Jólatiltekt.

   Ég er ein af þessum hallærislegu manneskjum sem verð að taka til í desember. Oft er fundið að þessum "Jólahreingerningum" heimila, en ég er semsagt ein af þeim manneskjum.  Það sér ekki nokkur heilvita maður sem þekkir mig, að ég hafi staðið í einhverjum stórræðum, því ég hefi einstakt lag á að róða í kring um mig aftur.  Það er örugglega þannig fólk sem þarf að taka til í desember, ég til dæmis finn ekkert um Jólin sjálf, ef ég reyni ekki að krafla mig í gegnum þetta á aðventunni. Síðan er bóndi minn farinn að spyrja mig miklu oftar en áður hvar hitt og þetta sé, og ég er alltaf jafngáttuð, en er nú farin að manna mig upp í spyrja hann á móti, hvernig honum detti eiginlega í hug að ég viti þetta. Ekki er nú hægt að segja að mannfjöldinn hafi aukist beint á heimilinu, okkur hefur frekar fækkað, ef eitthvað er. En það er eitthvað svo þægileg líðan, að vita nokkurn veginn hvar hlutirnir eru, og svona nokkurnveginn hreint umhverfið.   Það er í öllum jólasögum, allt var orðið hreint, og jólin máttu koma.  Sjálf hefi ég þessa tilfinningu.  En það einnig til eitthvað ýkt í mörgum, og ég kannast við það frá mér sjálfri hér fyrir 20 árum eða svo, en einhvernveginn finnst mér þetta vera að lagast .  Verst þykir mér ef einhverjum líður ekki vel um Jól.  Sjálf er ég mjög sentimental á aðventunni, og vil vera það, er allt að því eigingjörn sem er auðvitað hneyksli. Mér finnst óþægilegt að þrátta í desember, og finnst ekki þægilegt ef ég hugsa neikvætt.   Við erum mörg sem höfum þessa tilfinningu. Mér er oft hugsað til fátækra Íslendinga, og meina þá virkilega fátækra, þeir eru því miður mjög margir, hér á Islandi, og einangraðir einstaklingar hér í Reykjavík. Árlega gerast atburðir sem eiga ekki að gerast hér. Blinda velmegunarinnar er slæm.  Sem betur fer vinna fjölmargir óeigingjarnt starf til annara t.d. mæðrastyrksnefnd, og mikil og góð vinna er unnin af Hjálpræðishernum.  Best væri að ekki þyrfti að stofna neina hópa, að ekki væru neinir sem þyrftu að þiggja ölmusu, auðvitað væri það óskastaðan en harmleikurinn í Hátúni, má ekki endurtaka sig.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góður pistill hjá þér, frænka mín. Ég á það líka til að vera dáldið sentímental á aðventunni; svona þegar ég leyfi mér það. Bægi því auðvitað bráðræðislega frá mér aftur og tek til við puðið. Og suðið.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband