Úr minnispokanum...

ÉG MAN ÞEGAR VIÐ STELPURNAR Í HVERFINU SÁTUM BAKVIÐ SUNDHÖLL Í SÓLBAÐI, AF ÞVÍ HVERGI VAR LOGN NEMA ÞAR, STRENGURINN UPP STÍGINN FRÁ ESJUNNI.  þAR SÁTUM VIÐ INNAN UM ALLAN NJÓLANN, ÞAÐ VAR EINI GRÓÐURINN.

ÉG MAN HVAÐ MÉR VAR ALLTAF KALLT ÞEGAR MAMMA KLÆDDI MIG Í HÁLFSOKKA.

ÉG MAN HVAÐ ÞAÐ VAR ALLTAF KALT Á ENGJUNUM Í SÓLSKINI.

ÉG MAN ÞEGAR VALLA JÓN ÞÓR OG VIÐ FRIÐBJÖRN VORUM Í SÓLBAÐI BAK VIÐ HÚS, Á BARÓNSSTÍG, EIGINLEGA VAR ÞAÐ SOLDIÐ FYNDIÐ, Í RÖNDÓTTU SÓLSTÓLUNUM.

ÉG MAN ÞEGAR GUNNAR KAUPAMAÐUR Í KALDAÐARNESI FÓR ÚR AÐ OFAN ÞEGAR HANN VAR AÐ BINDA BAGGANA, ÞÁ VAR EINS OG HANN VÆRI Í HVÍTUM BOL.

ÉG MAN HVAÐ PEYSUR KAUPAKVENNANA VORU UPPLITAÐAR Á SUMRIN, ÉG BRÁ Á ÞAÐ RÁÐ AÐ VERA Í MINNI Á RÖNGUNNI.

ÉG MAN HVAÐ ÞAÐ VAR HRYLLILEGA LEIÐINLEGT AÐ GERA VIÐ NÆRFÖT, ÞEGAR ÉG VAR 10 ÁRA Í KALDAÐARNESI.

ÉG MAN HVAÐ MÉR FANNST GAMAN AÐ NÁ Í KÝRNAR.

ÉG MAN HVAÐ MÉR FANNST LEIÐINLEGT AÐ SKRÆLA KARTÖFLUR.

ÉG MAN HVAÐ MÉR FANNST KENNARINN MINN Í AUSTURBÆJARSKÓLANUM LEIÐINLEGUR.

ÉG MAN HVAÐ MÉR FANNST AFLEYSINGAKENNARINN MINN Í SAMA SKÓLA SKEMMTILEGUR.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sæl og blessuð. Varst þú í sveit í Kaldaðarnesi? Þar var ég líka, Hjá Eyþóri og Borgu þegar ég var 12 13 og 14 ára. Hvenær varst þú þar?

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 12.6.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæll Gunni Palli kokkur, ég var fyrir stíð Eyþórs og Borgu, en ég kynntist þeim vel, nú veit ég ekki henær þú varst 14 ára, en Eyþór tók við af mínum húsbónda Jörundi.  Nú hefði ég gaman af að spyrja, er Borga lifandi???

Sólveig Hannesdóttir, 13.6.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sæl og blessuð. Já já Borga r lifandi. Hún býr í Hveragerði saman með yngstu dóttur sinni henni Ásu. Báðar við hestaheilsu. Ég er svo fæddur ´63 og var einhverntíman 12 13 og 14 ára í sveitinni. Þá var Jörundur orðinn gamall maður.

Kveðjur. Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 03:42

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta eru yndislgar upprifjanir, frænka mín. Hjartans þakkir fyrir gærkvöldið, mikið rosalega, agalega, geðveikislega er gaman að hitta svona vel ættaðar frænkur sínar og njóta svona guðdómlegs matar.  - Þið Gunni Palli eigið greinilega Kaldaðarnes sameiginlegt, gaman, gaman!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.6.2008 kl. 20:40

5 identicon

Sæl.

Skemmtileg færsla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband