23.11.2007 | 19:14
UMSKIPTI HAMSKIPTI
Það hafa orðið gífurleg umskipti á eldhúsinu okkar, svo mikil að ég sé ekki annað en að ég verði einhvernveginn að hafa hamskipti.. Mér var gefin svunta, ljómandi falleg, og hélt ég að það yrði svona nokkurnveginn nóg, en ég sé ekki fram á annað en að nú þarfnist þetta eldhús húsmóður, sem kemur sér um alklæðnaði, og þá ekki bara einum, heldur til skiptanna. Til að aðlaga Bónda minn, svo honum líði vel meðan hann er að "hellauppá" í morgunsárið, hefi ég lagt fyrir hann þau áhöld sem til þarf. Ég held að hann sé bara ánægður með sig þarna í skotinu, sem er bara notalegt umhverfi. Vegna aldurs þolum við ekki mjög sterkt kaffi á morgnana, en drekkum því meira af "sálarkaffi", það er kaffi sem er með töluvert af kærleik í. En hann hellir alltaf uppá, fyrir sína skapstyggu konu, og það er kærleikur í hverri einustu vatnsbunu. Þessi skapstygga kona skánar heilmikið eftir tvær könnur, sú þriðja er drukkin þegar smá jafvægi er komið, þe eftir blaðalestur. Bóndi minn þarf ekki að skipta um klæðnað, þetta klæðir hann bara ljómandi vel, hann á bæði fljólubláa peysu og rauða, svo þetta er allt saman í góðum gír. Það hafa komið fram skoðanir á þessum breytingum, meira að segja eru til einstaklingar (fáir, ef ekki bara einn!!!) sem hafa farið í viðkvæmniskast vegna fráfarandi innréttingar, en ég held að það lagist, eftir nokkrar máltíðir sem boðið verður uppá.
Athugasemdir
Til hamingju með hamskiptin, elsku hjón. Alveg bara verð ég að sjá þetta. Þarftu nýjar uppskriftir í herlegheitin?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.