22.6.2008 | 00:20
HVAÐ VITUM VIÐ KONUR UM ROKKMÚSKIK?????? (v/greinar Árna Matt.)
Árni byrjar grein sína á því að mikill kynjamunur sé í rokkheiminum. Að það teljist til tíðinda að stofnuð sé kvennahljómsveit og fáar sem fjalli um tónlistina. Segir okkur ennfremur að það sé ekki kynjamunur á blaðinu þeas rokkrýna.Það er nú áætt, en ósköp hefur mér fundist þetta eitthvað einsleit gagnrýni í blaðinu á rokkið, eiginlega svo einsleit að ég nenni oft ekki að lesa þetta a til hlýtar. Hins vegar sá ég þessa stóru mynd af Dolly Parton, sem kannske hefur bara verið markaðssetning á greinina, en ég allavega stansaði, "Hvað kemur til"???. Allavega virkaði þessi markaðssetning á mig. Árni er í greininni aðallega að tala um tónlistargagnrýnendur, sem ég fylgist með.
Ég get ekki séð að til þurfi endilega kvennahljómsveitir, til að fjölga konum í rokkheiminum, rokkheimurinn er alger karlaheimur, og konur ílla komist að. Það hefði verið skemmtilegt að sjá blandaðar sveitir, sem hefði ennfremur verið ílla framkvæmanlegt, þar sem töluverðan kraftaskrokk þarf í böndin. Svosem eins og einn gítarista, en líklegast gengi það heldur ekki upp, svona moralskt, strákarnir yrðu eitthvað feimnir við þetta allt saman. Karlarnir hafa átt rokkið hér á Íslandi, það er ekkert flóknara en það.
Dolly Parton, er auðvitað kapituli útaf fyrir sig. Markaðssetti með útlitinu, þar sem hún var svo klár að sjá, að annað dugði ekki til, Dolly er auðvitað stjarna country rokksins, sem einhvernveginn hefur orðið útundan í rokkstefnunni, þar sem spekulöntum fannst það ekki rista djúpt. Frú Parton veit semsagt hvað varð að gera, það hefði ekki verið hlustað á hana ef hún hefði ekki komið fram undir kynbombuútliti sínu, ala May West og fleiri. Margir "kritikerar", hefðu sagt sem svo að hún væri að selja sálu sína, einhvernveginn kaupi ég ekki þá skýringu.
Mrs Parton, hefur bara þorað, lét sig hafa það.
Aftur á móti, er hún fangi, útlitsdýrkunar sinnar, það er svo annað mál, hún er ekki ein um það. Hefur örugglega mikið að gera í þeim efnum eins og sést. Og ef þetta virkar á karlmenn, þessar siliconblöðrur, nokkrum númerum og stór, þá bara virkar þetta. Ég held með henni, þar sem allir eru að halda með öllum núna í fótbolta.
Vitnað er í námskeið tónlistarblaðamanna í Árósum. Ég hrökk soldið við, "er eitthvað gagn í því??", þetta er nú meiri námsskeiðsdellan. Þarna eru ýmsir fyrirlesarar greinilega á námskeiðinu, en hvað kemur útur því annað en umræður um hluti, af fólki, sem er að gera rannsóknir, en hefur ekki hundsvit á rokki. Útur svona löguðu koma bara tölfræðilegar niðurstöður, sem teknar verða til athugunar þar til næst.........
kom fram að rokkkonur fengju aðra meðhöndlun. Það er skömm að því að umfjallanir um rokkkonur skuli vera útlitstengdar, bláttáfram ókurteisi.
Ég vona að Árni Matthíasson, skundi nú á ritvöllinn sinn, og fari nú að skrifa um konur, og vona ég að það verði vel gert. Það gerir ekkert til að hafa þau skrif soldið útlitstengd, og kannske væri alltílagi að svona rabba soldið um goðið Mick Jagger, hans útlit, og performationshreyfingar, sem við þekkjum öll, hann hefur jú markaðssett töluvert út á sínar hreyfingar.
Allir hafa jú sinn stíl, hvort sem það er í rokkinu eða annarri tónlist. Hitt er svo annað, hvað er að vera gagnrýnandi, hvaða stefnu hefur gagnrynandi? Ég hef talsvert fylgst með þeim um ævina. Tónlistargagnrýnendur eru ekki alveg réttlátir alltaf. Alltof hlutlægir. Maður veit ansi oft hvernig þeir ætla að skrifa..........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.