MANNALÆTI

Orð sem að langt er síðan ég hefi heyrt, en kom niður í huga minn í gær, þegar Baldvin Þór var sóttur í leikskólann.  Baldvin Þór er kominn á trölladeild, og tók það hlutverk, eins og önnur hlutverk sín mjög alvarlega.  Hann fór frekar hratt í það að koma með athugasemdir sem voru einungis tröllum sæmandi, og hegðun hans tók breytingum. Það fór að bera á skemmtilegum mannalátum.

   En í gær sóttir afi hans hann á trölladeildina, og voru hann og vinur hans að ræða saman, eins og körlum einum er lagið, þeir voru að ræða um morgundaginn. Voru greinilega mjög meðvitaðir um mikilvægi þeirra, bæði í leikskólanum og heiminum yfirleitt.  Vinur hans kvaddi Baldvin að lokum með setningu, sem er ekki börnum 4ra ára er tamt. "Ég bið svo kærlega að heilsa honum pabba þínum".

   Þessi kveðja er svo falleg, og gott að hún er ekki horfin úr málinu. Þessa kveðju kunna erlendir ekki, ég er búin að kenna Gústa tengdasyni mínum þetta, en hann kunni þetta ekki, en hann spurði fyrst "Hva þetta Sola, bid ad heilsa,  hva?" Núna er hann búinn að læra þetta og ég minni hann á þetta stundum, þe. þegar ég man.

   Gústi lærði í dag hjá okkur muninn á:  'I skápnum, á skápnum, og undir skápnum. Á eftir verður þetta tekið fyrir með Jóhönnu og Vilhelm, vegna þess að ég bað Villa að ná í pokann sem væri á skápnum.  Hann aftur á móti fór í skápinn, og var mjög heppinn að þar var poki, en ekki réttur poki. Svo nú lærum við um á, í, ofan á, undir, og bakvið.  Hreint ekki lítið, þar sem svona breidd er ekki til í þeirra máli.

   En það er gott ef einstaklingur upplifir sig mikilvægan eins og þessir litlu drengir á trölladeildinni, ég vona að sem fleztir upplifi þá tilfinningu, allavega stundum.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndisleg færsla, frænka kær. Óborganlegir þessir litlu naggar á Trölladeildinni!! Ég hélt að svona dásamlegar setningar væru horfnar úr málinu. Guðisélof fyrir að svo er ekki. Þú hlýtur að fá nýja innsýn í íslenskt mál með kennslu þinni...! Gott gengi (þori ekki fyrir mitt litla líf að segja good luck....) 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband