28.2.2011 | 16:28
Aðhald í heilbrigðismálum.......................Lyfjakostnaður.
Eiginlega er ég alltaf að verða gáttaðri og gáttaðri, þess meira sem ég eldist. Það er nú einhvernveginn þannig að með aldri, safnar maður á sig ýmsum vanköntum, og skavönkum, það þarf enginn að segja mér annað sem 72ja ára er. Allavega ekki hér á Íslandi. Og í dag þá rekst maður á veggi allsstaðar. Ef ég væri ekki alin upp á skömmtunarseðlatímabilinu, væri éga alveg orðin snar, og komin niður á Austurvöll með mínar trommur, allavega væri ég búin að æsa einhverja aðra upp, í það. Ég er núna fyrst aðþe skilja virkilega, hvað fólkið sem býr í Alicante og því svæði, er að tala um. Það hefur nefnilega, verið að tala um hversu mikið ódýrara sé að kaupa lyf á Spáni, en hér. (Upplýsingar eru ársgamlar hjá mér.) Það er nefnilega það. Þegar ég las viðtöl við hjartasjúklinga sem flutt hafði sig til Spánar, vegna mikils kostnaðar við kaup á hjartalyfjum, fannst mér þetta vera óttalegt væl í þeim, þeir yrðu bara eins og aðrir að kaupa sín lyf. Og auðvitað finnst mér það enn. LYFJAKOSTNAÐUR hér, er alltof hár, fyrir okkur öll. Heyrt hef ég að barnafjölskyldur veigri sé við að fara með börn sín til læknis, reyni frekar að ráða fram úr hlutunum sjálfir(þe. foreldrarnir), vegna væntanlegs lyfjakostnaðar. Eitt stykki influenza eða bara eitt stykki bronkitis, er ca. 10.000 krónur, með öllu. Þrír í 6 manna fjölskyldu, semsagt 30.000. Umgangspestir hjá öldruðum, einhleypum hjónum, geta hæglega farið upp í 30.000 krónur. Öldungar þurfa oft svokölluð púst, og það sem er einnig, að samviskusamur læknir, með hóstandi öldung, setur gamalmennnið í myndatöku, ekki að lækninum þyki þörf á því, heldur vill hann samvisku sinnar vegna, og fagmennsku, vera skylda sín að lungnamynda manneskjuna. Ég tala nú ekki um ef maður tæki upp á þeim ósköpum að fara til sérfræðings sjálfur, þá er nú kostnaðurinn farinn að rjúka upp.
En það var þetta með lyfjakostnaðinn hjá okkur. Nú er heilbrigðisráðuneytið með aðhald, sem er nýtt, tiltölulega, sem er að greiða ekki niður ýmis lyf, sem þykja of dýr, ef VERIÐ ER AÐ ÁVISA LYFJUM, ÞAR SEM HLIÐARVERKANIRNAR ERU NOTAÐAR SEM LÆKNING, og það eru mörg lyf, sem hafa verið notuð þannig, að mínu mati er þetta gífurleg harðneskja, ef viðkomandi hefur notað ákveðið lyf í 10-15 ár. Alveg makalaus harðneskja. En þetta er svona í dag. Það virðist verða einstrengingsleg stefna í þessum málum í dag, því miður.
Ég er ekki hissa að hægt sé að sýna manni niðurstöður rannsókna, sem sýna manni kostnaðarlækkun í þessum efnum, en þetta dæmi, er bara smádæmi úr þessu blessaða kerfi, sem sorglegt er að horfa uppá, og ekki hugsað um lífsgæði einstaklingsins, hversu gamall sem hann ætlar að verða, en mér datt bara í hug að nefna þetta litla dæmi.......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2011 | 19:06
Félag eldri borgara með múður??????????????
Það er auðvitað ekki hægt. En osköp fannst mér þetta lítið bitastæð niðurstaða frá fundi þeirra. Smá hólf var ´Mogganum, um ályktun fundarins, þess eðlis, að hækka greiðslur til okkar í samræmi við launasamninga og hækkanir annarra. Prósentan er svo hlægilega lág, að ekki er einu sinni hægt að vera að nefna það, enda yrði hún tekin strax til baka. Ég hef ekki áhyggjur af þessum málum, dettur ekki til hugar að láta þetta eyðleggja fyrir mér hverdaginn, en ég verð samt að viðurkenna að ég hef verið talsvert upptekin af stöðu alþýðunnar í landinu, örugglega ekki minna en aðrir.
Ég hef haft þá trú að eldri borgarar, í dag, sé kraftmikill hópur, sem ekki lætur nóg til sín taka, ég hef meira að segja gælt við þá hugsun, að við værum ágætis pólitískur flokkur, og að við gætum barist fyrir svo mörgu öðru en okkur sjálfum hér í landinu. E. Borgarar í dag, er mjög ungt fólk, við erum svo heppin að vera samferða næstu kynslóð, getum fylgst með vilja þeirra og dugnaði, og við erum mörg það heppin að fá einnig, að vera samtímamenn yngstu kynslóðarinnar. Það eru ekki lítil forréttindi.
Mig dreymir um sterkt félag eldri borgara, sem virkilega lætur ganga undan sér. Mig dreymir um sterkt félag eldri borgara í landinu, sem hefur áhrif, og það strax, við megum engan tíma missa. Við verðum að fara að grípa inní öldrunarstefnuna í landinu, sjálf. Af hverju erum við alltaf að láta afgreiða okkur á einhverju fati, sem er ekki einu sinni úr silfri. Við verðum að fara að hafa virkileg áhrif á hvernig væntanleg hjúkrunarheimili eru byggð, og hvernig rekstur á að vera. Það virðist vera samkeppni milli aðila í byggingu heimila, í stað samstöðu. Nóg um þetta í dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2011 | 09:54
Beðið eftir baði...............
Þetta var auðvitað tímbær grein, þó fyrirsögn sé ekki beint aðlaðandi. Forsíðufyrirsögnin er þó öllu verri, þar sem yfirlýsingin er öllu sterkari, það er að við eldri borgarar förum semsagt ekki í bað nema einu sinni í viku. Ég auðvitað vaknaði upp með andfælum, þegar ég sá þetta, og dreif mig í sturtu, þar sem ég hafði ekki druslast til þess í nokkra daga. Það er einhver athöfn sem ró og næði er í kringum mig. Talað er við Pétur Magnússon, sem segir að þetta sé örugglega ekki mannsæmandi, og sagt er að KREPPAN bitni svona á borgurunum, og starfsmenn komist ekki yfir að baða oftar. Pétur talar um óhemju álag.
Ég er viss um að það er óhemju álag á starfsfólkinu, ég held að það þurfi ekki að segja mér það tvisvar, en ég kaupi það ekki af Pétri að þetta sé kreppunni að kenna. Aldraðir á stofnunum hafa yfirleitt ekki farið í bað nema einu sinni í viku, það þurfti ekki kreppu til. Nú á aldeilis að nota kreppuna. Það hefur verið birt í blöðum, að auðveldara sé með mönnun á öldrunarstofnanir, stöku deildir séu fullmannaðar, og því hlýtur það að vera auðveldara að skipuleggja vilja heimilismanna í þeim efnum. Það VAR undirmannað á þessum stofnunum, og skammarlega fátt fólk í vinnu á deildunum. Fjárframlög hafa verið skert enn meir, það er vitað allsstaðar er skerðing. En allt virðist vera í sama farinu. Einstaklingur á heimili, eins og Kristín, er með þessa smánarlegu svokölluðu vasapeninga, sem kallaðir voru í den.
VALGERÐUR KATRÍN ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐINGUR framkvæmdastjóri Landsambands eldri borgara bendir á flöt, sem ekki hefur verið rætt um opinberlega. Hún segir "Gamalt fólk getur hvorki hótað því að flytja til útlanda, eða fara í verkfall", Valgerður nefnir mannréttindi gamals fólks, og að þau séu ekki virt.
Við eigum ekki að vera ofurseld einhverju valdabákni, sem selur okkur þjónustuna. Þessi þjóðfélagshópur hefur hreint út sagt verið niðurlægður í gegnum tíðina, með því að afsala sér fjárræði, og sjálfræði. Val á mat, er lítið að mínu mati, og forræðishyggjan í þeim efnum alger.
Ég persónulega vil bera ábyrgð á því sjálf hvað ég borða, og vil geta fengið mér í svanginn þegar ég vil. Ég mundi vilja koma í matartíma, og hafa úr einhverju að velja, þar sem einungis ég sjálf veit hvaða matur er mér fyrir bestu. Ég er sannfærð um að margt gamalt fólk fer svangt að sofa, sérstaklega þeir sem lítið geta tjáð sig um það, það er meira að segja reynsla mín.
Ég tek undir með Valgerði: Útrýmum valdaleysi aldraðra.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2011 | 12:10
SEXTIU OG FIMMÞÚSUND..........................
Heldur hún eftir hún Kristín Tryggvadóttir, sem sýndi það hugrekki sem ég hefði viljað hafa í mörg ár. Ég dáist að henni að stíga fram og þora að koma með þetta. Það liggur nefnilega þannig í þessum málefnum, að þeir sem búa við þetta virðist alltaf koma þeim á óvart. Sjálf upplifi ég þetta sem hreinan stuld. Kristínu, eins og fleirum, varð það á að hafa tekjur fyrir sín laun, það er auðvitað "svakalegur glæpur", hún asnaðist til að taka það sem traust að þiggja stöður sem buðu upp á meiri ábyrgð. Hún hefur greinilega aldrei unnið "SVART", verið trú störfum sínum. Henni láðist að reikna út allan þann skatt sem hún fær öldruð, þar sem henni varð það einnig á að eignast húsnæði yfir sig, sjálfsagt fundist það öruggara eins og þessi kynslóð vill.
Það er auðvitað algert rugl að vera svona skynsamur. Einnig býst ég við að Kristín hafi haft einhverjar skoðanir á launum kennara meðan hún starfaði sem slík, jafnvel tekið þátt í launabaráttu kennara, hver veit. Allavega skrifar hún ráðuneytum, og spyr um réttlætið í þessum málum.
Það er auðvitað algert rugl að vera að hafa síma, til hvers, að ég tali nú ekki um ef henni skyldi detta í hug að hafa nettengingu.
Það er auðvitað algert rugl að nota gleraugu, hún hefur hvort eð er ekki efni á því að kaupa Morgunblaðið, og allra síst sitt gamla danska blað. Enda er hún alltaf að skrifa ráðuneytum, það er betra að hafa hana til hlés.
Það er auðvitað algert rugl, að þurfa að hafa fyrir hársnyrtingu, þó hún ´sé með kalkaða hálsliði, og lélegan hrygg, hún þarf ekkert að vera að pjattast þetta hvorki með fatnað né annað þess háttar.
Auðvitað er þetta ekkisens pjatt að fara í fótsnyrtingu, það á að vera svo holt að geta beygt sig svona mikið, svo það hlýtur nú bara að vera góð þjálfum, er það ekki??????????
Þetta er auðvitað til háborinnar skammar, og hefur verið lengi, enn ein þöggunin í gangi í landi okkar. Það er nefnilega þannig að enginn vill kvarta sem kominn er inn fyrir veggi heimila fyrir eftirlaunaþega, sem þurfa á því að halda. Enginn þorir að hafa skoðun á þessu órétti, sem viðhefst frá ríkinu sjálfu, og stofnanir verða að hlýta.
Ég dáist að þessari konu, og bíð eftir fleiri skoðunum.
Auðvitað hefur manneskjan ekkert að gera við leigubíla, þvílíkt bruðl, að é
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)