AÐVENTA (Saramago)


Þetta var nú eiginlega ekki alveg sem þeir sögðu, því fólk talar ekki þannig saman, ekki var það heldur meðvituð hugsun, en enginn efi er á því að þegar við sitjum og horfum í eldinn, og þögnin verður það alger að hún fær mál. Í glampa eldsins sást hliðarsvipur Maríu stórkostlega. Rauðan lit bar á á helming andlits hennar, fannst honum nú hann aldrei hafa séð hana fallegri, ef hægt væri að segja svo um konu með svona barnslegt útlit.
Þrátt fyrir hennar mikla umfang, sá hann að lipur líkami hennar mundi strax jafna sig eftir fæðingu barnsins. Hann vissi að hann elskaði hana.
Það var eins og skvett á hann köldu vatni, þegar María veinaði af kvölum, hann nær svefni en vöku. Mynd betlarans sem hafði verið að birtast þeim alveg frá byrjun meðgöngunnar,birtist honum, og Jósep var þess fullviss að þessi ímynd hafði ekki horfið úr huga Maríu alla þessa mánuði. Hann gat ekki hugsað sér að vera að spyrja hana að þessu núna. Hann gat ekki hugsað sér að heyra svar hennar, að hún hefði séð mann. Svo myndi hún ábyggilega fara að fá hinar konurnar til að votta einhverja ímynd sem ekki allir sáu. Þær myndu bara fara segja einhverja vitleysu, eins og þær voru vísar til, eins og tildæmis að menn sem væru hangandi utan í konum, hefðu aðeins eitt markmið.,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ja hérna, maskína mín og jessússmaríaguðogjósep.....

Af hverju er SARAMAGO svona heillandi orð?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband