JOSE SARAMAGO portugalskur rithö. úrdrættir á aðventu.

Þeir strangtrúuðu töldu sig finna ilminn af Jerúsaleg, þegar þeir nálguðust Ramah. Símon gamli og félagar fóru sína leið, þar sem, eins og áður sagði átti Símon að skrásetja sig í sinu eigin héraði. Tilbáðu þeir Drottinn og þökkuðu honum, ferðalangarnir og kvöddust.  Giftu konurnar gerðu Maríu alveg áttaavilta með sínu mörgu ráðum, ávöxtum reynsu þeirra.  Einn hluti félaganna ákvað að hvílast í dalnum, eftir fjögurra daga göngu, og aðrir leituðu sér skjóls í úlfaldalestinni þar sem brátt mundi skyggja.  Hópurinn sem tók sig upp í Nasareth, fór aðra leið, þar sem þeir settu stefnuna á Beersheba. Það voru tvær dagleiðir, en trésmiðurinn og kona hans fóru í átt að Bethlehem.

   Það var ringulreið í hópnum er þeir kvöddust, en Jósep náði að draga Símeon afsíðis til að ræða frekar sýnina sem birtist honum á dögunum. "Ég hef sagt þér það Jósep, það var ekki sýn",   Jósep svaraði honum "Hvað sem það var, þá verð ég að vita hvaða örlög bíða barnsins mín sem í vændum er", Símeon var ákveðinn við Jósep "Meðan þú stendur hér og spyrð mig spurninga, og veist ekki þín eigin örlög, hvernig geturðu þá búist við að vita örlög barnsins þíns?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband