21.11.2008 | 23:22
SKREKKUR MÁNUDAG..
Þetta er nú meira fjörið, við sem heima sátum eins og það hét, horfðum samviskusamlega á SKREKKINN, öll vorum við auðvitað með þetta algerlega á hreinu, eins og við erum ég, og öll mín fjölskylda, það vantar ekki, að ég segi nú ekki meira, en einhvernveginn gafst ég upp á að baka sjálf pizzu, svo ég hringdi auðvitað til að drepa ekki niður stemninguna, en eins og ég vissi, þá voru ekki allir jafnhrifnir af pizzu, og ég var búin að sjóða eitthvað af þessu slátri, sem ég hafði unnið, strax eftir gjaldþrotið. Mér hafði reiknast svo til að mikill sparnaður væri í að vinna þetta, og ég hafði eiginlega talsvert gaman af því, þar sem ég hef verið í gífurlega langri sláturpásu, enda verið þvílíkt góðæri, og svona húsmóðir, sem vill nú eitthvað fylgjast með, verður að halda áfram að sanna sig, og alls ekki slá af, nei, nei, enda voru dagblöðin, mest viðtöl við hina og þessa matargúrúa, ýmislegt var bannað sem þótti gott, bara fyrir 5 árum, ég var alveg á seinasta snúning, svo ég reyndi dæmalaust gott ráð, og það er að fara í afneitun, eins og refurinn með súru vínberin...
Ýmsar matarverslanir studdu þessar uppskriftaauglýsingar, þessar líka flottu myndir, eitthvað sem tókst alls ekki hjá mér, útlitslega séð.
En fyrrnefnt SKREKKS kvöld, var semsagt Ítölsk baka, í forrétt, síðan blóðmör og lifrarpilsa, fyrir þá sem vildu, sem aðalréttur. Ég hef að vísu ekki smakkað þessa línu, svona í heilu lagi, en þetta var alveg OK þar sem hlé var á milli rétta
Sú yngsta, sem ekki er mikið fyrir blóðmör, lauk bara við þessar hveitistangir, sem þeir eru að selja, sem eru í raun ekkert annað en afgangshveitivafningar, og ætti í raun að gefa, en ég er nú bara þannig, hef eiginlega aldrei grætt, nema að einskærri tilviljun og hugsanavillu.
Við vorum strax með það á tæru að Austurbæjarskóli mundi vinna, ég veit ekki hvort það var blóðmörinn, eða hveitistangirnar sem ollu innsæinu, enda hef ég ekki beint rannsakað það, eins og það heitir.
Enda vann Austurbæjarskóli. Brast þá ekki móðir listamannsins í óstöðvandi grát, og fylgdu miklar snýtur, formóðirin (í þessu tilfelli, ég), treysti sér ekki í samstöðugrátkast, en endurtók orðið "jæja" nokkrum sinnum, svona á sinn hátt, í ýmsum tóntegundum, minnug þess hversu mikið henni hefði verið hrósað af Ítölum, hér um árið, á áttunda áratugnum, með ýmsum höfuðhreyfingum, og blæbrigðum á orðinu "SI", um það ,hversu frábæra ítölsku, þessi manneskja talaði, þegar hún var á Ítalíu í den. Þá var semi-góðæri.
Þessi formóðir frétti síðan af dóttursyni sínum, berstrípuðum, á rangli í kringum Hallgrímskirkjuna, og ekki bara frétti, heldur sá það í blaði, Fréttablaðinu, sú mynd er í svarthvítu.
En svona er þetta, svo lengi lærir sem lifir.......
Athugasemdir
Ég á bara ekki eitt einasta orð! Frumlegheitin og listrænt eðli í einu og öllu í ykkar góðu fjölskyldu. Til lukku með Austurbæjarskóla og dóttursoninn!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.