SIGURVEGARAR KVÖLDSINS:

   Voru ánægjulega margir, er þó fyrsta að nefna Oddnýu, þetta er magnaður ræðumaður, og sýndi persónutöfra, eða karisma sem langt er síðan sést hefur í sjónvarpi, og einnig þingsal.  Ég óska Vinstri Grænum til hamingju með þennan þingmann.  Ég settist hátíðlega niður við umræður í þingsal, aldrei sem nú skipti það mig máli hvernig allir þessi nýju einstaklingar stæðust þetta.  Og gaman var að taka þetta svona út, því í vetur hefur ýmislegt gerst sem er að breyta pólitísku landslagi og ennfremur er kynslóð að koma inn sem hefur margt lært í skólunum sínum annað en við til dæmis. Þau starfað gífurlega´að félagsmálum, allt önnur jafnréttisgildi hafa verið, og allt aðrar starfsaðferðir í samskiptum.

   Mér finnst þetta gífurlega spennandi tímar, mér finnst ég finna að nú er gífurlegur baráttuandi í fólki, og vona svo sannarlega að hann endist.   Éinhver persónulegur stíll var á öllum nýliðunum, þau eiga eftir að setja svip á þingið trúi ég.   Ég vona að þarna muni yfirbragð vinnustaðs breytast, með okkar stórkostlegu fyrirliða Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím Sigfússon.  Vegna takmarkaðs vits legg ég aldrei úti rökstuðning á hinum stóru orðum og klisjum, en ég er bjartsýn.  Það var virkilega gott að hlusta á þetta nýja þingfólk, innblásið af samviskusemi og eða hita.

   Ég vona að þau standi við þau loforð sem þau gáfu í kvöld, og vona að þau hafi þor til að breyta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband