En það er einmitt í þessum tilvikum.......................

   Sem ég upplifi hámenningu. Mér finnst það vera hámenning, að halda úti stofnun sem þessari, þeas Landssp., Háskólasjúkrashús. Við erum alltaf að ætlast til einhverra smáatriða, sem við í raun höfum bara ekki efni á. Núna er svo mikilvægt að sortera.   Hverju við ætlum að halda úti í rekstri heilbrigðiskerfis.  Einhvernveginn finnst mér loksins, vera ætlast til að við berum ábyrgð á okkur sjálf. Forræðishyggjan er að víkja, sem betur fer.   En það er ekki auðvelt að venjast þessu, sérstaklega þá elstu sem þekkja fyrri tíma, og miða alltof mikið við þá.  Minni forræðishyggja krefst sterkari hugsun okkar sjálfra, eins og hvað er það sem við viljum.  Mér finnst ég alltof oft heyra setninguna,   þETTA ER EKKI NOKKUR ÞJÓNUSTA, erum svo oft að heimta einhverja þjónustu. Persónulega þoli ég þetta illa. Það þarf ekki að þjónusta mig, þannig lagað, nema útfrá þeirri skilgreiningu, að öll vinna í heilbrigðiskerfinu sé þjónusta, sem hún í rauninni er, VIÐ ERUM ÖLL ÞJÓNAR  sagði Kjartan héraðslæknir við mig í Keflavík, mér fannst það nýstárlegt orð, í þessu tilviki, þá nýútskrifuð úr Hjúkrunarskóla, ég hef oft hugsað þetta með þjóninn, sem þarf að vera í okkur öllum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband