Húrra fyrir Grundareigendum.

 

     Fréttin af kaupum, Grundarheimilisins á húseignunum í Mörkinni, var gleðifrétt.  Ég var að leita að umfjöllun og umræðum á Mogganum í dag, blogginu, en kom ekki auga á neitt. Það er okkur líkt, við komumst ekkert útur nöldrinu, og það ævinlega um það sama.   Það er nú meiri uppúrveltingurinn, sem kemur frá okkur dag eftir dag.   En að fá Grundarfréttina "Midt í det hele" var stórkostleg.

   Ég þekki starfssemi Grundar töluvert, eiginlega nokkuð mikið, og hef innst inni dáðst að þeim dugnaði sem rekur þessa þjónustu á mörgum stigum, í gegn.

   Grund  hefur alltaf verið langt á undan sinni samtíð,. vil ég segja, og saga heimilisins fleztum kunn. Það hafa nokkrir hringt í mig, og þótt vænt um þessa ráðstöfun Grundar."Jæja, þá er Grund búin að bjarga okkur".   Þar sem ég hef áhuga fyrir framtíðarstefnu öldrunarmála, létti mér.   Það er loksins komið ásættanlegt val. Það hefur nefnilega ekki verið val, hvað sem ýmsir myndu segja.   Það hefur einnig verið alltof dýrt að fá leigt eins og dæmin sanna.   Það er heilmikill munur á 150 þúsundum og 200 þúsundum,  Þetta virðist bara vera markaðsverð á leigunni.

   Grund hefur alltaf hugsað vel um sitt fólk, og vil ég óska því félagi til hamingju með þetta bjartsýnisátak, það er þetta sem við viljum.


Bloggfærslur 29. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband