Úr minnispokanum...

ÉG MAN ÞEGAR VIÐ STELPURNAR Í HVERFINU SÁTUM BAKVIÐ SUNDHÖLL Í SÓLBAÐI, AF ÞVÍ HVERGI VAR LOGN NEMA ÞAR, STRENGURINN UPP STÍGINN FRÁ ESJUNNI.  þAR SÁTUM VIÐ INNAN UM ALLAN NJÓLANN, ÞAÐ VAR EINI GRÓÐURINN.

ÉG MAN HVAÐ MÉR VAR ALLTAF KALLT ÞEGAR MAMMA KLÆDDI MIG Í HÁLFSOKKA.

ÉG MAN HVAÐ ÞAÐ VAR ALLTAF KALT Á ENGJUNUM Í SÓLSKINI.

ÉG MAN ÞEGAR VALLA JÓN ÞÓR OG VIÐ FRIÐBJÖRN VORUM Í SÓLBAÐI BAK VIÐ HÚS, Á BARÓNSSTÍG, EIGINLEGA VAR ÞAÐ SOLDIÐ FYNDIÐ, Í RÖNDÓTTU SÓLSTÓLUNUM.

ÉG MAN ÞEGAR GUNNAR KAUPAMAÐUR Í KALDAÐARNESI FÓR ÚR AÐ OFAN ÞEGAR HANN VAR AÐ BINDA BAGGANA, ÞÁ VAR EINS OG HANN VÆRI Í HVÍTUM BOL.

ÉG MAN HVAÐ PEYSUR KAUPAKVENNANA VORU UPPLITAÐAR Á SUMRIN, ÉG BRÁ Á ÞAÐ RÁÐ AÐ VERA Í MINNI Á RÖNGUNNI.

ÉG MAN HVAÐ ÞAÐ VAR HRYLLILEGA LEIÐINLEGT AÐ GERA VIÐ NÆRFÖT, ÞEGAR ÉG VAR 10 ÁRA Í KALDAÐARNESI.

ÉG MAN HVAÐ MÉR FANNST GAMAN AÐ NÁ Í KÝRNAR.

ÉG MAN HVAÐ MÉR FANNST LEIÐINLEGT AÐ SKRÆLA KARTÖFLUR.

ÉG MAN HVAÐ MÉR FANNST KENNARINN MINN Í AUSTURBÆJARSKÓLANUM LEIÐINLEGUR.

ÉG MAN HVAÐ MÉR FANNST AFLEYSINGAKENNARINN MINN Í SAMA SKÓLA SKEMMTILEGUR.

 


Bloggfærslur 12. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband