15.10.2007 | 22:20
GOSI í Borgarleikhúsinu.
Við vinkonurnar fórum á forsýningu að sjá leikritið Gosa. Leikskólanum hennar var boðið, og ég amma fékk að fara með henni, sem er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri, er að fara með börnum í leikhús, og þó ég segi sjálf frá (eða þannig), jú ég segi það, þá var ég dugleg að fara með börnin mín, ennfremur var móðir mín dugleg að fara með mig.
Hún var viss um að hún ætlaði að heimsækja Gosa, ég var soldið efins með þá skilgreiningu hennar en lét vera með útskýringarnar. En yndisleg er barnslega einlægnin í börnunum, og það er það sem er svo ómetanlegt að upplifa með þim. Ljósin í salnum voru slökkt snögglega og við vorum rétt kominn inn í salinn, henni brá töluvert, svo við þurftum að vera í smáfaðmlögum, en sitja vildi hún í sætinu, enda situr maður í sætinu, í leikhúsi, þó tæpra tveggja ára sé. Þetta byrjaði auðvitað með mjög stóru atriði og ég hafði valið og faðir annars barns að vera á 3ja bekk, sem var frekar framarlega fyrir svona lítil börn.
Eftir að hafa jafnað sig á þessum ósköpum, hendurnar orðnar spennulausar, fór smá líkamsstarfssemi í gang. Vindgangur í maga með úleysanlegu pústri og ilmi. OK það lagaðist, síðan losnaði um umframvökva, en var með græjur svo það var Ok, og leit hún þá til mín og sagði nokkuð myndarlega "Amma ég pissaði", nú það var eðlilegt, að síðustu kom "Amma ég ropaði", í kjölfar ropans kom strax "Afsakið", ég fann á þessu að það er mjög misjafnt og persónubundið hvenær á að nota svona orð eins og afsakið, en þetta var mjög flott, og við flottar þarna báðar tvær, og sigrihrósandi flottar stelpur eftir smákvíðakast í byrjun...........
Athugasemdir
Þetta er ómótstæðileg frásögn. Þið hafið verið settlegar dömur í leikhúsinu, my-o-mine. Hún litla, stóra frænka mín er auðvitað vel upp alin og kann sig, eins og dömum sæmir og gengið hefur í hennar ætt, segir "afsakið" þegar við á - og ekki. Knúsaðu hana frá mér. Hún er svo kotroskin (dásamlegt orð...):
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.10.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.