KÆRLEIKSKONSERT,SNÆBJÖRG SNÆBJARNAR AFMÆLI.

   Þetta var með eindæmum gefandi helgi, hafandi hitt mikið sómafólk á laugardagskvöldið, sem var svo uppbyggjandi, og þal gefandi. Bezta humarsúpa sem ég hefi smakkað, og síðan grillaða lambið blessað, á enn nýjan hátt. Það er fullur heimur af góðu fólki, og dýrmætt ef við getum sett svona samveru í forgang endrum og sinnum.

   Snæbjörg Snæbjarnardóttir frá Sauðárkróki, átti afmæli Sunnudaginn, og efndu fyrrverandi og núverandi nemendur hennar til tónleikaveizlu, í Kirkjuhvoli Garðabæ.  Ég bókstaflega gleymdi tímanum og staðnum, og fannst þetta rétt vera að byrja, og fannst eins og barninu að súkkulaðið hefði verið tekið af mér.  Ógleymanleg stemning.  Ástin og hlýjan á þessum tónleikum skein yfir til okkar allra, salurinn mettur af eftirvæntingu og jákvæðni.  Það var áberandi hversu góðir þessir tónlistarmenn voru, og kraftar Snæbjargar, útgeislun og uppörvun, skiluðu sér alveg.  Hún hefur alltaf mætt hverjum nemanda þar sem hann er og lagt mikla vinnu í hvar nemandinn vill vera á tónlistarbrautinni, langt er síðan ég hefi verið viðstödd þessa miklu breidd í tónlistarmönnum og verkefnavali. Ég hefi svosem alltaf vitað þetta verið oft stödd nálægt henni við sína vinnu. En þessir tveir tímar koma til með að taka heilmikið rými í minningarbankanum.

  Þarna var jazzsöngkona, sem var vrikilega með "lúkkið", og aðferðafræði Diönu Krall, sem hélt minnisstæða tónleika í Laugardagshöll um árið, nokkrar ótrúlegar óperu- og ljóðasöngsdívur, íslenzkur rímnasöngur við Gítar. Mozart-piltur sem heillaði alla með ekki síst sviðsframkomu sinni sem ég vona að hann fleygi ekki fyrir róða, fyrir utan hvað þetta er sætur maður. Síðan var þarna Andrea Gylfadóttir, hún ætlar ekki að gera það endasleppt sú ágæta manneskja, sífelld þróun í gangi, eins og myndlistarmaður sem alltaf kemur. manni á óvart með nýrri sýningu. Meðferð hennar á íslenskum ljóðum er einstök, eiginlega fannst mér ég lengi hafa beðið eftir þessari túlkunaraðferð, ég fékk þessa umtöluðu gæsahúð, og hélt bara að þetta væri ekki hægt, ég held að enginn hafi verið ósnortinn, er eiginlega alveg viss um það.   Til hamingju öll og Snæja mín líka með 29 ára afmælið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta hefur greinilega verið æðislegt. Það þarf mikið til að maður fái gæsahúð á þessum síðustu og verstu....? ..... eða ætti maður að segja beztu.....?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.10.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Jónasi tekst alltaf að framkalla þessa hrífandi tilfinningu hjá mér, og Víkingur nátturulega er með þessa útgeislun líka.

Sólveig Hannesdóttir, 5.10.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nákvæmlega, það er sálin í flutningnum og nærverunni, þetta eitthvað sem hefur ekki enn fengið vísindalegt nafn, sem betur fer... því ef það verður einhvern tímann, missir það sálina og nærveruna. Mikið óskaplega geta þessar hringhugsanir í sumum kvenkyns ættingjum þínum verið þreytandi....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.10.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband