Færsluflokkur: Lífstíll
30.8.2007 | 15:14
Grunnskólinn í Austurbæjarskóla versus Grunnskólinn í Portugal
Fröken Jensen, og Vilhelm Þór Valsari eru nú komin í skólann sinn í Reykjavík, og er eiginlega alltsaman þar öðruvísi en í Portugal, þar sem þau hafa verið í skóla s.l. 10 ár Villi og Jóhanna öðru nafni frk Jensen, s.l. 4 ár. Villi hefur aldrei ávarpað kennara sína í Portugal nafni þeirra, þeir eru nefndir hr. og frú kennari, eða jafnvel Dotore, jafnvel þó þeir séu alsekki doktorar, en komin einhver hefð á að kalla þá doktora gegnum tíðina, en eitthvað er þetta að breytast.
Villi hefur heldur aldrei upplifað það að prestur í krikju bjóði honum í pitsu, með hinum krökkunum sem eiga að fermast í vor.
Villi kannast heldur ekki við það að hægt sé að fara í nokkurskonar skemmtiferð með fermingarbörn eins og Vatnaskóg.
Þetta er mjög gaman fyrir ömmu Sollu sem ekki hefur fylgst með skólamálum á Íslandi, en aftur á móti meira í Portugal. Gaman að fá svona viðmiðun. Villi hefur hitt í skólanum Portugalska stráka og Jóhanna Dís er með portugalskri stelpu í bekk.
Það verður spennandi að fá pabba þeirra heim í byrjun september. Ég breytti hringingunni á símanum mínum í gær, nú er ég komin með LATIN ROCK, það veitir ekki af að setja smá latindropa í blóðið núna, 3 latin í fjölskyldunni núna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 12:12
BAKÞANKAR Karenar Kjartanssdóttur í Fréttablaðinu 28. ágúst
Karen er sannkölluð hetja að þora að nota plássið sitt sem pistlahöfundur í Fréttablaðinu 28. s.l.,á þann hátt sem hún gerir. ég er svo hjartanlega sammála henni með það sem hún er að skrifa og er tímabært að skoða meðgöngu og fæðingu útfrá þessum fleti. Kona á ekki að koma frá fæðingu með óþægilega reynslu og samviskubits yfir að vera ekki hlynt þessum áróðri um sem slíkum að fara tildæmis deyfiingarlaus í gegnum fæðingu. Fjölbyrja á að fá að vera lengur á fæðingardeild, en aðrar konur.
Mér hefur alltaf fundist ílla hugsað um konuna í þessu ferli, meðgöngu og fæðingarferli, ég hefi í reynd ekki alveg skilið þessar öfgar eins og þetta á að vera. Fæðing og meðganga, er eðlilegur hluti lífsins, influensa er eðlilegur hluti lífsins, það er eðlilegur hluti að taka þurfi endajaxl tildæmis eins og Karen nefnir, undir deyfingu.
Kona á ekki að þurfa að muna fæðingu barns síns sem neikvæða reynslu vegna sársauka sem hún gengur í gegnum. Karen talar um hetjusögur, sem verið er að þrástaglast á frammi fyrir barnshafandi konum. Hvað ég er innilega sammála henni, þetta er bara mjög pirrandi að vera að hlusta á þetta, og brýtur konur niður. Konur eru ekki allar eins í þessu ferli. Sem hjúkrunarfræðingur hlynnt einstaklingshjúkrun, sem ekki er alltaf framkvæmanleg vegna peningaleysis deilda, þá hefur alltaf verið draumur minn að, sængurkona fái virkilega einstklingshjúkrun, og stefnan tekin á konuna, sem er í þessu ferli, ekki kannske sem sjúkling, en....hún er að fara í gegnum viðburð, og hvernig líður henni??????
Mér er minnisstæð sú reynsla elstu dóttur minnar árið 93, það var fyrsta barn hennar og fyrsta barnabarn mitt. Þetta var erfið fæðiing, gekk mjög hægt, og erfið upplifun fyrir okkur báðar, kannske sérstaklega mig þar sem ég sá að ekki var allt með felldu. En ekki skeggræði ég það frekar, en það var hreint út sagt mjög ófaglegt og hallærislegt, þegar að henni var komið og spurt " Hvort má bjóða þér glaðloft eða mænudeyfingu"???????????? Halló... vorum við komnar á bar, eða bakarí?? Konan 30 ára, og ekki verið á námskeiði, bjó erlendis og kom heim mánuði fyrir fæðingu, ég bara horfði á starfsmanninn, og á dóttur mína, bíddu hvað er í gangi var mér hugsað, og reyndi að taka ekki framí fyrir fólkinu. Dóttir mín, svaraði, "ég veit ekki hvað er glaðloft, og þekki ekki mænudeyfingu". Framhald fæðingar var langt í frá að vera eðlilegt, og þetta hefði engan veginn gengið ef um primitivar aðstæður hefði verið að ræða, því miður. En þarna var reiknað með öllu eðlilegu og svo framvegis, en það var langt frá því að vera eðlilegt ferli og svo framvegis.
Það er eins og einhver markaðssetning sé á fæðingarferlinu, sem er ekki alveg öllum konum í hag, mér finnst þessi markaðssetning vera meira í þá átt að konur eigi að vera helmingi duglegri en þær hafa verið, konur eru svakalega duglegar á Íslandi, svo þetta er eiginlega hálfgerð grimmd gagnvart duglegum konum sem eru bæði á vinnumarkaðinum, vinna þar fram á síðasta dag og ég tek hérna part úr grein Karenar.
Það er ekki nóg með að þær missi hálfpartinn umráðarétt yfir líkama sínum og þurfi að sætta sig við að ókunnugu fólki telji sér frjálst að strjúka þeim um kviðinn heldur eiga þær helst að missa vatnið í vinnunni og vera mættar þangað aftur eins fljótt og auðið er. (tilvitnun líkur)
Það er nokkuð til í þessu. Nóg er af A 4 blöðum sem barnshafandi og nýbornum konum eru færð, en það er ekki nóg. Það þarf að horfa á hverja konu sem einstakling, barnshafandi kona er ekki í eðlilegu ástandi að mínu mati,það vita allir, ég treysti mér alveg til að koma með rök fyrir því. Þær þurfa því mikla umhyggju, það vita allir. Og fæðing á ekki að vera trauma, en hversvegna erum við að heyra svona margar sögur af fæðingum núna sem eru trauma í minningunni þeirra?
Að mínu mati hefur orðið afturför í þessum málum, og ég vil að konan hafi val um hvort hún vill hafa t.d. börnin inni hjá sér endalaust meðan hún er á deildinni, og konan á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að segja "Oh ég nenni ekki að hafa barnið núna, ég er svo þreytt".....
(Undirrituð á 7 barnabörn, sem komu í heiminn, hvert á sinn hátt, 5 þeirra á skrautlegan, sem er tölfræðilega umhugsunarvert, sjálf á undirrituð 4.) Undirrituð hefur ennfremur starfað sem hjúkrunarfræðingur í 45 ár.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 18:53
TVÖ KVÆÐI EFTIR ÞÓRARINN ELDJÁRN.
Merki.
Á miðri blindhæð var skilti sem einhver hafði snúið smátt og smátt eins og stýri, líklega rangsælis, uns örin vísaði beint upp. Ekki get ég neitað því að nokkurt fát kom á bílstjórann,en hann missti þó ekki tökin, heldur fór réttum megin við skiltið eins og ekkert hefði í skorist. Þá var hlegið aftast í rútunni. Ég leit um öxl og sá að það var drengur sem eitt sinn var með mér í sveit, Pétur Krapotkin fursti.
Stytt upp.
Gatan er lakkrísborði
sem bílarnir sleikja
Þota spinnur
pípuhreinsara
á nýbláan himinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 21:03
STÍGAR GUÐBERGUR BERGSSON. 2001
Í SÍÐSUMARBLÍÐUNNI.
Þrátt fyrir heiðríkju, sól og blíðu,hefur gróðurinn brugðið yfir sig haustblæ
sem maður skynjar fremur í eigin sál en í náttúrunni.
Það er engu líkara en, að útlendu trén sem komu hingað frækorn
finni haustið á sér áður en hin og felli lauf í tæka tíð til að verja sig gegn vetri.
Útlagi þekkist á laufinu í krónu sinni.
Í ljósaskiptunum finnur hann samræmi birtu og myrkurs
þegar skammdegisguðirnir stíga á land og ganga ljósum logum í skapgerðinni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 01:12
Guðbergur Bergsson taka II
Ég verð að staldra við Guðberg þar sem hann gefur Portugölum svo góða sögu, sem ég er svo sammála með þar sem ég hefi verið þarna sc. 15 sinnum undanfarin 20 ár. Fyrir ca 20 árum var einmitt þáttur, og þættir sem hann var með, og voru þeir einmitt ógleymanlegir, þar kynnti Portugalsk Fado sönginn og söngtæknina, sem ég hefi talsverða ást á, ekki kann ég enn að koma tónlist inn á bloggið en það fer að koma. Fæ bráðum kennara í þeim efnum. En Guðbergur ber mikinn kærleika til Portugal, og ég líka.
Ferðamenn sem einungis koma til Albufeirasvæðisins kvarta oft undan matnum, og held ég að þeir farið bara ekki á réttu staðina, í Albufeira, ég hefi einnig komið þar á leið til dóttur minnar,og er þá bara að fara á réttu staðina og get ég gefið smáupplýsingar um líklegast 3 þeirra.
En fyrir þá sem vilja kannske prófa mjög infalda uppskrift af typiskan saltfiskrétt tildæmis fr´Leiriasvæðinu kem ég með hann.
Þurrkaður saltfiskur 8oo gr. útvantaður mátulega,
hveiti 120 gr.,
l laukur, 1 egg, Nýmjólk 2 dl 2 sítrónur,
fersk steinselja, salt pipar og olívuolía til steikingar
Útvatna saltfiskinn, beinhreinsa, og fjarlægja leiðinlega bita, og skera í löglega bita.
Blanda mjólkinni og safanuð af annari sítrónunni saman við, og láta saltfiskinn liggja í mjólkurleginum í 2 tíma, og snúa þeim í leginum.
Hveiti, eggi og einni matsk. af olíu pipar, salti, dálitlu vatni, og smátthakkaða lauknum og söxuðu steinseljunni saman við dyfið nú stykkjunum í gumsið og steikið í vel heitri olíunni , eða þar til stykkin eru orðin stök, gott er að setja smör saman við olíuna.
Hvað borðað er með er smekksatriði. Þetta er hversdagréttur, og þar þetta er gert úr saltfiski bragast þetta allt öðruvísi en steiktur nýr fiskur í orlydeigi, gerir gæfumuninn, hinn sitronan er til skrauts niðurskorin
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 20:25
Guðbergur Bergsson væntanleg ljóðabók, þýðingar.
Það var skemmtilegt útvarpsviðtal á laugardaginn á gömlu gufunni, við Guðberg Bergsson. Ég hvet alla til að hlusta á viðtalið endurtekið á miðvikudag. Út kemur ljóðabók með þýðingum hans á erlendum ljóðum. Ég verð að segja það að ég bíð spennt eftir þessu. Ég á ekkert eftir Guðberg nema skáldsögur, en bjarga því mjög fljótlega.
Skrifa þess í stað eitt í viðbót eftir samtímamann hans Jóhann Hjálmarsson, úr bókinni "Aungull í tímann"gefin út 1956.
Hve oft hef ég ekki skynjað
einingu okkar allra
Hve oft hefur hún ekki flogið
úr vitund minni og hve oft
hef ég ekki horft á sólina hníga til viðar
Hve oft
hefur haustvindurinn ekki þotið
um ströndina og borið mér sama
svarið
hið eilífa:
aldrei
aldrei
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 11:49
Flunitrazepam umræður
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 23:25
ÚTRÝMINGARBÚÐIR ........
Við hér í Hlégerði höfum haft gífurlega mikið að gera í útrýmingum á óæskilegum stofni skepna, þe geitungum. Við höfum notað ýmsar aðferðir, sem eru misjafnlega vinsælar meðal fjölskyldunnar.
Ég hefi mest hallast að því að beita áfengi, og talið það best allra útrýmingaraðferða, þar sem geitungar eru með eindæmum miklar fyllibyttur, af guðsnáð, eins og sagt er á stundum. Ég átti tildæmis Grand Marníer á stofuskápnum sem hafði staðið þar lengi, þeas afgangur sem ég hafði ekki notað. Beitti ég þessum vökva með miklum tilfæringum fyrir viku, og veiddi ég ógrynni í dolluna. Þetta er ekki mjög vinsæl aðferð hjá rest fjölskyldunnar að eyða svona góðum vökva, en alltaf má deila um það.
Spúsi minn hefur aftur á móti notað málgagnið Morgunblaðið, lesið skal fram tekið, og mikið lesið. Hefur hann slegið um sig með miklum hamagangi og var bitinn í dag í baráttunni við stóran geitung sem komið hafði auga á að tími hans, var að renna út, þe geitungsins. Ég hefi verið að reyna að segja spúsa mínum að hann verði að lesa geitungana, sálfræðilega og af innsæi. Það á nú ekki alveg uppá pallborðið á mínu heimili, þeas svona skilgreiningar á skepnum. Í kvöld liggja 6 í valnum, aðeins einn var drepinn af húsbóndanum, hinir 5 voru beittir mjög illvígum aðferðum, þe látnir deyja hægum dauða með ýmsum aðferðum húsmóðurinnar. Ég notaði bjór og hunang utandyra, og eru miklar umræður búnar að vera um það. Innandyra notaði ég að vefja þá inní þær gardínur sem þeir voru að flangsa utan í. Það tókst. Það sem er merkilegt við þessar skepnur er að þeir muna heil ósköp, þar sem þeir áttu einu sinni bú, leita þeir alltaf aftur.
Spúsi minn og Baldvin kveiktu í holubúi fyrir 5 dögum með mikilli viðhöfn. Ég veit ekki hvor þeirra hafði meira gaman af þó 66 ára aldursmunur sé á þeim, stundum er það bara þannig.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2007 | 22:00
LITLA GULA HÆNAN, FRAMHALD.
Brauðið er ekki nógur gott svo ég prófa aftur á morgunn. Ég geri ráð fyrir að LIGH (skammstöfun á litlu gulu hænunni) hefði einnig prófað aftur, en mikið er nú annars veðrið fallegt. Innflytjendurnir mínir hafa bara kunnað vel við daginn, og Vilhelm Þór nú Valsari frá og með deginum í dag kl. 1300. Hann þáði ekki Pitzuna sem verið var að bjóða hjá Völsurunum í dag. Mér fannst það nokkkuð gott hjá honum hvort sem það var af feimni eða einhverju öðru, en ég auðvitað túlkaði þau viðbrögð að hann léti nú aldeilis ekki að láta kaup sig..... en Valsari er hann engu að síður í bili , ekki það að ég hafi vit á fótbolta langt í fra, þó svo ég hafi selt pylsur á gamla Melavellinum í nokkur ár, en mér fannst bara allt vera fullt af KRingum, en eins og við erum hér sannir austurbæingar er hann semsagt Valsari blessaður Portugalinn minn, og hann Sigfús Halldórsson hefði nú verið ánægður með þetta.
Kem að lokum með eitt kvæði, eftir sænskan, Werner Aspenström:
Blöðrurnar.
Blásnar voru upp sjö blöðrur
Sú áttunda sprakk.
Þetta var um haust.
Blómin voru niðurlút.
Þýð. Jóhann Hjálmarsson, skáld.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 23:18
LITLA GULA HÆNAN
Ég þarf ekkert að endurtaka þetta nafn, en sagan er ein af uppáhaldssögunum mínum Hugsið ykkur þessa hænu sem entist til að tína upp þetta fræ, og ferlið tók mörg ár. Ég skil hana vel að hún hafi ekki viljað gefa af brauðinu, loksins þegar það var tilbúið eftir alla þessa landbúnaðarvinnu sem að baki var. En, ég á lítið sameiginlegt með þessari hænu, til dæmis hefi ég ekkert gaman af fræum, ég vil bara kaupa bæði plöntur og tré tilbúin, og helst vel á veg komin. En við eigum það sameiginlegt að hafa gaman af að baka brauð. Að vísu er ég með brauðvél, ég hefi aldrei haft gaman af því að hnoða, sem ég held að hún hafi haft gaman af en örugglega þurft að nota einhvern nágrannann sinn í.
En þannig er að um leið og það fer að fjölga á landinu bláa, þá fæ ég þessa óskaplegu þörf fyrir að baka brauð, þau eru oft ekkert sérstök, einstaka sinnum hefi ég þurft að fleygja þeim, eitthvað tæknilegt í gangi, ég les ekki nógu vel uppskriftirnar osfrv., en ég held áfram að setja í vélina og ég mala um leið og vélin. Þetta er svo óhemju notalegt. Og svo bíða allir eftir þessu brauði sem stundum er misheppnað, og útskýring mín alltaf sú sama, " æi þetta er ekkert sérstakt", en andstætt gulu hænunni er ég svakalega ánægð ef einhverjir borða af brauðinu mínu sem fjölskyldan gerir auðvitað til að vera með mér í leikritinu.
Ég bakaði rúgbrauð í kvöld og fer með það til nýju innflytjandanna á Barónsstíg, og ég efast ekki um að því verður hrósað.......Þannig er það bara.
Golda Meir pússaði alltaf koparketilinn sinn þegar stjórnarkreppa var í Israel, hún pússaði og pússaði þar til hún fékk niðurstöðu hvað til dæmis hún ætti til bragðs að taka á morgunn...
Kannske er eitthvað í gangi með mig, t.d. hvað dagurinn á morgunn ber í skauti sér. Kannske sá Litla Gula Hænan, að það dugar ekki að vera að væflast í þessari veröld, og eitthvað verði til bragðs að taka akkurat á morgunn nýja deginum sem kemur og fer aftur, ég segi bara "áfram hænur".......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)