FYRIR LÍKLEGAST 15 ÁRUM................

    Hlustaði ég oft á útvarpserindi sem nefndust "Um daginn og veginn".   Þarna komu mjög oft góðir fyrirlesarar með góð erindi.   Engan man ég samt, nema einn. Flutti hann kunnur maður í þjóðfélaginu, og mætur, að mér fannst.  Hann var að fjalla um aldur, og það ferli að eldast. Tók hann á þessu þannig að ég snarhækkaði í útvarpinu, þegar ég heyrði frá hvaða hlið hann ætlaði að ræða þetta.   Mig dreplangar að segja nafn hans hér, en læt það ekki eftir mér.  En hann ræddi um muninn á sér ungum og gömlum, hvað áhugamálin væru ólík.   "Þegar ég var yngri, var ég alltaf að fara á einhver námskeið, alltaf að búa mig undir þetta og hitt, alltaf að búa mig undir lífið", hann ræddi um að þessar þarfir hans væru ekki til staðar, hann væri hættur að fara á námskeið og þess háttar.   Þess í stað, vildi hann nú, fara að undirbúa sig undir dauðann, sem væri hans stærsta vinna og okkar allra.  Þessi maður er nú tiltölulega nýlátinn, og var aldrei talinn vera svartsýnn, aftur á móti er vitað að hann var mjög trúaður.  Mér fannst þetta merkilegt, sjálf á námskeiðsaldrinum, veit ekki hvaða námskeið ég fór ekki á, var ekki alveg tilbúin að hætta námskeiðum, si svona.  Hans skoðun var að undirbúningur hans feldist í því að skoða lífið, hann skoðaði þetta frá öllum hliðum og var þetta erindi mjög gott.

   Ég reyndi að fylgjast með því sem frá honum kom meðan hann lifði, en ekki er ég komin jafnlangt í pælingum mínum og hann var, þegar ég hlustaði á hann, meðan ég var að vinna eldhússtörfin, að degi loknum.


Að vera ekki eldri en, manni finnst maður vera............

   Eginlega segi ég neitakk við þessari fullyrðingu.   Hentar mér ekki. Mér finnst svo óra langt síðan að ég varð fertug, sem í minningunni er ein skemmtilegasta útihátið sem ég hef komið á.

   Þá var þessi eindæma blíða, og garðurinn fullur af fólki.  Það verður að segja eins og er, að margir af þeim sem gengu hér um grasið eru farnir á fund áa sinna, og þegar til þess er hugsað, þá finnst mér ég ekkert vera fertug, maður er á fimmtugsaldri þegar maður er á fimmtugsaldri. Ekkert flóknara en það. Þessi vinir mínir sem eru gengnir, vekja hjá mér svo góða og fallega minningu, og mikið þótti mér vænt um þá, og mikið úrvalsfólk, voru þessir vinir mínir.   Það gefur mér svo góða líðan, að minnast í huganum samferðamanna minna einnig.   Það er einnig svo skemmtilegt að ég hef hitt marga þeirra á flettispettinu.   Bæði gamla kunningja og að ég tali nú ekki um frændgarðinn.

   Vinur minn genginn, sem skemmti sér gífurlega þegar ég varð 40 ára, sagði við mig þá, "Það er ekkert sem ég hlakka jafnmikið til, Solla mín, eins og þegar þú verður fimmtug".   Þessi maður var svo gæfusamur að vera skemmtilegur með víni.   Ég sé eftir honum, þannig lagað, en veit að ég á ekki að segja svona.

   Eitt gott við það að eldast, eru ýmis forréttindi sem hljótast vegna áranna, að horfa á heiminn með árin að baki, er allt önnur sýn.  Bara að ganga niður Laugaveginn, og upplifa það að maður er búinn að rölta þennan veg allan þennan tíma, og eiginlega er hann ekki mikið breyttur.

   Eitt slæmt við að eldast er að næstum ógjörningur er að fylgjast með þessari svokölluðu pólitík.   Nú skil ég alls ekki um hvað er verið að þrátta, hvaða grunnatriði er eiginlega verið að þrátta um.Því miður. En það er eitt af, líklegast forréttindum, þar sem ótrúlegan kraft þarf í að geta verið í þessu, að ég vil segja þrasi, og ég, vegna aldurs, get leyft mér að horfa á þetta ótrúlega leikrit, sem verið er að leika, sem hálfleiðinlegt er, og allsekki við hæfi, hjá menningarþjóð. Það er leiðinlegt að þurfa horfa upp á þetta, og ekki eru þetta eftirsóknarverð hlutverk, hvorki að gæðum, né öðru.


aldur..........myndir.

IMG 2757IMG 2818                                                                                                                                                                   IMG 2823

Aldur............

    Mikið eru margir búnir að segja mér hvað aldur sé afstæður.   Ég veit nú bara ekkert hvað afstæðni er, nema mér finnst einhvernveginn eins og það sé alltaf verið að vitna í Einstein.  Fyrir mér er aldur ekkert afstæður, hann er eins raunsær og hugsast getur.   Annað er afneitun.  Hitt er svo annað mál hvort við eigum ekki bara að taka vel á móti aldri. Ég steig stórt skref í sumar, varð bara allt í einu 70 ára, bara rétt si svona.   Auðvitað var þetta í aðsigi, en alls ekki sjálfsagt, það mátti svosem búast við þessu, þar sem ég var 69, og eiginlega búin að vera það í 12 mánuði.

   Ég kveið ein býsn fyrir þessu.   Mér fannst ég vera detta ofan í skurð, og yrði að ná hinum bakkanum.  Ég þótti svosem alltaf hafa líflega fantasí, þegar ég var barn, og ég hef sagt þetta stöku manneskju, sem hafa svarað mér með afskaplega umburðarmiklu Jái.   Ég hafði svosem tekið eftir breytingu í framkomu ókunnugs fólks gagnvart mér, og skrifaði það á svokallaðar ofsóknarranghugmyndir, þar sem allir sem ég þekkti alls ekki neitt, kölluðu mig vinur. Það byrjaði fyrir 10 árum að einhver kona í síma á röntgenstofu, sagði vina í lok upplýsinga sem hún var að gefa mér.   Það var fyrsta áfallið. Það var í síma, og ég bara spurði blessaða konuna, hver hefði leyft henni að kalla mig vinu.   Ég gafst upp á að vera með þannig dónaskap, ég hafði ekkert uppúr því.   En ég fór að temja mér að spekulera í hvernig afgreiðslu ég fengi hér og þar í þjóðfélaginu, og hvernig hún hefði breyt og þróast í gegnum árin.   Í dag held ég að þetta séu ekki ranghugmyndir, ég tala um þetta við fjölskylduna mína, auðvitað eru þau öll ung, hvernig á annað að vera.   Ég er svo lánsöm að geta ráðfært mig við öll börn og tengdabörn og fæ ýmisleg sjónamið, og öll ráða þau mér heilt, öll andmæla mér oft, en oftast eru þau sammála um að vera sammála mér af einstakri tillitsemi við mig vegna aldurs, blessuð börnin.

   Ég sem var búin að kvíða ein reiðarinnar býsn fyrir þessum ósköpum, umbreytingin og skrefið yrði þvílíkt að ég mundi hreinlega ekki "meika það", eins og sagt er. En litlu fjölskyldunni minni tókst svo vel að dreifa mínum huga, og slógu þau upp veislu, og aldrei hef ég upplifað yndislegri dag.  Ég hef upplifað ótrúlega marga stórkostlega daga, en einhvernveginn var þessi dagur svo dýrmætur.

   Svona er þetta stundum, ágætt.


Greinilega pólitískt mál............................

   Hjálmar er greinilega pólitíkus, og dettur manni þá í hug, hvort vegur hærra hjá skólastjóra væntanlegs listaháskóla, að vera pólitískur, og eða vera hinn sterki ..listræni stjórnandi sem við höfum virkilega þörf fyrir.  Þetta er að verða hálfleiðinlegt mál, hvort sem skólinn verður þarna eða annarsstaðar.   Fyrir mitt leiti hefði mér fundist Laugardalshverfið vera ákjósanlegast. Skil eiginlega ekki af hverju þarf að bola heilum skóla endilega á Frakkastíg.   Menningin flyzt með skólanum, þar sem hann mun vera, og myndar menningarhring þar. Miklu frekar en að vera að borast á Laugavegi.  Laugavegurinn er bara flottur eins og hann er, ef haldið er við húsum þar, og lokað fyrir umferð bíla frá Barónsstíg að Bankastræti.  Það hefur ekki áhrif á söluna þar.

   Fundarseta skólastjóra vegna væntanlegs aðseturs Listaháskóla er eitthvað sem ekki á að vera á hans vegum. Eiginlega kemur honum það ekkert við. Skólastjóri listaháskóla hefur allt annað að gera.  Allavega á hann að vera upptekin í öðrum málum, en að berjast í dvalarstað skóla sem verður fyrst kominn í gagnið að honum látnum.

   Stundum er ég einnig að spekulera í, hvort nauðsynlegt sé að allt menningarfólk, þurfi endilega að vera að mæta í öll þessi hvítvínspartý hér og þar um bæinn.   Telst það vera inni í vinnutíma? mér er spurn?

   Ég spyr þá í leiðinni, hvað eru sendirút margir frímiðar á hina og þessa tónleika?

   Hvað eru margir frímiðar, til dæmis í leikhús.?   Er það ekki ca. ein sýning?

   Stundum verð ég svo þreytt á menningarelítunni................


mbl.is LHÍ líklega við Laugaveg og Frakkastíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingvellir....

   Veit svo vel að gífurlega margir eiga sérsakar minningar frá Þingvöllum, og þá er ég að meina Valhallarveitingataðnum.    Að eiga svona staðbundnar minningar frá slíkum stað, er eitthvað sem að mínu mati er afar eigingjarnt.  Við erum þá ekki að hugsa um heildina.  Ég gisti þarna eitt sinn, í sambandi við afarminnisstætt brúðkaup, og var gott að vera í þessu húsi, en salur niðri og öll aðstaða var frekar leiðinlegt, ekki var eitt einasta tema þar, það var löngu horfið, allavega það sem mér fannst að ætti að vera þar, eitthvað sem ekki var alltaf verið að gera upp, eins og þarna var. Ég var svo lánsöm, og allir sem þar voru, að hin ótrúlega fallega brúðkaupsveisla fór fram í stóru tjaldi, eftir giftingarathöfn sem var í afskaplega lítilli og fallegri kirkju.  Ég veit ekki hvernig mér hefði liðið í sal hotelsins, sem í alla staði lengi lélegur.

    Margir eins og ég segi eiga miklar minningar þarna frá, en í minni minningu var þetta sjoppa, þar sem þú varst eitthvað að rangla, fólk í töluverðum skemmtanahugleiðingum, og eiginlega ekki mikil virðing borin fyrir þessari hótel og veitingaþjónasölu sem þar var. Oft var mikið slark í kringum þennan stað, við verðum að viðurkenna það, jafnvel svo, að miða er hæg við miðbæ Rvíkur, á helgum.. Mér fannst alltaf hallærisleg íssjoppan, og sælgætis, sem þarna var , og leiðinlegt að versla þarna, því hún var hróplegri mótsögn við minn hug varðandi þennan merkilega stað, sem þjóðiin á að eiga sjálf og að friða sem þjóðgarð, og greiða fyrir að ganga niður Almannagjá og skoða það sem þar er í boði, sem heilmikið er og þarf virkilega að verja, annað er glæpur gagnvart komandi kynslóðum.

   Það voru smáútihátíðir þarna, sem voru ekkert sérstaklega til fyrirmyndar, síðan eiga ekki einhverjir forréttindahópar að eiga þarna lönd nema þeir sem eru fæddir til þess.

   Þennan stað á þjóðin, og sumarbústaðir eiga ekki að vera innan þjóðgarðs.

   Hið gamla statussymbol að eiga sumarbústað í landi Þingvallajarðar, á að mínu mati að hverfa.

   Ég vil geta gengið um þennan stað, hugsað um allt það sem ákveðið hefur verið, skoða búðir fornmanna, samtengja sögu staðarins, og hefja hana til flugs.

   ÖXARÁRFOSS ER OKKAR......................... 


Táknrænt?

   Það get ég ómögulega séð. Ekki með nokkru móti.   Eiginlega er ég mjög fegin að þetta skrifli, er horfið, endanlega. Lágkúran þarna var til skammar.  Illa gengið um svæðið, og ekkert sem minnti á söguna okkar á Þingvöllum, þar sem Öxará rennur og við treystum vor heit.

   Ein allsherjar lágkúra sem þetta var, bútasaumur, þar sem engu var haldið við, og fylltist hjarta mitt trega þegar ég drakk þarna kaffi. Eiginlega hafði ég aldrei lyst á því. En umhverfið yndislegt, og varð það alltaf endirinn að breiða teppi á grund, og setjast þar við Almannagjá.

   Einhverri lotningu fylltist ég þegar ég gekk um Almannagjá og rýndi í forn letur steina.

   Guð gefi að okkur hlotnist að halda þessum merka stað við eins og hann á skilið.

   NB. (Ég vil láta selja inná gjána, til að eiga fyrir viðhaldi vegna átroðnings).


Sterkt............

    Ekki hissa á að hann hafi þurft á þeim lyfjum að halda..........
mbl.is Sterkt, róandi lyf á heimili Jacksons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósamið við.

     Oft hefur verið erfitt að semja, en hlýtur að vera nú, ER ekki hissa á þessari frétt.
mbl.is Ósamið við starfsfólk sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráð? Eru þau til?

   Eru einhver afgerandi ráð sem okkur er boðið í sambandi við skuldir okkar við erlend þjóðfélög, vegna bankareikninga og skulda sem við höfum stofnað til?

   Er það virkilegt að við séum ekki í einhverri ábyrgð vegna fyrri verka.

   Eru margir ´Islendingar sem vilja lengja skuldabyrðina, til að byrðin komi jafnvel mezt niður á þá sem eru ófæddir.

   Getum við talist sjálfbær?

   Ef svo er þá er þetta mjög einfalt, en mér hefur bara ævinlega fundist að ´Íslendingar geti aldrei samið öðru vísi, en með hinar og þessar undanþágur.

   Það er auðvitað áberandi einkennandi í fari Íslendinga, þetta með sérsamningana, en mér hefur ævinlega fundist við vilja standa við orð okkar og greiða okkar skuldir, við höfum einnig viljað koma þeim fyrir kattarnef sem hafa brotið af sér.

   Eigum við þá ekki bara að fara byrja á því.??

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband