Rétt eins og annað .........

    Bera foreldrar barnanna sjálfir ábyrgð á hvernig trúfræðsla er túlkuð frá skólans hálfu, þe ef foreldrið setur ekki allt vald í þessum málum, í hendur skólanna.    Það veldur mér vonbrigðum að siðmennt skuli gefa sér þann rétt il að skilgreina fyrir spyrjendum, hver munurinn sé á trúfræðslu og trúboði.   Það er erfitt að ákveða það.  Er það ekki trúboð, sem félagið er að taka að sér?   Það hefur alltaf virkað þannig á mig.

   Afur á móti er ég hrifin af, hversu vakandi þetta félag er, varðandi mannréttindi, og mannúð á Íslandi, sem segir mér að full nauðsyn er á þessu félagi, og ég hef reynt að fylgjast virkilega með þeirra skrifum.  En eg skil ekki, athafnir þeirra,  skil ekki afhverju þeir þurfa vera sérhópur, sem er á góðri leið með að verða sértrúarhópur, og þá sértrú á hvað?    Gott og blessað, en ég held að ég myndi ekki treysta mér til að spyrja barnið mitt 13 ára, " Hvort má bjóða þér veraldlegt eða kristið???"

   Dótturdóttir mín var í trúarbragðatíma, sýndi mér vinnubókina, og glósur hennar um Búddatrú, sem er svo flókin fyrir leikmann, að ég tali nú ekki um barn.   Tek fram að ég er alls ekki á móti öðrum trúarbrögðum en kristni, en ég verð að segja, að það gekk eiginlega yfir mig, að hún, og þau, skyldu vera í þessum utanaðbókarlærdómi, varðandi trúarbrögð úr austrinu.  En Grunnskólalögin, eru orðin svo rúm, á þá vegna þrýstings frá þjóðfélaginu, að þau, sem ekkert botna í þessum hlutum, eru látin þylja þetta, fá alltof litla fræðslu, úr því verið er að þessu, því að vita lítið um eitthvað er verra en ekkert.   Og vegna þessa rýmis í Grunnskóla-lögunum, er stiklað á svo stóru, að líkur eru á að lítið fari inn.

   En, Siðmennt á fullan rétt á sér, og ég held áfram að fylgjast með þeim.  En ég er ósátt við athafnir þeirra, ég geri ráð fyrir að flest þau börn sem þau, "ferma" séu skírð til Kristinnar trúar.   Það er gífurleg ábyrgð, okkar foreldra, það vitum við öll  Fermingin staðfesting á því, síðan eins og við vitum hinsvegar,  að við sem fullorðið fólk getum, og gerum, og það er taka okkar eigin stefnu, allaavega hér á Íslandi.

   Er þá ekki innræting heimilisins, grunnur að þessum skoðunum? Er þá ekki innræting okkar, nokkurskonar trúboð??

   Byrjar þetta ekki hjá okkur?   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband