Samvinna............Samkennd.................Samábyrgð...................

   Ég er að bíða eftir að sjá eitthvað sem minnir mig á þessi hugtök   Bíð í ofvæni að eitthvað komi út úr þeirri vinnu sem hugur minn hefur verið upptekinn af í vetur.   Og ég er ekki ein um það!!!!!!!!!! Bara segi það og skrifa.   Bíð eftir samvinnu flokkanna, að stjórnarandstaðan sýní samvinnuframkomu, ég bíð eftir að finna samkennd, þó er eins og það örli á því í hinu daglega lífi, en samábyrgðina sýnist mér vanta algerlega.  Ef það er eitthvað sem hefur farið fram hjá mér, það með samábyrgðina, leyfi ég mér að biðjast afsökunar.  Margir hafa beðist afsökunar fyrir minna.

   Það er fúll hópur á þingi, sem kom þangað til að bjarga, hreint út sagt öllu.  Það er fúll hópur sem lítur á sig sem einhverskonar frelsara öllu til bjargar, með örfá atkvæði á bak við sig.   Ég fékk á tlinninguna að ekkert vantaði nema, ja ég þori ekki einu sinni að nefna það.

   Það er einnig fúll hópur, sem sýnir vinnustað sínum, þá vanvirðingu að samþykkja ekki hefðir fyrri tíma, það er engin trygging fyrir þá þingmenn að þeir séu með einhvern meiri liberalisma en innisitjandi þingmenn, það er nóg annað að hugsa.

   Það er engin samábyrgð sem felst í því að gefa ekki ríkisstjórninni tíma, til að skilja í sundur það drullumall sem hún er að taka við. Engin samábyrgð, engin samkennd og þaðan af síður samvinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mæl þú manna heilast frænka góð. Get ekki verið meira sam-mála, það sárvantar sam- forskeytið þar, hér og allstaðar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.5.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband