26.11.2007 | 19:46
SKILABOÐASKJÓÐAN
Alveg var þetta stórkostleg sýning, við örkuðum þetta við þrjár, amman,mamman og 3ja ára telpan, í þessu líka veðrinu sem var um eftirmiðdaginn. Heildarvinna sýningarinnar alveg afspyrnu góð. Átrúnaðargoð mitt í gegnum árin Jóhann G. þarna í eigin persónu. Mikil stemning í salnum og börnin tóku þátt af mikilli gleði. En í allri slagveðursrigningunni varð Sólveigu Önnu á orði "Amma mín, þú verður að hjálpa mér að taka aumingja jólatrén inn þeim er svo kalt".
ÞAÐ SEM ÞRIGGJA ÁRA BARN GETUR KENNT MANNI..........................
Athugasemdir
Jóhann G er auðvitað snillingur. Þetta eru nú bara huggulegar myndir af þér mamma mín.
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 27.11.2007 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.