KVEÐUR FISHER MEÐ SÖKNUÐI (Orð Sæmundar Pálssonar mbl.18.1 s.l.)

Ég komst eiginlega við þegar talað var við Sæmund Pálsson fyrrverandi lögreglumann og lífvörð Bobby Fishers.  Ég, eins og svo margir, gleypti bókstaflega allt sem um þá var sagt í blöðum, um þessa vini tvo. Dáðist ég eiginlega jafnmikið að þeim báðum, Robert Fisher fyrir snilli sína, og sérvisku, síðan Sæmundi fyrir afburða lagni við snillinginn, fannst mér oft að gera þyrfti þeim báðum jafnt undir höfði.  Samskiptamál eru oft erfið á vinnustöðum, og hefði Sæmundur alveg getað nýtt sér reynslu sína og vitneskju með námsskeiðahaldi, á þeim efnum, en´líklegast verið of hógvær til þess. Það er góður kafli í sögu okkar, kaflinn um Fisher, bæði meðan hann tefldi og lokakaflinn. Ég sá hann ganga í vetrarveðri á Suðurlandsbrautinni í fyrra, fannst mér hann þá vera hálfhrumur, en ég votta Sæmundi samúð mína, en trúi því að Robert Fisher sé nú kominn heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæmundur hefur ekki verið í sambandi við Bobby í langan tíma,það voru aðrir vinir sem lítið er talað um í blöðum sem voru hans hjálparhella síðustu dagana.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.1.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Þekki Sæmund Pálsson vel, vissi af þræðinum gamla,

Sólveig Hannesdóttir, 28.1.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband