AÐ VERA STARFSMAÐUR...................

   Kolbrún, blaðamaður Moggans, hefur nú greinilega verið á fundi með sínum stjórum, og hefur nú bara tekið á sig rögg og eins og ég sé það hefur hún nú loksins séð að nauðsynlegt var að breyta um stíl, og svona til að sýnast að taka sinn flokk smávegis í gegn.

   Henni tekst þetta vara ágætlega í dag, en einhvernveginn sér maður í gegnum skrifin, að ekki nokkur meining er á bak við þessa vægu gagnrýni, en það mátti reyna.

   Annars hef ég alltaf gaman af Kolbrúnu, og þá meina ég gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sammála þér, Kolbrún er skemmtileg og frumleg, vel gefin og fyndin. Góð observasjón hjá þér með þessa grein hennar og innihald hennar ... var ekki búin að koma auga á þetta.

Þú spyrð um bakið: Það hefur bara verið alvega afskaplega til leiðinda, batinn ekki farið beina línu fram á við, heldur tekið aftur - og hliðarkippi. Ég er frekar móðguð útí alheiminn útaf svoleiðis útúrdúrum. Er á leið í sneiðmynd til að útiloka hitt og annað, þetta og ditten. Meira vesenið. Takk fyrir fyrirspurnina, elsku frænkan mín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.3.2009 kl. 15:46

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Guðný mín, þetta hlýtur að hafa verið afar slæmt brot, en ég er fegin að þú ferð í sneiðmynd. Það verður eins og þú veist sjálf að útiloka hitt og þetta. Þetta er nú meira vesenið.

Sólveig Hannesdóttir, 18.3.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband