ÁFRAM STELPUR....

   Einhversstaðar stendur skrifað "halda skaltu hvíldardaginn heilagan", þetta eru yndisleg skilaboð til okkar um nauðsyn hvíldarinnar, vel að merkja, hvenær sem við tökum okkur þann dag.  Í dag hefur sjaldan verið fallegra í kringum húsið mitt Sýrenurnar skarta fjólubláa litnum, og alparósin, sem ég hélt að ekki hefði af veturinn, er að springa út.   Bróðir minn elskulegur á afmæli í dag, og það er bara miðvikudagur, svo ég er að hugsa um að taka mér hvíldardag og fara í sólbað, þó yfirþyrmandi rugl sé á þessu skrifborði mínu, sem er alltaf svo óskipulagt, ég held ég bara hafi það óskipulagt áfram.  Ég fer svo í kaffi seinna í dag.

   Það gæti verið að einhver uppákoma verði hjá mér á Sunnudaginn, svo ég tek daginn í dag fyrir mig, ég ætla ekki einu sinni að lesa, þaðan af síður að hekla. Mér fellur alltaf eitthvað gott til, þe það kemur alltaf eitthvað gott uppí hendurnar á mér, allt leysist á sinn hátt.

   Fjölskyldan mín nennir stundum að borða með mér, ég er þakklát fyrir það, hún umber mig og fyrirgefur mér, það er nú aldeilis meira.

   Hvíld og Bardós geta auðveldlega haldist í hendur, þegar hugarfarið er undir jákvæðum formerkjum. Mikið var rætt um streitu og streituvalda á vinnustöðum og heimilum, sem auðvitað er spurning um hvort við viljum hleypa þessari streitu inn í líf okkar. Það eru, og hafa alltaf verið mál til að takast á við, og þau eru stundum svo skemmtilega ögrandi, þó þau séu þrælerfið meðan eitthvað er að ganga yfir.

   Þannig er það bara, en konur samtímans hafa verið óhemju "dugmiklar", og komið okkur útur moldarkofunum okkar, sem ég er svo þakklát forsjóninni fyrir að hafa ekki þurft að búa í, ég hefði eins og stundum er sagt í gömlu sögunum  "´HÚN SNÉRI SÉR TIL VEGGJAR", og lá þar það sem eftir var lífs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband