4.12.2007 | 00:56
Á aðventu (Saramago)
" Sálaraugun sjá dýpra, og þar sem þín augu hafa verið opnuð af Drottni sjálfum til að sjá blessun útvaldra, datt mér í hug að þú sæir eitthvað en ég þar sem ég sé aðeins myrkur. " Símon svaraði Jósep frekar kuldalega með orðunum, "Mjög líklegt er að þú lifir ekki örlög þíns eigin sonar, þú gætir þessvegna mætt þínum örlögum fljótlega, en blessaður vertu ekki að spyrja þetta meira, reyndu að hætta þessum pælingum, og lifðu í nútíðinni."
Að þessum orðum sögðum rétti Símon fram hægri hönd sína lagði hana yfir höfuð Jósefs og blessaði hann, hann fór síðan til ættingja sinna og vina, sem biðu hans. Í halarófu gengu þeir niður gangstíginn í átt niður dalinn. Það var gola. Borg Símonar var handan brekkunnar. Húsin þar voru eins og gorkúlur, sem gægjuðst upp úr jörðunni. Miklu síðar komst Jósep að því að gamli maðurinn lést löngu áður en hann gat skrásett sig.
Hópurinn frá Nazareth ákváðu að leita athvarfs upp við úlfvaldalestina, það var hlýrra þar, þau höfðu legið í kulda tveggja stjörnubjartra nátta. Höfðu ekki þorað að hafa eldin kveiktan í tjaldbúðunum af ótta við, að verða meira áberandi.
Konurnar hjálpuðu Maríu, þæg hagræddu henni á asnanum, og hvöttu hana. " Hertu þig María, þessu fer að ljúka, og aumingja stúlkan hvíslaði á móti " ég veit það getur varla verið langt, sönnunin hlýtur að vera auðsjáanleg með þennan óskaplega kvið" Þær reyndu að búa um hana í þöglu litlu horni í úlfaldalesinni,að öllum sínum mætti, þær þurftu ennfremur að huga að kvöldmatnum þar sem áliððið var, og ferðalangarnir höfðu ákveðið að borða saman. Þetta kvöld voru ekki samræður á milli ferðalanganna, engar bænir, engar sögur fór á flug við eldinn, það var eins og völd á hátíðleiki Jerúsalem krefðist virðingar og þagnar.
Hver maður í hópnum skoðaði sitt eigið hjarta og virtist spyrja, Hver er þessi einstaklingur sem líkist mér, sem ég ekki þekki???????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.