3.6.2008 | 21:51
Einmana og villtur hvítabjörn.....
Ég segi það , ekki er það ofsögum sagt um Skagfirðinga, að þeir séu manna félagslyndastir, kátastir og skemmtilegastir, blessaður Ísbjörninn hefur einhvernveginn skynjað þetta. Gengið þarna á vit örlaga sinna í einni fegurstu sveit landsins, og víst er að betra er að verða fyrir skoti, en að deyja hungurdauða einhversstaðar annarsstaðar. Þverárhlíðin falleg, og árstíminn yndislegur.
Blessaður Björninn.
![]() |
Einmana og villtur hvítabjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjössi var nú svo vörpulegur að ég held að hann hafi haft góða möguleika á að ná sér í einn eða fleiri tvífætlinga á næstu dögum, alla vega kind með nýborin lömb. Hvað hefði þá verið sagt um villidýrið.
ha ha (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:50
Ég er nefnilega sammála þessari skoðun.
Sólveig Hannesdóttir, 4.6.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.