17.6.2008 | 12:05
NOVATOR VILL GREIÐA...
Það er ekki að spyrja að honum Björgólfi, maðurinn kann greinilega að "taka á því", ekki setið með spenntar greiðar í bið.
Annars eru áhyggjur mínar svo einfaldar núna varðandi þessa blessuðu skepnu, sem veit ekkert hvar hún er, örugglega lík ílla meðvituð um, hver hún er sem skepna, búin að gleyma því hvað er að vera ísbjörn, situr bara útí móum og borðar egg, eins og hver annar mávur. En mér datt bara í hug hvort ekki væri hægt að kasta svona eins og einu slátruðu lambi, afþýddur úr frystihúsi Skagfirðinga, ég þekki Skagfirðinga af fádæma gestrisni?
Er betra að hafa skepnuna banhungraða? Ég hef ekki hundsvit á þessu, en mér datt það bara svona í hug,hvort ekki væri betra að skepnan hefði magafylli, kannske er þessu alveg öfugt farið, en mér finnst einhvernveginn að hann þurfi að éta. Það liggur mikið program fyrir hjá honum.
Novator vill greiða fyrir björgun ísbjarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enginn vill taka við birni sem hefur verið gefið því þá fer hann að sækja í mannabyggð.
ha ha (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.