ÞAÐ ER EINS OG ENGINN................................

   Þori að vera jákvæður, eða vera fyrri til að horfa jákvætt á aðstæður. ´Þær eru allt aðrar en þær voru fyrir ári.  Ég verð bara að skrifa þetta út frá mér, og alhæfa. Aðstæður eru betri, það er þó verið að gera eitthvað, þessi 4ra mánaða lágdeyða, sem var fyrir ári, var okkur ekki bjóðandi.  Það var ekkert gert. Þjóðin var eins og í herkví, allavega upplifði ég andrúmsloftið þá.  Sjálf, fattaði ég alvarleika málsins ekki fyrr en eftir 6 mánuði.  Var strax með von í brjósti að , þetta myndi reddast.  En alvarleikinn hefur svo sannarlega sett svip sinn á margt.

   Ég hlustaði á erindi Jónasar Haralz, hagfræðings, fyrrum bankastjóra Seðlabankans, ekki alls fyrir löngu.   Það var með eindæmum gott, maðurinn sjálfur gaf frá sér afskaplega góða strauma, og umvafði hann salinn,   Jónas fór í gegnum, kreppur okkar alveg frá 1929, þetta var gott að fara í gegnum, á þennan raunsæja máta, en ekki eins og tekið er fyrir oft og mörgum sinnu í okkar ágæta ríkisútvarpi, í formi æsifréttamennsku.

   Sjálf man ég eftir umræðum frá heimskreppunni 1929. Ég átti frænda, sem ég leit mjög upp til sem krakki, vegna þess að að hann kom frá Ameríku, með alla sína fjölskyldu. Hann hafði haft atvinnu þar, og var í góðum málum, og kom á réttum tíma, hingað.

   Stríðinu man maður eftir, og sparsemisáranna þá, lægðarinnar, síðan tímabil peningaflæðis í landinu, með Marshallshjálpinni.  Mikið um driftir, leigumarkaðurinn stíflaður, fólk sem kom hingað í atvinnuleit, og fékk inni hjá ættingjum.

   Íslendingar voru mjög ánægðir með sig ævinlega og gengust ekki inn á þá samninga að fara í bandalag með öðrum þjóðum nema að mjög litlu leiti.   Alltaf hrædd við að missa sjálfstæðið, við höfum í rauninni, þessi litla þjóð, verið með hnefann á lofti, og erum enn að verja sjálfstæði Jóns Sigurðssonar, sem er löngu dautt mál. (Mín skoðun, ekki Jónasar held ég.) Það kom sér illa að vilja ekki ganga í ákveðið bandalag með skilyrðum annarra þjóða, neitakk.

   1957 greiddi ég 1/3 af launum mínum fyrir kápu.  Var ég á mjög góðum launum, ég held að hún hafi verið mjög dýr en hún var líka flott, en þetta var alltof mikið, þetta var í rauninni ekki hægt. En þarna voru tímar erfiðir.

   Um árið 1980 var svakaleg niðursveifla, og er hún mér minnisstæðust, og okkar kynslóð var hún erfið, við vorum þau sem áttum sæg af krökkum, og vorum um leið að berjast fyrir auknum réttindum hér og þar, eins og vitað er.

   2008, og núna eru allir nánast að borga árin á undan, sem voru auðvitað flott, allir til útlanda lágmark einu sinni á ári, hvort sem hann gat það eða ekki. Það auðvitað skipti okkur ekki máli, bankarnir voru svo svakalega almennilegir, og allt var mögulegt.  Svona var það.

   Í dag, segir Jónas Haralz, að þjóðin hafi sig upp úr þessu, við séum þegar á byrjunarreit, og það gangi hægt til að byrja með, en gangi samt, og svei mér ef ég finn það ekki bara. Allavega er betra að líta á framtíðina vonaraugum, en með augum svartsýnismannsins.

   Við höfum semsagt svo oft farið í gegnum þetta, og oft verið verri tímar í heiminum. Vonandi þarf ekki heila heimsstyrjöld til að hjálpa okkur útur þessu.

   En eitt lagði hann ríka áherzlu á, talaði um þennan ótta okkar við önnur lönd. Ótta okkar við að ganga í bandalög með öðrum þjóðum. Ótta okkar við að værum alltaf að missa sjálfstæði. Af hverju látum við svona?

   Var Jónas kannske að meina Evrópusambandið?

   Mikið var svo létt yfir kaffisopanum, eftir erindi Jónasar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góð grein og umhugsunarverð. Við Íslendingar höfum alltaf þeyst áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Það er alltaf gott að stoppa aðeins og hugsa sig um. Ég hef verið í smá kreppu sjálfur, bæði monniggar og persónulega og þar að auki hef ég þurft að endurskoða mig allan gastronomiskt séð, ég e að komast útúr þessu og er nú á fullu að finna upp hjólið. Eina ferðina enn og þé er stutt í skrif og þh.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 1.11.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband