PÓLITÍZKUR SIGUR INGIBJARGAR SÓLRÚNAR.......

   Ég sé ekki betur. Þetta var snilldarleikur hjá konunni, og er ég ekki hissa í dag, hversu góðan tíma hún gaf sér.  Ég hef eiginlega ekki alveg botnað í framkomu hennar stundum, undanfarið en alls ekki hef ég vilja gagnrýna hana, þar sem hún hefur verið einn af uppáhaldsalþingismönnum mínum í gegnum tíðin.   Ég dáðist alltaf að henni nýkominni á þing, hvað hún var dugleg í ræðustól.  Mér fannst hún innleiða nýjan stíl í hegðun þingmanna.  Þetta hafði bara verið einhver stofustíll í þinginu, og áttu þeir til með að glotta þegar, litla manneskjan hún Ingibjörg stóð í ræðupúlti sem hún rétt stóð upp úr.  Hún hélt afburða góðar ræður í eldhúsdagsumræðum, og mér fannst kvennabaráttan vera að skila sér til þjóðar með þessari manneskju í þingsal.   Þarna var allt í einu komin manneskja sem ekki glotti, eða hummaði bara eða ræskti sig.  Og Ingibjörg svaraði fyrir sig.

   Ég er gífurlega sátt við þessa ákvörðun Ingibjargar að gefa ekki eftir forsætisráðuneytið, fyrir utan hvað ég er mikið í sjöunda himni yfir að fá Jóhönnu Sigurðardóttur í þetta embætti, ég vona bara að konur hér í þessu landi geri sér ljóst hversu mikill sigur þetta er í baráttu okkar kvenna fyrir jafnrétti innan þings sem utan.

   Mér hefur ævinlega fundist Jóhanna vera klár manneskja, og hef helst aldrei viljað tapa af ræðum hennar og skoðunum sem komið hafa fram í fjölmiðlum.  Vona bara að við konur styðjum vel við bak Jóhönnu.  Það er ekki létt verk að fara inn í þetta núna, og Jóhanna er ekki eins mikill harðjaxl og hún vill vera að láta, en þetta verður að ganga, við megum ekki við öðru, einhver manneskjulegheit virðast vera framundan, vonandi, og okkur veitir ekki af nýrri sýn.

   KONUR........ stöndum með Jóhönnu.   Nú er lag................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Bína (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Kann ekki að fara inná síðuna þína. Takk fyrir Bína mín.

Sólveig Hannesdóttir, 28.1.2009 kl. 21:32

3 identicon

Ef þú "klikkar" á nafnið mitt ættirðu að komast á síðuna. Annars er slóðin logaborn.blogspot.com

og e-mailið er jakobinaeb@gmail.com

Bína (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband