29.9.2007 | 16:06
SOFFIU BJARGAÐ
Ég var ánægð með blöðin í morgunn. Matthías Johannessen í Morgunblaðinu, Randver í dagbl. í gær, Hrafn Gunnlaugsson í Blaði dagsins í dag. Ég alltaf soldið svag fyrir skoðunum Hrafns en bíð með að gera athugasemdir við þá grein.
En fréttin um að búið væri að bjarga fjallabilnum Soffíu, yljaði mér um hjartarætur. Ekki er langt síðan að hugsunin um hvað hefði orðið af þessum bíl, sem margir eiga minningar um. Sjálf á ég myndir frá ferðalögum mínum með gömlum félögum i þessum bíl, og ég þarf ekki einu sinni að skoða þessar myndir, þær eru hausnum á mér, og vandalítið að kalla þær fram. Þegar ég ferðaðist á þessum bíl, var hann tiltölulega nýkominn í gagnið, og ótrúlegt hvað bílstjóri þess tíma gat komið bílnum. Ófáar ferðirnar yfir Krossá í Þórsmörk, allir auðvitað óhræddir Hræðsla var eitthvað sem ekki fór mikið fyrir í den.
Ég vonast til að heyra frá Jóni Ormi, sem býr á Sauðárkróki, og vonast ég til þess að geta verið með í þeirri fjársöfnun sem fer í gang, við megum til við Soffíumenn og konur, eins og einu sinni var sagt að hrinda þessu af stað.......
Soffíu bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.