Færsluflokkur: Lífstíll

Félag eldri borgara með múður??????????????

             Það er auðvitað ekki hægt.  En osköp fannst mér þetta lítið bitastæð niðurstaða frá fundi þeirra.   Smá hólf var ´Mogganum, um ályktun fundarins, þess eðlis, að hækka greiðslur til okkar í samræmi við launasamninga og hækkanir annarra.   Prósentan er svo hlægilega lág, að ekki er einu sinni hægt að vera að nefna það, enda yrði hún tekin strax til baka.   Ég hef ekki áhyggjur af þessum málum, dettur ekki til hugar að láta þetta eyðleggja fyrir mér hverdaginn, en ég verð samt að viðurkenna að ég hef verið talsvert upptekin af stöðu alþýðunnar í landinu, örugglega ekki minna en aðrir.

             Ég hef haft þá trú að eldri borgarar, í dag, sé kraftmikill hópur, sem ekki lætur nóg til sín taka, ég hef meira að segja gælt við þá hugsun, að við værum ágætis pólitískur flokkur,  og að við gætum barist fyrir svo mörgu öðru en okkur sjálfum hér í landinu. E. Borgarar í dag, er mjög ungt fólk, við erum svo heppin að vera samferða næstu kynslóð, getum fylgst með vilja þeirra og dugnaði, og við erum mörg það heppin að fá einnig, að vera samtímamenn yngstu kynslóðarinnar. Það eru ekki lítil forréttindi.

             Mig dreymir um sterkt félag eldri borgara, sem virkilega lætur ganga undan sér. Mig dreymir um sterkt félag eldri borgara í landinu, sem hefur áhrif, og það strax, við megum engan tíma missa.    Við verðum að fara að grípa inní öldrunarstefnuna í landinu, sjálf.   Af hverju erum við alltaf að láta afgreiða okkur á einhverju fati, sem er ekki einu sinni úr silfri.  Við verðum að fara að hafa virkileg áhrif á hvernig væntanleg hjúkrunarheimili eru byggð, og hvernig rekstur á að vera.   Það virðist vera samkeppni milli aðila í byggingu heimila, í stað samstöðu.  Nóg um þetta í dag.


Beðið eftir baði...............

   Þetta var auðvitað tímbær grein, þó fyrirsögn sé ekki beint aðlaðandi. Forsíðufyrirsögnin er þó öllu verri, þar sem yfirlýsingin er öllu sterkari, það er að við eldri borgarar förum semsagt ekki í bað nema einu sinni í viku.  Ég auðvitað vaknaði upp með andfælum, þegar ég sá þetta, og dreif mig í sturtu, þar sem ég hafði ekki druslast til þess í nokkra daga. Það er einhver athöfn sem ró og næði er í kringum mig.   Talað er við Pétur Magnússon, sem segir að þetta sé örugglega ekki mannsæmandi, og sagt er að KREPPAN bitni svona á borgurunum, og starfsmenn komist ekki yfir að baða oftar.  Pétur talar um óhemju álag.

   Ég er viss um að það er óhemju álag á starfsfólkinu, ég held að það þurfi ekki að segja mér það tvisvar, en ég kaupi það ekki af Pétri að þetta sé kreppunni að kenna. Aldraðir á stofnunum hafa yfirleitt ekki farið í bað nema einu sinni í viku, það þurfti ekki kreppu til.   Nú á aldeilis að nota kreppuna.   Það hefur verið birt í blöðum, að auðveldara sé með mönnun á öldrunarstofnanir, stöku deildir séu fullmannaðar, og því hlýtur það að vera auðveldara að skipuleggja vilja heimilismanna í þeim efnum.  Það VAR undirmannað á þessum stofnunum, og skammarlega fátt fólk í vinnu á deildunum.    Fjárframlög hafa verið skert enn meir, það er vitað allsstaðar er skerðing.   En allt virðist vera í sama farinu. Einstaklingur á heimili, eins og Kristín, er með þessa smánarlegu svokölluðu vasapeninga, sem kallaðir voru í den.  

   VALGERÐUR KATRÍN ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐINGUR framkvæmdastjóri Landsambands eldri borgara bendir á flöt, sem ekki hefur verið rætt um opinberlega. Hún segir  "Gamalt fólk getur hvorki hótað því að flytja til útlanda, eða fara í verkfall", Valgerður nefnir mannréttindi gamals fólks, og að þau séu ekki virt.

   Við eigum ekki að vera ofurseld einhverju valdabákni, sem selur okkur þjónustuna. Þessi þjóðfélagshópur hefur hreint út sagt verið niðurlægður í gegnum tíðina, með því að afsala sér fjárræði, og sjálfræði.   Val á mat, er lítið að mínu mati, og forræðishyggjan í þeim efnum alger.

   Ég persónulega vil bera ábyrgð á því sjálf hvað ég borða, og vil geta fengið mér í svanginn þegar ég vil.  Ég mundi vilja koma í matartíma, og hafa úr einhverju að  velja, þar sem einungis ég sjálf veit hvaða matur er mér fyrir bestu.   Ég er sannfærð um að margt gamalt fólk fer svangt að sofa, sérstaklega þeir sem lítið geta tjáð sig um það, það er meira að segja reynsla mín.

   Ég tek undir með Valgerði:   Útrýmum valdaleysi aldraðra.


SEXTIU OG FIMMÞÚSUND..........................

   Heldur hún eftir hún Kristín Tryggvadóttir, sem sýndi það hugrekki sem ég hefði viljað hafa í mörg ár. Ég dáist að henni að stíga fram og þora að koma með þetta.  Það liggur nefnilega þannig í þessum málefnum, að þeir sem búa við þetta virðist alltaf koma þeim á óvart.  Sjálf upplifi ég þetta sem hreinan stuld.  Kristínu, eins og fleirum, varð það á að hafa tekjur fyrir sín laun, það er auðvitað "svakalegur glæpur", hún asnaðist til að taka það sem traust að þiggja stöður sem buðu upp á meiri ábyrgð.  Hún hefur greinilega aldrei unnið "SVART", verið trú störfum sínum.   Henni láðist að reikna út allan þann skatt sem hún fær öldruð, þar sem henni varð það einnig á að eignast húsnæði yfir sig, sjálfsagt fundist það öruggara eins og þessi kynslóð vill.

   Það er auðvitað algert rugl að vera svona skynsamur.  Einnig býst ég við að Kristín hafi haft einhverjar skoðanir á launum kennara meðan hún starfaði sem slík, jafnvel tekið þátt í launabaráttu kennara, hver veit.    Allavega skrifar hún ráðuneytum, og spyr um réttlætið í þessum málum.

   Það er auðvitað algert rugl að vera að hafa síma, til hvers, að ég tali nú ekki um ef henni skyldi detta í hug að hafa nettengingu.

   Það er auðvitað algert rugl að nota gleraugu, hún hefur hvort eð er ekki efni á því að kaupa Morgunblaðið, og allra síst sitt gamla danska blað.  Enda er hún alltaf að skrifa ráðuneytum, það er betra að hafa hana til hlés.

   Það er auðvitað algert rugl, að þurfa að hafa fyrir hársnyrtingu, þó hún ´sé með kalkaða hálsliði, og lélegan hrygg, hún þarf ekkert að vera að pjattast þetta hvorki með fatnað né annað þess háttar.

   Auðvitað er þetta ekkisens pjatt að fara í fótsnyrtingu, það á að vera svo holt að geta beygt sig svona mikið, svo það hlýtur nú bara að vera góð þjálfum, er það ekki??????????

   Þetta er auðvitað til háborinnar skammar, og hefur verið lengi, enn ein þöggunin í gangi í landi okkar.  Það er nefnilega þannig að enginn vill kvarta sem kominn er inn fyrir veggi heimila fyrir eftirlaunaþega, sem þurfa á því að halda. Enginn þorir að hafa skoðun á þessu órétti, sem viðhefst frá ríkinu sjálfu, og stofnanir verða að hlýta.

   Ég dáist að þessari konu, og bíð eftir fleiri skoðunum.

   Auðvitað  hefur manneskjan ekkert að gera við leigubíla, þvílíkt bruðl, að é

 

 


Prestar............

   'I dag máttu sitja og hlusta sorglegar afhjúpanir kvenna, 30 ára gamlar. Myndavélin eins og flestirhafa séð beindi linsu sinni að þeim auðveldast áttu með að tárast, og er það ekkert til að gagnrýna, en mikið er ég á bremsunni minni hvernig við ætlum að taka á þessu.  Sigríður var nokkuð góða að mínu mati, og auðvitað er það rétt hjá henni að Guðfræðin hefur talsvert breyzt frá tímum Lúthers, það var nokkuð góð byrjun hjá henni í viðtalinu, en þetta vitum við öll, og mér finnst EKKERT tilefni í þessum umræðum, megi ræða af einhverjum glannaskap. Lúther var byltinarmaður, og er það ekki það sem við þurfum á að halda í dag, nokkurskonar bylting innan kirkjunnar, þá meina ég innan, en alls ekki utan.  Sammála henni með að við þurfum nýa Guðfræði, en hvaðan ætlum við að taka hana, þetta er ekkert auðvelt, ég var því óáttuð eftir þennan litla stubb, sem ég horfði á, en hlustaði síðan á Sigríði í fréttaaukanum, þar sem hún var mjög málefnaleg, og með góð vísindaleg og mjúk rök.

   Ég hjó eftir einu, sem ég næ ekki alveg, skil kannske ekki, þá tilgátu hennar, að Sr. Karl ætti eftirvill að víkja, meðan nefndin sæti á rökstólum.   Því er ég algerlega ósammála, hann á einmitt að vera inni, stuðning þarf maðurinn, og mér finnst að hann eigi fullan rétt á að vera þar sem hann er, fá tækifæri til að vera með meðbræðrum sínum, sem einnig eru ábyrgir.   Hvað varðar samsk. hans og fyrrverandi biskups,er  Karl bara prestur í Hallgrímskirkju,þegar þetta hörmulega mál er úpplýst, aldrei sýnt valdsmannslega hegðun, og enginn þarf að segja mér annað en að hann hafi þurft að leita sér ráða hjá öðrum starfandi prestum, varðandi úrskurði vandasamra mála.

   Þarna er auðvitað þöggunin, sem undirrituð var að pæla í í gær, og sem Sigríður kom ínn á í viðtalinu í kvöld. ´Vitað er að allsstaðar í öllum stéttum, eru alvarlega sjúkir menn, því miður, verst er að, innan guðfræðingastéttarinnar, sem svo margir treysta, skuli vera einstaklingar í "háum embættum" fársjúkir.

   Óskiljanlegt er það mér, enda skilur maður ekki allt, ekki einu sinni helmig vandamála, en viðurstyggilegt er það.

 


Þöggun.

   Það er nú meira hvað hún getur farið í taugarnar á mér, þöggun er í rauninni mikil valdbeiting, nokkurskonar fjöldavaldbeiting. Ussusussu, þetta er svo misskilið hegðunarmynstur að maður verður bara ekkert var við þetta, fyrr en einhver, eða einhverjir benda manni hreinlega á það, svo samdauna getum við orðið, bæði innan landsins og innan flokka, og hópa.  Þegar svo langt er gengið, er þá ekki hið sjúklegasta form meðvirkninnar í gangi.  Þegar svo er, verður sá hópur sjúkur, algerlega undir þessari miklu valdbeitingu, sem þögnin veldur, að ég tali nú ekki um hópþöggunina.  Þessi hópþöggun var notuð í Íslenskum stjórnmálum, strax eftir hrun, og kannske svosem ágætt um tíma meðan þjóðin var að átta sig á þessu öllu. Harðsnúið fólk í pólitik, varð áttavillt, og jafnvel missti tök á sínum pólitísku hugsjónum, og varð það áberandi, sérstaklega hjá hægri mönnum.

   Það var mikil heilun sem fólst í búsáhaldabyltingunni, það myndaðist gífurleg samstaða, mér fannst allt í einu við vera loksins ein þjóð. Það var svo margt sem hafði farið fram hjá mér, hvað varðaði þjóðarvitundina, taldi mig vera konungssinna. Sjálf þorði ég ekki á torgið, þar sem ég er með mannmergðarfobíu. En meðan við vorum sorgbitin fyrst eftir hrunið, var eiginlega gott að þessi þöggun var. Í sorginni eigum við til að bulla útí allar áttir, við okkur sjálf og við aðra, hinum sorgbitna sjaldnast til hæfis.  En þöggunin var of lengi, og var brúkuð vísvitandi, af ráðamönnum.   Svei mér þá ef mér fannst ég ekki vera vör við að fólk ætti í hinum meztu vandræðum, með að segja upphátt, hvort það vildi krónu eða evru, hvernig við vildum breyta hlutunum og hvenær..

   Svona var það, og framhaldið hlaut að verða, afhjúpun eða afhjúpanir, um leið og við fórum að fletta ofan af þessum gaurum okkar, fóru afhjúpanirnar í gang.   Það fóru allir jafnvel að segja frá djúpstæðum leyndarmálum lífs síns, og það án þess að hafa fengið sér í glas, og er það gott, allir bara komnir á trúnó, edrú. Það er alveg stórkostlegt, hinn þögli sanni Íslendingur, sem vanur var að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, á hverju sem dundi, var bara allt í einu farin að rífa kjaft. Og gera allt vitlaust á Austurvelli!!

   Fáum til okkar Evu Joly, sem bjargaði okku andlega, okkur veitti ekki af, hún fór að leysa fléttuna með afhjúpunaraðferðinni, á alveg stórkostlegan hátt.  Síðan höfum við verið í afhjúpunum, hér og þar, og mikið er það gott, í ýmsum skúmaskotum, og ekki nóg með það, fólk hefur opnað hjörtu sín á gátt, fyrir okkur öllum. Það fær mig enginn til að trúa því að það sé auðvelt að opna sig með þau alvarlegu mál, sem upp hafa komið.  Ég á svo erfitt með að hugsa hvernig menn komast í gegnum hinn hversdagslega dag, með svona byrði á bakinu, mikla yfirvegun hljóta margir að hafa.

   Ég fæ óhjákvæmilega sektarkennd, ég hef samúð með konum, hef samúð með börnum sem rænd eru sakleysi sínu. Og skil ekki af hverju við, þessi þjóð, sem teljum okkur vera svo "klár" og með góð gen, og erum svo fá, gátum ekki vitað þetta.  Hvernig geta þessi leyndarmál bara verið til?

   Ég fer ósjálfrátt að hugsa um skólasystkini mín í barna- og Kvennaskólanum, ég veit akkurat ekki neitt, þannig lagað. Ég er að reyna að draga ályktanir.  Ég tala við barnaskólavinkonu mína.  Tala við vinkonu mína úr Hjúkrunarskólanum.  Spyr Kvennaskólasystur mína eina, "fannst þér erfitt að vera barn fráskilinna foreldra?".

   Einhvernveginn finnst mér svo margir eiga auðveldara með að svara.

   Ég dreg þá ályktun að afhjúpanir séu af því góða.


Forysta.

   Ég hef alltaf vanskilið þetta orð, eiginlega hefur það farið fyrir brjóstið á mér í gegnum tíðina, ég held endilega að fólk í forystu sé ekki endilega hæfasta fólkið, langt í frá.  Því miður. Þegar ég var barn í sveit, voru það allsekki bestu mjólkurkýrnar sem voru forystukýr í hópnum. Það var mér mikill lærdómur að komast að því.  Forystukýrin var jú ævinlega fyrst, hún einhvernveginn anaði áfram, án tillits til annara kúa. Þessi kú var nefnd eftir mér, þegar hún var lítil falleg kvíga, og var gífurlega lukkuleg með það.   Sem kýr tók hún stefnuna fyrir hópinn, var vel á sig kominn, bröndótt.  Mér sárnaði þessi asi á henni, og auðvitað gekk hún allar aðrar kýr af sér.  Ég var á hraða Búkollu, uppáhaldskýrinnar, róleg og silaleg var hún, enda mjólkaði hún gífurlega, og var þung á sér, eftir allan daginn á beit, og jórtri.  Ég dekraði við Búkollu kembdi og klappaði, þegar hún var kominn á básinn, og hún baulaði fyrir mig og hummaði í þakklætisskyni, enda vorum við síðastar inn í fjós. Þetta var stór hópur, um 25 stykki, með kvígunum.

  En kýrin nafna mín, var aldrei farsæl sem kú, þó hún væri forystukýr, hún reyndist mjólka illa, og ég ætlaði að sýna henni umburðarlyndi og umhyggju, en helv. á henni reyndist manníg með árunum.  Það varð því að lóga henni um síðir, ég man ekkert hver tók við forystunni, en allavega var það ekki bezta mjólkurkýrin, og engin af beztu mjólkurkúm fjóssins míns. Búkolla var gífurlegur heimsspekingur, hún var oft lúin, en ekki var hún forystukýr.

   Orðið forysta er hundleiðinlegt orð, alltaf er verið að nefna þetta orð í pólitískri umræðu, það þurfi sterka forystu, hér og þar.   Hvað með hina, sem vinna endalaust verkin á gólfinu, eins og við getum kallað það.  Eru flokkar þá ekki að leggja alltof mikinn kraft í þessa eilífu forystu.   Forystan brestur svo oft í flokkunum, og maður sér einn og einn hverfa úr forystunni bara si svona, að vísu með yfirlýsingur til að breiða yfir hlutina, ég tek það þannig.   Aftur á móti er ég mjög hrifin af orðinu, LIÐSHEILD..................


FLOKKADRÆTTIR

   Ekki datt mér í hug að þetta ætti eftir að gerast. Og ekki þýðir fyrir neinn að ætla að segja mér það núna eftir þennan landsfund Sjálfstæðismanna að það sé ekki eitthvað mikið að á þeim bæ. Auðvitað var það auðfundið að þetta var að riðlast.   Bjarni ekki nokkur maður til að standa í þessari formennsku, núna á þessum tímum, Pétur Blöndal fær þó þetta fylgi, en hann tilkynnti sig heldur ekki til kosningaslags fyrr en um morgunn kosninga.   Flokkurinn er hruninn, það er augljóst.  Það má svosem alltaf deila um úrsagnir, og finnst mér það svosem enginn hetjudáð að einhver einn segi sig úr undir svona kringumstæðum, eins og nú hefur gerst, en mjög margt gott ung fólk, er í þessum flokki sem ég hefði viljað sjá meira áberandi, og flokkurinn sjálfur hefði stutt sitt eigið besta fólk.   En það verða mörg ár, áður en þessi stefna nær sér á strik, því miður.  Þetta var góður flokkur í den, verð ég að segja.  Það er liðin tíð, og gildir ekki í dag, að setja forystuna á einhvern einn einstakling, eða tvo.   Mér er ekki nokkur leið að skilja hvaða hugur liggur á bak við atkvæðin sem féllu til Péturs, það er bara ljótur leikur hjá Sjálfstæðismönnum.   Frú Norðdal, er flott kona, hún hlýtur að hafa einhverja sterka á bak við sig, einhverja vinnu hefur hún unnið fyrir flokkinn, en ímynd flokksins er alveg á floti, um þessar mundir. 

   Í dag er ég mjög fegin að Hanna Birna, fór ekki í þennan slag, það þarf að standa vörð um þá konu.  Sjálfstæðismenn eru ekki neinir snillingar í því, þeir eru alltaf að leita að einhverjum sem á að fara á stallinn, samanber þessar hryllilega hallærislegu myndir sem birtar eru þegar sigur er unninn.


Kjarnafjölskylda í dag.

   Eða hin stundum nefnda spaghettifjölskylda, á það nefnilega til að loka fjölskylduna sína inni í kjarnanum, segir Signe, og ég er mjög sammála þessu (SH).  Það getur verið heillmikið púl að kynnast spaghettifjöldkyldunum, og oft eru þær með sinn lokalhúmor eða jafnvel það sem er verra engann húmor, þá er nú fjandinn laus í samskiptunum, þannig lagað.  En það er líka mjög gaman, og ég verð að segja gott að finna það frelsi sem felst í því að vera óháður.

   En manni rennur auðvitað blóðið til skyldunnar, og ég persónulega stend mig ekkert sérstaklega vel í því, en það er önnur saga.   EN ég ætla ekki að fara út í mín sjónarmið að sinni, heldur halda áfram með greinina hennar Signe, danska sálfræðingsins, sem segir okkur það að 40% danskra barna eru, eða verða skilnaðarbörn, og það er mikið, og enn þurfa þau að vera sett í einhvern sérstakan hóp,   skilnaðarbarnahópinn, vegna þeirrar ákvörðunar foreldra að búa ekki saman, svona rétt eins og innflytjendahópinn.   Því í ósköpunum???   Það er sannað, segir hún að þessi börn hafa það talsvert betra en áður. Þau eiga góða foreldra, fjölskyldulífið var nokkuð þokkalegt, segir hún, og í stað fyrra kjarnafjölskyldulífs myndast aðrar, fleiri.

   Það erum við sem gerum barnið að fórnarlambi með því að kalla barnið skilnaðarbarn, segir hún. Það er neikvæð sálfræði, sem hefurmjög þungt vægi í tungumálinu. Neikvæð orð, valda neikvæðum kringumstæðum.   Neikvæðar kringumstæður sem margir foreldrar þurfa að kljást við.   Oft með því að ofdekra börnin, gefa þeim of mikið af efnislegum hlutum, og minna af uppeldi, of ´víð mörk, ofmikið lýðræði, allt vegna þess að þau eru skilnaðarbörn.

   En þessi elskulegu börn eiga margar fjölskyldur, sem alltaf eru að hugsa um þau, á hverjum degi, kærleikur í mörgum húsum, og þal fá þau margar víddir samfélagsins, inn í sinn heim. Og þau halda áfram að eiga ágætt fjölskylduíf, bara dreifðara, og fjölbreyttara, segir Sisse.

   En, þetta eru mjög frjálslegar kenningar hjá henni finnst undirritaðri, en engu að síður umhugsunarverðar, hægt er að pæla útfrá þessu endalaust.  En auðvitað er þetta allt saman í okkar höndum.....


Einn systkinahópur???????????

     Signe Wnneber, pistahöfundur í þessu danska vikublaði sem ég held mikið upp á heldur áfram rabbi sínu um þetta alltsaman, og næstum æpir á mann með "EINN SYSTKINAHÓPUR"!!!

   hvernig má það vera? Ég em á einn stórabróður, eina litla hálfsystur, átta til níu pabbasystkini, fyrir utan þessa frjálslegu (Þeir sem fylgja í pakkanum). Ég get sko auðveldlega farið í naflaskoðun eingöngu útaf þessum málum!  Því ef til vill er það í rauninni vandamál að hafa svona mörg fjölskyldutengsl, hér og þar, mismunandi stöður í lífinu, mörg heimili að tengast, og eiginlega alltof mikið af baksi, sem maður gæti hlaðið upp og röflað við sálfræðinginn, eða Ímyndarterapistan 30 síðar............(Góður þessi! SH).

   En bíðum nú við, segir Signe áfram, kannske er ég hið rosalega fórnarlamb, þar sem ég hef skilð tvisvar, og gert börnin mín að skilnaðarbörnum, í stað þess að vera lesa blöðin, í rúminu mínu, í algeru afslappelsi,ætti jafnvel að leggjast í fósturstellingar,vegna allra þeirra dramtísku gjörða minna.

   Ég VALDI, aftur á móti hinn flötinn, sem er að Horfa á björtu hliðarnar. Hlutir gerast. Það er ekkert að gera við því. Það er ekki eitthvað sem fólk vill.   Ég get valið það að væla yfir því að geta ekki farið til minnar eigin fjölskyldu, sem skv. bókini eru Mamma, pabbi og fjögur alsystkini borða Sunnudagsmatinn í stóru hvítu villunni, á Paradisareplavegi.!!! Um leið getég einnig glaðst yfir því, að ég sem betur fer ekki sá, sem á sína Sunnudaga út af fyir sig, ÞAR SEM KJARNAFJÖLSKYLDAN HEFUR LOKAÐ ÞESSA SUNNUDAGA INN Í KJARNANUM!!!!!

   Meira á morgunn..................

    


Neikvæðni...............

     Neikvæðar kringumstæður, eru afleiðingar neikvæðra hugsana, og neikvæðra umræðna.  Við getum tildæmis steinhætt að tala um skilnaðarbörn. Með því að gera það, gerum við barnið að fórnarlambi. Að lifa við þá hugsun annarra til þess barns sem er foreldralaust á annan veginn, er barn sem misst hefur foreldri, til dæmis þegar foreldri deyr.   Þá er iðulega litið á það barn, alltof lengi sem "blessað barnið", og auminginn litli.   Öl framkoma annarra við þetta barn, er á annan veg, en hinna barnanna, sem ekki eru með skilgreint vandamál innan fjölskyldu, þó það sé jafnvel eitthvað dulið, falið, eldfimt samskiptavandamál, sem fyrirlyggjandi er í fjölskyldunni. Engan veginn er ég að gera lítið úr þeim tilfinningum einstaklinga sem hugsa einir um barn sitt, eða tilfinningum barna sem búa við foreldramissi.

     En.......................greinin sem ég las, ekki bara einu sinni, heldur þrisvar, snerti mig.  Ég hef ævinlega búið við blandaðar fjölskyldur.   Afi minn var marggiftur, og eignaðist ég hóp af vinum vegna hans barna.     En...................

   Ég ligg í rúmiinu mínu, það er laugardagsmorgunn.  Sólin skín inn um gluggann. Ég á hund, og ég á kött, rúmið mitt er fullt af dagblöðum, og það er alger þögn, ég elska að vera alein heima.  Ég nýt þess að rúmið mitt er ekki fullt af börnum, akkurat núna, sem kveikja á hávaðasömu sjónvarpi, og sem vilja endilega fá beikon og spælt egg akkurat núna!!!!!!!!!!!!!!!!!

   Ég elska þennan frið, les dagblöðin, og í fylgiriti blaðsins, er Ida Jessen að fjalla um skáldsöguna sína nýju "Börnin".  Hún fjallar þar um sína kynslóð, um þessa slæmu samvisku gagnvart börnunum okkar. Hún vill halda því fram að það sé mjög mikil synd, barnanna vegna, og við séum ekki að gera rétt með því að ganga um með nagandi samviskubit.    Segir okkur hafa þá tilfinningu að hafa svikið börnin okkar þegar við skiljum.   Þessi tilfinning liggi djúpt í vitund okkar.  Og svei mér þá ef hún Ida Jessen hefur ekki rétt fyrir sér. Gamalt fólk, er að burðast með bæði sektarkennd og píslarvættishugsun fram í rauðan dauðann, finnst þau hafa svikið börnin, og sem og þá, gert þau að fórnarlömbum skilnaðar, sem þær klípur sem foreldrarnir hafa komið sér í sjálfir, séu alfarið óleystar. Og maður er kannske skilnaðarbarn, sem framleiðir skilnaðarbarn, á föður sem er fórnarlamb skilnaðar, og móður sem fórnað sér fyrir barnið og býr í hjónabandi sem er henni alls ekki til hæfis.

   Þetta er flókið.  Vandamál öldungs á lokaspretti lífs sín, er oft þetta, að hafa ekki leyst þessi mál, í tíma. Því miður, og það er mjög erfitt.   Ég held að nauðsynlegt sé fyrir alla, að vera búin að koma, ýmsu svona löguðu í lag, áður en inn á síðasta heimilið er haldið...............

   Það er ekki nóg með elsku elsku litlu skilnaðarbörnin, heldur eru það einnig foreldrarnir sem þurfa að þjást yfir því að hafa gert börn sín að skilnaðarbarni.

   Aumingja ég, segi Signa Wenneberg, sem bæði hefur framleitt skilnaðarbarn og er sjálf skilnaðarbarn.  Þrisvar sinnum skildi móðir mín við menn sína.  Faðir minn var óttalegur rugludallur, ég veit ekkert hvort ég er einbirni, miðjubarn, litla systir, eða stóra systir. Það er mjög óþægilegt þegar ég les um að það hafi stóra þýðingu, hvar maður sé í röðinni í systkinahópnum.   Hvaða systkinahóp eruð þið eiginlega að meina?????????????

   Svona er þetta flókið, og öll eru þessi viðhorf sem ég hef nefnt, ótrúlega neikvæð, gagnvart til dæmis barninu, sem hefur þann eiginleika sjálft, að vilja líta jákvætt á hlutina.

   Allt er þetta dæmalaust vesen..............því verður ekki neitað...................

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband