Færsluflokkur: Lífstíll

Þórarinn Eldjárn: Ég man prima-pylsur í Austurstræti.......

Því miður.......ekki ég.

Fleiri hverfi.... Njálsgata-Barónsstígs hringurinn

Ef tala á um pólitískan trúnaðarbrest, þa´er honum best lýst í þessum máli Rvíkurborgar, sem er borginni til mikils vansa.  Þarna eru búnar að vera heilmiklar umræður, og skyndilega er alger þögn um málið. Þarna var virkilega farið á bak við bæjarbúa þessa hverfis.  Bæði Borgarstjóra og fleirum hafa verið skrifuð mörg bréf og engin svör hafa komið. Stofnað hefur verið til tveggja til þriggja funda, sem voru svona einhvernveginn þannig að manni fannst að verið værið að róa hópinn, eins og um einhver ólæti í skóla væri um að ræða.     Svona, svona krakkar mínir verið þið nú góð, og svo framvegis síðan bara dauðaþögn og málið svæft, ekki bara smávegis heldur kyrfilega.

   Það er verið að tala um Gunnar Birgisson sem skrifli og fleiri nöfn hafa honum verið gefin. Ég er ekki að taka upp hanskann fyrir hann þarna, enda ópólitísk manneskja sem ég er, en greinilega eru Reykvíkingar mildari í gagnrýni sinni en við Kópavogsbúarinir á Kársnesinu, ég hefi ekki heyrt nein svona uppnefni nefnd við Vilhjálm Borgarstjóra varðandi sjúklingaheimilið á Njálsgötu 74, sem er mjög óhugsað og fljótfærnislega gert, engum til sóma.

   Það er langt síðan að mér fannst að Borgin ætti að kaupa hús Norska málarans og nota það fyrir þessa sjúklinga, úrþví hann seldi, en ég hugsa að það hafi bæði verið of fínt og dýrt fyrir þessa sjúklinga sem ekki eiga í neitt í að vernda, en það hefði verið hægt að taka fleiri.......

   Það hefði verið betri aðstaða fyrir starfsfólk, og það hefði verið algerlega í miðbænum þar sem þeirra issue var að hafa það í miðbænum. Kærar kveðjur til beggja borgarstjórannna. sh.


Kársnesið og fleiri hverfi.

Get bara ekki orða bundist yfir þessari heift sem er um Kársnesið, jafnvel þeir sem aldrei hafa komið þangað fá nú útrás fyrir ýmislegt sem vera skyldi ósagt. ´Við höfum búið hér í 30 ár, og oft verið smáhissa á að þetta elskulega nes hefur oft verið útundan.  Við höfum fylgst með útþenslu Kópavogs suðureftir, með nýjum byggingum, nýjum skólum, þar sem virkilega hefur verið vandað til verksins, en Halló Kópavogur,............ Við erum hér líka Kársnesingar, þó við séum fá, þá er lögheimilið Kópavogur.  Hér er margt sem þarf að laga ef þetta á að vera nokkurnveginn í samræmi við skattlagningu einstaklinga hér á nesinu, það er ekki spursmál.  Þegar við fluttum hingað var svona HILL BILLY stíll yfir þessu, og maður bar beið eftir ýmsu sem tók sinn tíma.

   Gott ef Bæjarstjóri vill koma á móts við Kársnesinga, flott mál, við verðum að losna við þessa húskofa í fjörunni vestast á Kársnesinu, og ef samvinna næst þá kannske losnum við við  þá,a) húskofana, b) verksmiðjuhús sem eru eins og ég veit ekki hvað, enginn metnaður í byggingum,c) einhverskonar eftirlíking hafna ekkert varið í það d) upppuntað húsnæði til leigu einstaklingum sem fá ekki annað en er samt á uppsprengdu verði...

   Gott að farið er að ræða þetta en Kársnesið eins og það er, þetta góða bæjarstæði verður að lagast hvernig sem við förum að því, við verðum að hafa bæði metnað og samkennd til að bæta það.

 


Þorbjörg Halldórs., frá Höfnum......

En það var nefnilega nafnið á henni Þorbjörgu kennaranum mínum í Kvennaskólanum sem kenndi mér véritunina, eins og hún var kölluð (er annars ekki þetta orð vélritun komið úr málinu)?, en það var í den, eins og margt annað hjá mér, eiginlega er alltsaman í den...

   Hún var óskaplega "lekker", eins og notað var ´í den, lágvaxin og flott, enþað fór ekki fram hjá neinum þegar hún opnaði hurðina á skólastofunni, í den. Frú Þorbjörg, kenndi mér einnig ensku, sem er ekki neitt sérstaklega orð á gerandi en ég var haldin króniskum hiksta þennan vetur sem kom í köstum. Það mátti heyra saumnál detta í tímunum hennar, eiginlega var hún eini kennarinn sem gat haldið uppi aga. Nema ef ég fékk hiksta hjá Þorbjörgu var það frekar pínlegt, þögnin varð ennþá sterkari, og alltaf endaði þetta á sama veg. Þorbjörg ávarpaði mig ævinlega eins "Fröken Sólveig, viljið þér gjöra svo vel að lesa næst", hikstinn lagaðist, besta ráðið er að hrökkva í kút. En það var ótrúlegt hversu langt var hægt að ganga í þéringunum og ávörpunum í Kvennaskólanum maður var kannske rekin úr tímum, með ávarpi sem þessu, "Fröken Sólveig, viljið þér vera svo vænar að fara út", það kom fyrir mig, ég held oftar en einu sinni, ég þarf, að reyna að muna það,. Otrúlegt?


Þá riðu hetjur um héröð..........

   'Eg er nú bara að reyna að slá um mig með þessari setningu, þar sem ég hefi aldrei getað lært eitt einasta kvæði, og man aldrei hendingar.  Þessa man ég öruglega úr Kvennaskólanum eins og margt annað smávegis, og aldrei get ég lofsamað nóg mikið hana Frú Þorbjörgu, fyrir að kenna mér vélritun.... En mér datt þessi setning bara í hug þegar sonur minn skráði sig sem bloggvin hjá mér, móður sinni, það finnst mér hetjuskapur, og eiginlega finnst mér að hann hefði fremur átt að velja þann kostinn að kannast ekki við mig í þessu hlutverki.

   En ég þekki líka aðra hetju, það er pabbi hans, ætli þeir séu ekki þessar typisku islensku héraðshetjur, sem eru svo stórkostlegar í umgengni, eins og egg...kraftur alveg útí skurn.

   SH


Hinsegin dagurinn í dag.

   Ótrúlegt stuð í bænum. Þessir félagar ættu að markaðssetja allar útiátíðir bæjarnis og næstu bæja t.d. á 17. júní, sem er nú bara alveg að fokkast upp. Þó varð ég að ígrunda þetta talsvert, af hverju er þetta svona mikið mál að gera svona mikið? Og svona mikið úr þessu, vera með svona allt sér, samkynhneigðir eru þeir og hinir við.  Ég fór í gegnum það í dag. Ég vil,  gjarnan fá að vera í svona hóp, svona einhverjum hóp sem er svona sér. Það er alltaf eitthvað spes í gangi.  Það lá við að ég öfundaði þá í hópnum. Ég á svo marga kunningja sem í þessari hreyfingu eru.  Alveg stórkostlegi strákar,og afherju eru þeir oft svona skr... skemmtilegir, þessir strákar sem eru ekki streightarar, ég botna bara heldur ekkert í því.

   Ég er ekki einu sinni í mótmælahóp, nema Kársneshópnum, sem mótmælir með rauðum borðum útum allt. Svo er´ég líka í Njálsgötu 74, hópnum, sem hefur verið að reyna að mótmæla,en ég get ekki sagt að æþeir séu skemmtilegir, allavega hafa engar skrúðgöngur verið hvorki hér á Kársnesinu, eða mótmælagöngur, ég held nú síður. Við í Njálsgötuhópnum höfum verið að nöldra bara bréflega í borgarstjórn, ekki haft nein hljóðfæri með, og þaðan af síður verið svarað þannig lagað.     En dagurnn í dag var stórkostlegur hjá hinsegin, sem ég vil nú frekar kalla aðalhópinn, hlakka til næst, og tek þátt í öllu með.  Kveðja Solla.


Ég man Camp Knox, og fúkkalyktina að krökkunum í skólanum, úr bókinni " Ég man" eftir hann Þórarinn Eldjárn.

   '    Ég man ekkert eftir þessari fúkkalykt að krökkunum. Það var kampur stýrimannaskólann þar sem Æfngaskóli Kennaraskólans er, fannst mér alltaf sérstaklega gaman að koma þangað þegar ég var að bera út Vísi. Ég bar út í holtin, og braggahverfið. Þarna bjó heilmikill krakkaskari, og ég var ekki að taka lífið mjög alvarlega, 9 ára, í den, eða var ég kannske 7, þess þá heldur. Nema allt var fullt af börnum þarna og mikið stuð að leika sér við allt þetta lið. Geymdi ég þa stundum töskuna, og var þá að drolla niður í holt að loknum leik til að koma blöðum í hús.  Það var ekki par vinsælt, og man ég serstklega eftir einum manni sem auðvitað skammaði mig talsvert.

   Mikið ókaplega var ég fegin að pabbi kom með mér að rukka............

   Annar kampur var á Skólavörðuholtinu en þar voru einungis hermenn á verði í svona löngum varðskápum, og með riffil sér við öxl og þar voru sandpokar í stöflum. Braggarnir þarna voru bústaðir á stríðsárunum. Braggarnir hjá Stýrimannaskólanum voru skömmu eftir stríð, þetta var eiginlega mjög menningarlegt. Greinilega sérstakt. Þeir promineruðu Barónsstíginn æfingagöngur, og var þetta mjög flott viðauki í heim barnanna, aldrei fannst mér veran og nágrenni við herinn sem truflaði okkur, þetta var bara inni í programinu, og heilmikið styttu mér stundir meðan ég var með hlaupabóluna sitjandi úti í eldhúsglugga......


"ÉG MAN FLUGFÉLAGSTÖSKURNAR" úr bókinni "Ég man" eftir Þórarinn Eldjárn.

      Ég er nú aldeilis hrædd um það, þetta var nú heldur en ekki stíll, að vera með eina svona á hliðinni á leið til Lundúna árið 1957, í þessari líka glænýju flugvél. Í dag er þetta bara eins og að horfa á gamla bíomynd eftir Hitchcok, bestu sort.  Einhvernveginn notaði ég þessa tösku lítið sem ekki neitt, nema í fluginu á leið utan, og einu sinni í Lundúnaborg þetta sumarið.

   Ljótt er að segja frá því en þarna gerðist ég þjófur og við stöllurnar báðar, ekkert flóknara en það, ekki voru það freistingar beinlínis, heldur ótrúlegur prakkaraskapur sem kom upp í okkur. Við fórum í Woolworth, þar sem allt fékkst í þessu stóra magasíni, sem líklegast væri sem lítil hverfisbúð í dag þannig lagað, ef miða á við minni, og tíma.

   Við Helga ákveðumað ræna þarna búðina, að vísu ekki alla, en eitthvað, og ég tek þarna mjög ódýran og ómerkilegan hlut, hring með bláum steini.   Mér leið bara mjög illa með þetta, en fæ líklegast smá adrenalínskast og við gerum þetta stöllurnar undir þeim áhrifum.

   Ég var með þessa flugfélagstösku sem fór ævinlega í taugarnar á mér eftir þetta atvik.  Við drifum okkur út, en í ljós kemur að okkur eltir maður, við búnar að setja niður hringana, og maður í gráum fötum (tek það fram að það voru langflestir í gráum fötum á þeim tíma.), en fötin voru ótrúlega grá.  Helga sem rataði um allt þarna, stjórnaði ferðinni, og við auðvitað herðum gönguna út úr magasíninu, sem ætlaði nátturulega aldrei að enda. Við komumst út að lestarstöð, og nær maðurinn okkur þar. Við stóðum þarna dæmdar og dagar okkar voru hreinlega taldir sem heiðarlegar konur, nema þessi blessaði gráklæddi maður, brosir og segir við okkur "Are you from Iceland"?,........úff, þetta var óskaplegt spennufall.  Ég skildi töskuna eftir í London, fyrir utan það að mér fannst þær frekar hallærislegar eftir þetta. Kannske það hafi verið einhver óþægileg sektarkennd sem kom upp, maður veit það aldrei, en ég man hvernig ég var klædd þann daginn.


Ég man bílveikina, hvað það var vont þegar gubbið fór út um nefið. Úr bókinni hans Þórarins Eldjárns "Ég man"

   Það er ótrúlegt að maður skuli muna annan eins hlut eins og þennan, en mér er þetta órúlega minnisstætt líka, ekki beint að gubbið hafi farið útum nefið, en Þórarinn er að öllum líkindum bæði mjög minnugur maður og eftirtektarsamur.

  Hjá mér tengist þetta öðru, en Guðmundur frændi sem átti heima á neðri hæðinni var bakari, mikill frændi minn, og geysilegur stemningsmaður.  Hann hélt alltaf uppá afmælið sitt á sama hátt það var að panta leigubíl, og bjóða okkur foreldrum mínum í bíltúr, og þá á þessum líka svaka drossíum.  Það var keyrt út fyrir malbik, sem var að fara útur bænum. Ég man aftur á móti frekar illa hvar malbikið endaði á þessum tíma bíltúranna okkar Guðmundar, en þetta var greinilega mikil hátíð,því Guðmundur sem var ósköp venjulega klæddur dagsdaglega, var alltaf glerfínn á þessum dögum, mætti fyrir utan dyr, í hvítri skyrtu, með bindi og í dökkum fötum.

   Þetta voru miklar reisur fyrir kornungt barn, þar sem ekki var bíll á okkar heimili, og Guðmundur var vanur að láta allt eftir mér.  Allt gekk þetta nú vel framyfir malbik. Kárnaði þá gamanið  og bílveikin tók yfir.  Ótrúlegt er hversu sein við vorum í vegagerðinni. Mér finnst einhvernveginn að ég eigi bara alls ekki að muna malarveg, sem byrjaði þar sem nú er Nóatún, en malarvegir voru nú samt þaðan á stríðsárunum.

   Það er þónokkuð eftirtektarvert að Þórarinn skuli muna eftir muninum á malarvegi og malbiki finnst mér, sem segir okkur hversu frumstæð við vorum í þeim efnum lengi frameftir

   Ekki eru nema 60 ár síðan að fjós var á Grettisgötunni, og Klambratúninu. En munur var á þeim, fjósið á Grettisgötunni var í bakhúsi, og voru kýrnar  nátturulega reknar í tún daglega. Leiðin var frá Grettisgötu inná Barónsstíg og niður á tún neðan Laufásvegar. Bróðir minn fæddur 1944, hafði geysilega gaman af að elta þá hersingu, og ekki síður mjólkurbílinn, sem mig minnir að hafi farið sömu leið. Þegar gengið var um Grettisgötuna sem var mjög oft, ilmaði gatan eiginlega öll, þó auðvitað hafi áttir ráðið nokkru.

   Minningin er góð, en hún er ekki í litum, nema ef vera skyldi brúnleit.

   En þetta með minninguna með blessað gubbið tengist þessum óskaplegu vegum sem voru það er augljóst, að ég tali nú ekki þessum ferlega þungu drossíum, þar sem bensinstybban var yfirþyrmandi, og svo auðvitað rykmökkurinn sem fylgdi, því það var ekki farið í bíltúr í rigningu það er klárt mál. En hvað gerði maður ekki fyrir foreldra sína og besta frændann, og líka.... þetta með lífsstílinn, það hlaut að vera merkilegt, að fara í bíltúr með Guðmundi, Pabba og mömmu, kannske í Svörtum Packard, líklegast ekki opnaðar rúður, grjótvegur, og öll reykjandi, þetta var nú aldeilis stíll í lagi, ekki öllum hlotnaðist svona ævintýri í den........


Bazooka tyggjó út bókinni "Ég man.." eftir Þórarinn Eldjárn útg.1994

Ég man Bazooka tyggjó og litlu myndasögurnar um Bazooka Joe innan í pökkunum, segir Þórarinn Eldjárn. Líklegst muna börnin mín það einnig, en þetta minnti mig á mínar minningar um bleikt tyggjó.  Það var á stríðsárunum, bleikar klessur um Njálsgötuna niðureftir henni allri. Hermennirnir gáfur okkur tyggjó þarna um svæðið. Þá var Njálsgata malbikuð, sem var alls ekki allsstaðar í Reykjavík.  Það var mikið flott að fá gefins tyggjó þarna á svæðinu, og tuggði hvert barn sem gat, allavega þau sem ég þekkti. Stundum fengum við Wigley's, sem var einnig í miklu uppáhaldi hjá mér.

   Það sem er nú heldur verra til frásagnar er að við skiptumst iðulega á tyggjói, jafnvel notuðum það í kaupskap, t.d. ef við vildum fá eitthvað lánað, sem ekki var falt hvenær sem er. T.d. lánaði ég það stelpu, sem ætlaði aldrei að hætta í rólunni einn daginn. Hún þáði tyggjóið og ég rólaði þar til ég gafst uppá rólunni, siðan var tyggjóinu skilað, og rólunni líka.

   Þessar bleiku og ennfremur hvítuklessur á Njálsgötunni voru ennfremur notaðar i leikjum, við fórum þá í kapp niður Njálsgötuna, um hver gæti náð sem flestum klessum, og svo var bara einver tuggin, sem þótti sæmileg til tuggu.

   En upp kom munnangurfaraldur og var ég tekin í landhelgi úti á tröppum heimilis míns að mömmu sjáandi. 'Eg hafði þegið tyggjó af Bubba vini mínum. Mamma hafði nú bara hringt í Katrínu Thor., lækni og var ég skoðuð þarna úti á tröppum. Katrín var klókur læknir. Krakkaskarinn sat þarna í einum hring, og þarna var mikið upplefelsi, nema ég varð að uppljóstra hegðuninni og ég held að þessi siður hafi lagst af þarna á þessu svæði Barónsstígsins. Þetta var ágætis reynsla, og ég man að ég hafði ekki vit á að skammast mín, heldur bara hætti þessu.  Þetta var smart hjá mömmu og Katrínu....... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband