Enn um grámyglu á þingi.

   Datt niður í grein Ingveldar Geirsdóttr í MBL. í dag þar sem hún vitnar í orð Karls Berndsen, stílísta, þar sem ég er innilega sammála Karli, og var reyndar búin að nefna í einhverju bloggi mínu í kringum kosingasigur Jafnaðarmanna.  Karl nefnir að fólk eigi að bera virðingu fyrir hlutverki sínu, og halda í gamlar hefðir.  Og þar finnst mér hundurinn liggja grafinn, ég er svo leið á þegar fólk tekur upp á því að þykjast vera eitthvað smart, og frumlegt þegar það helst ekki skiptir um föt,gengur luralegt og mussulegt útum allt.    Fráhneppt skyrta er alls ekki smart, nema á sérstaklega kynþokkafullum manni, og þar fram eftir götunum.   Síðan má alltaf deila um hvað er sexy og hvað ekki.   Ég get ekki alveg séð að það heilli mig nýr stíll, þeirra þingmanna sem telja sig vera að brjóta blað í sögu fatnaðar og framkomu á Íslandi um þessar mundir.  Er semsagt innilega sammála Páli Berndsen,  "Í Guðanna bænum, komið ekki í flíspeysum", það er ekkert meira að gera hjá ykkur í flíspeysunum en okkur sem ekki erum í flíspeysum.   Alveg jafn mikið að gera hjá okkur hinum, í blússunum og skyrtunum.

   Ekki sammála Páli með stíl Jóhönnu, ég er semsagt sjálf afar hrifin af hennar stíl.   Og þó Jóhanna hafi eihverntíma verið rokkari, eins og margir, finnst mér ekki að neinn eigi að festast í fortíðinni.  Hún er flott í þessum hvítu, svörtu og rauðu fötum, að ég tali nú ekki um fjólubláa dressinu, allt eftir stemningunni.

   Bjarni er eins og karl, vaxinn uppúr fermingarfötunum, og mikið lifandis, ósköp og skelfing þarf hann Steingrímur að fara í litgreiningu.  Meira að segja ég, fjögurra barna móðir, í vesturbæ Kópavogs, gæti sagt honum, eins og skot, hvaða fyrstu 3 litirnir, væru alveg bráðnauðsynlegir núna, og það strax...........................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband