Færsluflokkur: Lífstíll

Haustannir.

Nú eru tvítyngdu barnabörnin mín að byrja í skólanum, í fyrsta sinn á Íslandi. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það er að koma nýfluttur til Íslands, með latneskt tungumál að aðalmáli. Ég hlýt að komast mjög nær því hvernig það er að vera nokkurskonar útlendingur á Íslandi, þau hálf séu. Það hlýtur einnig að hreinsa mig að einhverju leiti af rasismahugsuninni, sem hefur verið soldið ríkjandi í heila mínum lengi.  Þau eru rosa fín þessir tveir krakkar, og ég er stolt af þeim, en annað menningarland er þetta. Það er svo ótrúlega margt sem er ólíkt með löndunum, og er ég þá ekki að segja að við séum betri.

   Það er skrýtið að vera hálfgerður rasisti og jafnframt langt í frá að vera sannur Íslendingur, það er mjög skrítin blanda. Þal. þarf ég oft að éta oní mig ýmislegt. En nú er tækifærið að þroska sig enn meir.   Ég skrfia þetta ljóð til Gullu Rúnar móður þeirra sem er með nostalgíu hugsanir til landsins síns. Þetta ljóð er eftir Jóhann Hjálmarsson, samið ca 1956.

'O bláa land

sveipað rauðri móðu.

 

Ég hef leitað þín.

Rektu ekki barnið þitt

út í auðnina

þegar það kemur aftur

eftir langa fjarveru

því það er þreytt

og þráir að hvíla við brjóst þín

og teyga ilm

þíns unga blóðs

 

Ó bláa land

sveipað rauðri móðu

 

ég hef leitað þín.

 

 


FLÓKI

Það er ekki veður fyrir myndskreytingar í dag

segir teiknarinn Flóki með skógaguðabros á kreiki

hampar skilningstréi góðs og ills

undir vængjum fljúgandi næturlestar

Píslarvottur regnboganna fellur í stafi

Það er ekki veður fyrir myndskreytingar í dag

                                             Jóhann Hjálmarsson, 1961, bók hans, fljúgandi næturlest.


AUGUST STRINDBERG þýðing Jóhann Hjálmarsson

Punktur

Tíu mínutna svali

Svo hitinn aftur

Ofnæmið

Tortryggnin

Afbrýðin,

Óeirðin,

Ástin,

Innblásturinn,

Þráin,

Draumurinn,

Þorstinn,

Vinen och arbeiten.


Ljóð Jóhann Hjálmarsson, 1956, úr bókinni Aungull í tímann.

Glóandi

aungull

í

húmbláu djúpi

 

Hikandi

fiskur

 

Lítið barn er læðist eftir brúnum sandinum

í leit að óskasteini


HEIMKOMAN (Henrik Nordbrandt f.'45, danskur)

Foreldrar þínir

eru orðnir foreldrar

annarra

og systini þín nágrannar.

Nágrannarnir orðnir nágrannar annarra

og aðrir eru búsettir

í öðrum borgum.

Frá öðrum borgum snúa þeir heim

nákvæmlega eins og þú.

Og það er jafnfráleitt

að þeir hitti þig

ins ogþú hittir þá.                                            Þýð. Jóhann Hjálmarsson.


Nú er rétt að byrja hlakka til haustsins..............

Segir Auður Eir, í fréttablaðinu frá Kvennakirkjunni, sem var í póstkassanum mínum þegar ég kom úr fiskbúðinni okkar Auðar Eirar.  Ég var einmitt vör við þessa hauststemningu í morgun og kveikti á fyrsta haustkertinu mínu í eldhúsglugganum í morgunn. Sá eina rósina mína vera að reyna blómstra, og henni ætlar að takast það, rósinni henni Maiden Blush.

Pistillinn sem hún Auður skrifar okkur í Kvennakirkjunni og ábyggilega fleirum er alveg svakalega flottur, og ég verð að skrá hann hérna í heild sinni.

   Stundum hvarflar að mér að ég sé ekki með fullum fimm. Það er stundum óþægilegt en stundum afskaplega gott. Eins og þegar nokkrir dagar verða ögn svalari í sumarhlýjunni og kvöldin húmuð og kyrr. Þá fer ég alltíeinu að hlakka til haustins. Alveg svakalega. Til blárra svalra litanna og lampaljóssins huggulega. Það er yndilegt að hlakka svona til.  Ég legg það til að þú gerir það líka.

   Heldurðu ekki að allt lífið sé svona samstarfsverkefni okkar og Guðs? Hún gefur okkur tækifærin og við notum þau.  Stundum fer það fram hjá okkur að nota þau, þú veist hvernig það er, og stundum sjáum við eftir á að við hefðum átt að nota þessi tækifæri öðruvísi. Það verður bara að hafa það.  Við erum alltaf að segja hver annarri að vera nú ekki að velta okkur uppúr því, heldur að segja "skidt med det".

   En flest tækifærin notuðum við. Við notuðum þau vel, alveg eins og við notum þau núna. Við njótum daganna látum til okkar taka, gleðjumst yfir sumrinu og hlökkum til haustsins. Erum dálítið skemmtilegar, ég bara meina það, bráðskemmtilegar.  Við erum yndislegar manneskjur. Við erum yndislegar manneskjur, við erum mildar og máttugar, af því að Guð er vinkona okkar.

   Takk fyrir að vera svona skemmtileg og aldeilis yndisleg manneskja.

                                                   Þetta er skrifað örlítið stytt, en þetta eru skilaboð Auðar Eirar til okkar allra. Það er eitthvað svo eflandi að lesa skrifin hennar Auðar, og ég segi nú bara eins og Lois Armstrong  "Its a Wonderful World".  Haustkveðjur til allra Solla.


Ný torfusamtök........

   Nýju torfusamtökin gætu tildæmis haft nafnið "Austurtorfan", flott.

Kúluna á kofana.............

   Hvað ég var ánægð með að sjá og lesa þessa grein eftir Guðjón sagnfræðing, sem hann skrifaði í Lesbók Mbl.,við verðum að halda vöku okkar með Laugaveginn, og það strax. Guðjón nefnir verktaka og fjármálamenn í byrjun greinar og finnst mér mjög gott að báðar þessar stéttir séu með annars verður ekkert gert þarna. Við þurfum bara vera með reglur um það hvernig við ætlum að byggja þennan veg upp.  Guðjon talar líka um spekulanta, en þurfum við ekki á þeim að halda við spekulationirnar um Laugaveginn? En ef spekulantarnir skilja ekki menningarsöguleg verðmæti í okkar gömlu húsum, verðum við, þá borgin, að hafa mjög skýran ramma um þessa götu. Þegar eru einhverjir spekkulantar farnir að tala um "moll", það á allsekki að vera leyfilegt.   Þessi litlu hús sem við veginn standa falla mjög til þess, sem Guðjón er að segja, litlar verslanir, gallery, fyrir ýmsar listir okkar.   Sjálf er ég óskaplega hrifin af hvernig Norðmenn hafa leyst þetta í Osló, það var það sem ég var hrifnust af þar í borg þegar ég kom þar fyrst.  Dönum hefur ekki tekist að passa upp á miðbæinn sinn nema að halda honum í því horfi sem hann var.  Þannig lagað. 

   Ég sé fyrir mér þessi gömlu hús sem byggingarlistamenn og sagnfræðingar velja.Rífa bakskúrana sem nóg er af á þessum slóðum. Byggja þessi litlu hús sem ganga inní önnur sem reist myndu verða bakvið og þá að hafa gler sem aðalbyggingarefnið. Þetta sér maður í Osló. Þar sem ekki yrðu byggð hús t.d. úr gleri, mætti hafa litla garða yfirbyggða.  Framhlið ætti að vera sem líkust því sem var.   Búið er að eyðileggja útlit mjög margra húsa með allskonar klæðningum, smekklausum, og útúrstinga glugga. Ég hefi ekki séð svona aðferðir í öðrum löndum, nema í Kaupmannahöfn, t.d. í Studiestræde, þar eru tvö alveg hræðileg hús, sem þyrfti að hamfletta.  Við þurfum bara að hamfletta nokkur hús. Og við þurfum líka að setja nýja framhlið til dæmis á Kjörgarð, og annað hús sem er alveg eins, þar eru mistök í skipulagningu.

   Stofnum nú ný Torfusamtök, númer tvö !!!!!!!!

 


Sjálfstætt fólk, Gulla Rún, Villi, Jóhanna.

Það er annars ótrúlegt hvað hversdagurinn getur breyst. Ég í mínum óskaplegu rólegheitum, er alltíeinu farin að þvo 3 uppþvottavélar per dag. Það er eins og eitt venjulegt aðfangadagskvöld, ég sagði venjulegt aðfangadagskvöld. Gulla er komin, með álíka stemningu og þegar heil rúta kom í sveitina og allir fóru út á hlað að vinka.  Rythminn hefur aldeilis tekið mikinn kipp hér í Hlégerðinu, margir eiga afmæli á þessum tíma, og við erum bara orðin mjög mörg, þegar við komum saman. Svo mikið var haft í dag að ég pantaði Gunnar Jónasson hjá barna og fjölskylduljósmyndum ehf., ég gat ekki verið heppnari með ljósmyndara. Hérna lét hann sig hafa það að taka myndir af frekar kraftmiklum 7 krökkum í garðinum. Ég er ekki í vafa um árangurinn. Við erum öll óskaplega sjálfstæð, og kemur það mjög sterkt inn þegar eitthvað stendur til "allir stjórna öllum", síðan er mikil rekistefna og miklar umræður um hver eigi nú eiginlega að stjórna hverjir eigi að stjórna.   Það er þá þegar sú kreppa kemur að ég fer að taka úr uppþvottavélinni og setja í hana, það er óskaplega góð ástæða til flótta frá einhverju veseni sem alveg er að koma upp, eins og þetta, stjórnendur fara að hafa skoðun á hverjir eigi að stjórna.   Ég er nátturulega alfarið á móti því að ég fái ekki að stjórna, og er með mjög intimar skoðanir á því. Þessvegna til að bjarga mér undan algeru tapi í þessari baráttu fer ég að raða í uppþvottavélina, og svo sannarlega var mikið að gera í dag.

   Við erum í ca þrem grúppum hér á þessum bæ. Á fínu máli heitir það teymi, það eru þrjú teymi hér í húsinu.  Það eru a) systkinin Hanna og Hannes, b) undirrituð og Gulla Rún, c) Friðbjörn maðurinn minn og dóttir okkar Soffía Huld.  Þar sem ég er eins og sauðkindin, leiðist ílla í hóp, þe teymi, dreg ég mig útur og svík lit, það vita allir hinir. Svona er þetta, en allt gekk þetta vel í dag. Ég vona bara að arfinn sem´ég átti að vera búiin að taka, og allt það hér í kring sjáist ekki mjög vel á myndunum.   En ef arfinn sést þá er það bara vegna þess að ég er frekar óreglusamur karakter, og soldill slóði.


Menningardagur, menningarnótt.

Nú er enn einn gleðidagurinn í Reykjavík, sem segir okkur hversu ánægð við erum með okkur hér á Íslandi, það er svo gott, og skemmtilegt. Það gerir ekkert til þó við ergjum okkur svo yfir hinu og þessu eftir helgina, það er bara þannig. Hneykslumst í blogginu, og í blöðunum. Svona gengur þetta bara, fréttirnar eftir hátíðirnar okkar eru óðum að minnka.

   Tilefni þessarar helgar er stórt.  Enn er genginn Laugavegurinn, sem er ómissandi vegur til allra okkar hátíðahalda. Það segir okkur það að við verðum að vanda okkur við breytingarnar á Laugaveginum, og það strax. Við eigum þar mörg vönduð hús sem ekki verða endurvakin byggingarlega séð.   Við erum líka með marga gamla hjalla bakvið, sem endur fyrir löngu voru notuð til skepnuhalda, viðgerða, og matargeymslur.  Burt með það áður en kviknar í þeim.

   Vöndum okkur við val á arkitektum Laugarvegar. Ég óska öllum þeim sem ætla að taka þátt í menningargöngunni, þar á meðal börnum mínum tengdabörnum og barnabörnum. góðrar skemmtunar. Þetta er að verða stanzlaust stuð í henni Reykjavík í ágúst.        Mig langar ennfremur að benda á að Kirkjuhúsið verður opið frá 1300, þar verður m.a. boðið uppá kaffi, einhver ætlar að syngja fyrir okkur, og við verðum með kapellu opna fyrir þá sem kæra sig um. 

   Góða skemmtun. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband