismenn , sjái manndóm sinn í því..........................

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband