3.6.2008 | 21:51
Einmana og villtur hvítabjörn.....
Ég segi það , ekki er það ofsögum sagt um Skagfirðinga, að þeir séu manna félagslyndastir, kátastir og skemmtilegastir, blessaður Ísbjörninn hefur einhvernveginn skynjað þetta. Gengið þarna á vit örlaga sinna í einni fegurstu sveit landsins, og víst er að betra er að verða fyrir skoti, en að deyja hungurdauða einhversstaðar annarsstaðar. Þverárhlíðin falleg, og árstíminn yndislegur.
Blessaður Björninn.
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjössi var nú svo vörpulegur að ég held að hann hafi haft góða möguleika á að ná sér í einn eða fleiri tvífætlinga á næstu dögum, alla vega kind með nýborin lömb. Hvað hefði þá verið sagt um villidýrið.
ha ha (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:50
Ég er nefnilega sammála þessari skoðun.
Sólveig Hannesdóttir, 4.6.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.