FRAMSAGNARKENNSLA FYRIR NÝBÚA, LEIFUR HEPPNI

Ég var orðinn soldið leið á þessu stagli við yfirferðina á Leifi, svo ég skrapp bara upp í bókasafn, sem ég geri svo oft til að slappa af og sjá það sem fyrir ber þar.  Núna var erindið að finna lestrarbækur fyrir Jóhönnu.  Það var úr nógu að moða, auðvitað var ég svo forneskjuleg að byrja á því að spyrja um Gagn og Gaman, og þær alltaf jafnkurteisar, og vildu ekki neita mér strax um þá bók, en auðvitað er hún bara til núna hjá söfnurum, sem ég skil vel. Sjálf nældi ég í i. útgáfu af litlugulu hænunni, þvældri og mikið notaðri, með litlu gulu hænunni í peysufötunum.........

 

Eg sem betur fer var fljót að kveikja á bókasafninu, eða... rak augun strax í margar bækur fyrir 5 ára börn, varðandi stafakennslu og hljóðkennslu stafanna, sem er eiginlega vandamálið hjá Jóhönnu, þar er alltannar framburður í Portugal. Við fórum ígegnum þetta í gær, og var nú annað upp á teningnum, þettar var semsagt ekki alveg vonlaust mál fyrir hana, vísur og fleira og svo myndir á síðu með nöfnum. Hún fór í gegnum allt stafrófið, sumt þurfti hún að gera tvisvar, annað ekki, og það sem mest var að hún var ánægð með að geta leyst þessa gátu, þe íslensk túlkun á stöfunum, hún fór heim ánægð með sig, einhver sigur hafði verið unninn.  Svo er bara að fara aftur yfir þessa og finna næstu.

Við lögðum bara Leifi...........................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Í alvöru talað: Mikið eru þessir krakkar heppnir með ömmu. Segi ekki annað. Bið hjartanlega að heilsa maddömu Jensen með þeim skilaboðum.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.10.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband