Færsluflokkur: Lífstíll
8.9.2007 | 22:57
MIÐBÆRINN
Það veldur mér smáhugarangri að komið er svona fyrir miðbænum í dag. Ég hefði svo gjarnan viljað getað gengið niður í bæ án þess að vera hrædd um að mér verði gefið á kjaftinn fyrir það eitt að vera þar, á þessum dýrðlega tíma sem haustnóttin er, ´Það er ekki annað hægt en að minnast þeirra tíma þegar maður gekk þarna um rúntinn sem kallaður var í den. Ég var ekki mjög góð á rúntinum en ég veit um konur sem voru stelpur þá sem gengu rúnt eftir rúnt sama hringinn, og það voru strákar sem keyrðu rúnt eftir rúnt til að kalla í þessar stelpur, þetta var svo skemmtilegt, og maður hitti gjarnan krakka á rúntinum, og vissum að við myndum hitta hina og þessa á rúntinum, það var auðvitað alveg klárt það þurfti ekki að leita lengra. Þessvegna var þetta alltsaman svo einfalt. Oft og oftast voru þetta drengir á bílum feðra sinna, einhverjum svaka flottum bílum, sem ég man ekki lengur hvað hétu.
Eitt sem var frekar mjög sérstakt var hversu bundnar við vorum tískunni í den, þe 1957 ca, allar vorum við með sömu hárgreiðsuna, með sömu slæðurnar sem voru eins og búrkur músliimakvenna í dag og allar voru þessar slæður í pastellitum, snúið um hálsinn og bundnar fyrir aftan. Tískan í den var svo krefjandi að það er með eindæmum. Hælarnir voru kallaðir "Klosethælar",þar sem hællinn var eins og klósettháls, þetta var með eindæmum. Þarna voru sett ströng lög um klæðaburð og hegðan.
Fólkið á Laugavegi 11 samþykkti enganveginn þessi ströngu ákvæði borgarans, svo einfalt var það. Það var andrei neinn hasar á rúntinum í den, nema á gamlaárskvöld, þá varð allt vitlaust, vegna þess að Hafnfirðingar þustu í höfuðborgina með kínverja og annað þvíumlíkt dót.
Í dag þegar hugsað er aftur þá var þetta nú ósköp einsleitt. Í dag er miklu meira fjör. Í dag er í rauninni allt að fara í vaskinn, hvað miðbæinn snertir.
Einstaklingum í miðbænum í dag líður afar illa, það hlýtur að vera töluverð vanlíðan, ef unglingur þarf að fara niður í bæ til þess eins að gera usla, lemja og gubba og míga. Það er gott ef löggæsla er efld, vantar okkur ekki líka einhverja einstaklinga sem nenna að labba um bæinn og sýna smá umhyggju, svona nokkurskonar manneskjur í líkingu við Systur Theresu??????????
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 21:57
Ingibjörg Sólrún
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 13:58
GLEFSUR III
Ég nefndi Laugaveg 11 í gær, en þarna voru margir sem litu inn, ég kom þarna oft þó borgaraleg væri með vinkonu minni sem var ekki borgaraleg. Finnst mér þetta þá verið að nálgast það viðhorf mitt að það sé bara allsekki sama hvernig við förum með Laugaveginn. Það er svo mikil menningar saga sem liggur í miðbænum, sem væri menningarslys ef við þurrkuðum þetta út, með vanhugsuðum aðgerðum. Felix Bergsson og hans eiginmaður, komu í kynningu fyrir hinsegin dagana, og ræddu meðal annars um Laugaveg 11, þeir sögðu að samkynhneigðir hefðu sótt þennan stað töluvert. Ég man ekkert eftir því, en það er ekki að marka það þe mitt minni. Þeir höfðu mjög gaman að segja frá þessu og mér fannst skemmtilegt að hlusta á þá, og þeirra viðhorf til almennrar menningarsögu.
Saga húsa er nauðsynleg. Það er hálf hallærislegt að trampa á skildi Halldórs Laxness á Laugaveginum en eins og vitað er fæddist hann á þessu svæði, ekkert meira er um það og þarna var húsi fórnað fyrir ennþá ljótara hús, mér líður ekki par vel þegar ég geng á skildinum. En saga hans er í hans sögum, svo það bjargast fyrir horn með hann og hans minningu og sem betur fer eigum við safnið hans í Mosfellsbæ.
Ibsen á sitt hús í Noregi, og Munch líka, meira að segja eru minningar um jarðneskar leifar Munchs í fleiri húsum. Gott í dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 22:07
Glefsur
Annars var nú Benny gamli Goodman, búnn að spila sig inní eyru okkar unga fólksins, á þessum tíma og Glen Miller, eftirstíðsárin, að ég tali nú ekki um Lois Armstrong, Count Basie og þeir stórkostlegu menn, með sveiflurnar sínar og swingið, en allt fór af stað með Presley. Það var líka mjög góður jarðvegur hér í Reykjavík fyrir erlenda menningu, við áttum leikhús, og við áttum Óperu (Þökk sé Guðlaugi Rósinkranz), svo þetta var sjálfsagður hlutur að taka við þessari nýju sveiflu, sem var svona rokkuð í rythmanum. Bróðir minn var fljótur að meðtaka þetta þrátt fyrir ungan aldur.
Ég nefndi málarana sem voru hugrakkir og héldu á ný mið og meðtóku nýjar stefnur. Það verður ekki sagt um þá að þeir hafi verið borgaralegir frekar en skáldin. Ég leyfi mér að nefna nöfnin Tryggvi Ólafsson, og Hreinn Friðfinnsson, fleiri eru þeir en þetta nægir, langfrá því að vera borgaralegir í den. Ég var aftur á móti mjög borgaralegur einstaklingur, og stóð auðvitað í þeirri meiningu þá að ég og mínir líkar rækjum þetta þjóðfélag af stakri ábyrgð, sem workaholic............., ég verða að nefna Alfreð Flóka, sem var eiginlega að mínu mati ofurmenni, og mikið lifandis ósköp og skelfing voru þetta skemmtilegir einstaklingar.
Ljóðið sem ég skráði inn í gær tileinka ég dóttur minni Gullu Rún, sem lagði alltaf ríka áherslu á hvernig litum konur klæddust, þegar hún var sjálf lítil, og kom hún mér stundum í bobba fyrir hvað hún gat verið opinská.....fannst mér þá, meðan ég var ennþá borgarleg......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 21:10
GLEFSUR
Einhvernveginn er mér svo oft hugsað til sjötta áratugarins Rvíkur, og upplifi hann sem mjög byltingarkenndan, verður svo oft hugsað til tónlistarinnar sem var að brjótast fram og breytast, verandi búin að hlusta á eftirstríðstónlistina, sem var frekar lítið krefjandi í hlustun. Bing Crosby, Dean Martin, Alfred Clausen, og fleiri góðir menn og konur, með þessar mjúku raddir, og tónmynd laganna ekki mjög flókin, svona eftir á að hyggja. Í dag er svo aftur ágætt og skemmtilegt að hlusta á. En byltingin kemur með Elvis Presley, fólk fer að hrista sig, og mjög margt leyfist í túlkun allrar í kjölfarið, allur dans breytist og það er eins og að allar tilfinningar fái að ryðjast fram í okkur sem þá vorum ung. Það verður í rauninni allt vitlaust meðal margra ungra, alla vega þeirra sem höfðu vott af taktmæli í skrokknum. Þetta kom víðar fram en í tónlistinni, það kom fram í stórauknu frelsi unglingsins, ungu kynslóðarinnar, hún bað ekki eins mikillar afsökunar á sjálfri sér, og varð djarfari í framgöngu. Fram koma listamenn á öllum sviðum, og ramminn springur, þessi þröngi rammi sem verið hafði settur af kynslóðinni sem var á miðjum aldri um þetta leiti. Við eignumst þarna fjölda listamanna , sem eru hátt á sjötugsaldri í dag, þeir voru ekki beint borgaralegir í den, þetta voru konur og menn sem þorðu að ganga þessa braut, máluðu nýjar stefnur og ortu atómljóð, sem kölluð voru í den.Ég hefi nefnt bæði Guðberg Bergsson og Jóhann Hjálmarsson, og kem hér með eitt ljóð eftir Jóhann úr fyrstu bókinni hans gefin út 1956.
BARNIÐ OG DAGARNIR
Dagarnir koma hlaupandi
útur skóginum
og drukkna í vatninu
Lítið barn starir forvitnum augum
á konu með rautt hár
rauðhærða konu
með grænt epli
í gulum kjól
í gulum kjól.
Aungull í tímann, Jóh. Hj. 1956
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 16:31
V/UMMÆLA BISKUPS
Það er það góða við biskupinn okkar hvað honum tekst að róta uppí okkur Íslendingum, það honum mjög lagið að koma við kauninn á okkur hérna. Ég er mjög ánægð hvað honum tekst upp í þessu.
Það væri lélegur biskup sem ekki segði eitthvað um þessa auglýsingu. Ég vil trúa því að þá hefði eitthvað verið sagt ef hann hefði ekki sagt neitt. Ég hefði orðið snargalinn ef hann hefði verið skoðanalaus, og að ég tali ekki um ef hann hefði verið ánægður.
Við hin getum svo auðveldlega séð þetta frá öðrum hliðum, og ég er einlægur aðdáandi Jóns Gnarr, auglýsingin fannst mér úthugsuð, og eiginlega aflveg draumur, mjög vel unnin, og útpæld, og fyndin. Ég vil nú endilega trúa því að Kristur hefði notað svona síma, ef hann væri að vinna nú hjá okkur, ég vil hugsa innra með mér að hann sé bara á meðal okkar sem erum með síma, frá hvaða fyrirtæki sem er.
Auðvitað er þetta mjög vandmeðfarið efni, ekki nokkur vafi, en þarna slapp þetta yfir í að vera nokkuð gott.
Flott hjá biskupi að bregðast við þessu. Góður Biskup sem við eigum greinilega.
En mér varð meira bylt við þegar Páfinn alltíeinu fór að predika um veraldleg málefni eins og að verja jörðina, ég segi nú bara "Mikið var að katólska kirkjan ætlar að láta til sín taka" í þeim málum,og varð það heimsfrétt, um að Vatikanið ætlar að fara boða manneskjunni að fara gera eitthvað í málunum, bretta upp ermar............. En allt er þetta af hinu góða, og gott er að allir eru vakandi.......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 02:27
'EG HEFI ALDREI ELSKAÐ JÖKLA
EG hef aldrei elskað jökla
en mér er hlýtt til kulda og frosts.
Veturinn hefur verið minn tími.
Mér líður best í litlum dimmum skotum
og þaðan gægist ég út.
Samt hefi ég fráleitt andúð á dagsbirtunni.
Mér finnst vænst um að eiga einlæga vináttu engra,
en það er síst á andúð á félagslyndi.
Ég sætti mig við að dauðinn sé alger
en hvorki tákn né von um endurholdgun.
Þetta er fráleitt óbeit á gangi lífsins.
Ég sætti mig bara við lögmál þess.
Ég hreyfi mig í fjötrum, þess vegna er ég frjáls.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2007 | 02:11
Parísarmynd
Stundum drakk ég Pernod ásamt Lautréamont
hjatrúarfullir vindar fóru um stéttarkaffið
Bókabúðirnar skörtuðu Eluard
Gare du nord var þakinn margkyns fólki
Sigurboginn hrundi ekki hvað sem á gekk
Borgarlestin hveinaði undir fótum
Við sáum hljóðbylgjur kvöldins hremma nýjar götur
og ljós kvikna eins og tóna lírukassans
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2007 | 12:35
Jóhann Hjálmarsson Úr ljóðabók Undarlegir fiskar 1956
GRÁ HÚS:
grárri en morguninn
grárri en himinninn
grárri en vegurinn sem við gaungum
Í þessm húsum eigum við heima
í þessum húsum sem eru rauð eins og blóð Krists
rauð eins og blóð hans sem litaði hvítan krossinn
himininn yfir húsunum er líka hvítur í dag
og um hann þjóta fuglar
eins og naglarnir sem þeir notuðu
er þeir festu hann á krossinn
og í garðinum vaxa blóm eins og tár móðurinnar
og hafið er eins og iðrun Júdasar
þegar hann reikaði útí endalausa nóttina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 04:16
DÆGRALENGING ÞÓRARINN ELDJÁRN
rEGNIÐ TÆTIST Á RÚÐUNA
Á GLERIÐ Á RÚÐUNNI
Á RÚÐUNA Á GLERINU
INÁ MILLI OG VERÐUR AÐ SAGÓGRJÓNUM
SEM BYLJA Á GLERINU
Á RÚÐUNNI
EN MÝKJAST Í SÚPUNNI
VIÐ HITUÐUM NAGLANN
OG ÁTTUM SÚPUNA
ÁTUM SÚPUNA
OG HITTUM NAGLANN Á HÖFUÐIÐ
SITJUM Í SÚPUNNI
OG FENGUM NAGLANN Í HÖFUÐIÐ
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)