ENN Á AÐVENTUNNI.

   Hugsanir Jóseps hringsóluðu fyrir honum, en honum leið betur yfir að þau voru komin langleiðina til Bethlehem, hvort sem hún var með verki eða ekki. Hann danglaði í asnana sem hafði lítil áhrif, virtust ekkert mjakast, miðað við hraðann og hamaganginn í fólksfjöldanum.  Öngþveitið var ólýsanlegt, það truflaði hann, allt saman. Braskararnir á hverju horni að keppast við að koma út sínum varningi, á hverju horni strætanna, fólk af öllum ættkvíslum,  öllum kynstofnum, heyrðist ekki mannsins mál, því hver talaði upp í annan.   Virtust samt sem strætin tæmdust Rómversku hermennirnir þrömmuðu gegnum strætin á eftirlitsferðum sínum.     Enn fremur þegar úlfaldalestirnar komu, engu líkara en þegar Rauðahafið klofnaði á sínum tíma. 

   Á þessu róli sínu komst parið frá Nasareth loks í gegnum alla þyrpinguna. Honum fannst þetta frekt fólk, ágengt sem ekkert lét sér koma við.  "Mig Jósep og konu mína Maríu, sem er þunguð, og komin að fæðingu, og erum á leið í skrásetningu í Bethlehem, bæði dauðþreytt og aðframkomin". Nei, það voru engar líkur á samhyggð þarna.

   En það voru bæði Jósepar og Maríur á hverju götuhorni í Jerúsalem þeirra tíma. Og mörg þeirra áttu von á barni, fleiri synir voru að fæðast, og margir myndu verða skírðir Jesú, jafnvel í hverri götu.   Örlög þessara drengja voru ólík eins og alltaf, en trésmiðurinn hafði fyrir nokkru ákveðið þetta nafn.

   Þau fóru frá Jerúsaleg gegnum suðurhlið borgarmúranna, um troðninginn til Bethlehem, og hvað þau voru ánægð þegar á leiðarenda kom.   Auðvitað var vandamál Maríu enn til staðar, því hún ein átti eftir sjálfa fæðinguna, hún ein gat lokið því verkefni sem af henni var ætlast, en hvenær?

   Samkvæmt hinni heilögu ritningu, var Bethlehem borg Davíðs, en trésmiðurinn var af kynstofni Davíðs, Davíðsætt.   Hann hafði misst tengslin við ættingja sína og vini.  Þær kringumstæður gefa okkur vísbendingu um að erfiðleikar yrðu einhvejir þegar að gistingu væri komið og atburðinum þeirra. Það var útilokað að hann gæti gengið að fyrstu dyrum og sagt"Ég Jósep fer þess á leit að barnið mitt fæðist hér inni, og ég vona að húsmóðir hússins bjóði okkur velkominn", útilokað, og þaðan af síður "Gjörðu svo vel, komdu inn, komdu inn, vatnið sýður, línið tilbúið, og vertu eins og heima hjá þér"!!!


AÐVENTA FRAMHALD.

    Ég kom, ég sá og ég sigraði, hin fleygu orð Júlíusar Cæsars, sögð á hátindi frægðar hans, máttu sín einskis er að dauðdaga hans kom. Sonur Cleopötru sem hann hélt vera son sinn, reyndist svikari hans. Sektarkenndararfur frá feðgatogstreitunni, hefur gengið frá manni til manns, hin óraunhæfa sektarkennd.

   Þegar að borgarhliðinu kom gat María ekki haldið aftur af hljóðum sínum, það var sem hnífur stæði í kvið hennar. Slík voru öskur hennar að þau hurfu í hávaða mannfjöldans sem innan múra voru. En Jósep heyrði kvein hennar. Þessi hávaði frá mönnum og skepnum minnti hann á markaðstorgin í hans sveit. Þau höfðu aldrei komið til Jerúsalem áður.  Hann sagði við Maríu:

  "Þú ert ekki þess megnug að fara lengra, við verðum að finna gistihús, við hljótum að finna það hér í grenndinni, á morgunn fer ég einn míns liðs til Bethlehem, og geri yfirvöldum að þú sért komin að falli, það hlýtur að vera í lagi að þú skrásetjir þig síðar, ef það er svona nauðsynlegt, en auðvitað veit ég ekkert um Rómversk lög, en hver veit nema að það sé möguleiki á, að höfuð fjölskyldunnar þeas ég, geti skrásett okkur bæði á morgunn."

   María dró úr honum. Verkirnir voru nánast horfnir, og í sannleika sagt voru þeir það, einungis reglubundnir kippir, óþægilegir en sársaukalausir. Hann varð rólegri, og að leita að gistingu í Jerúsalem var eins og að leita að nál í heystakk. Strætin svo óskaplega þröng, og eins og völundarhús. Þetta var eitthvað svo misheppnað markmið, einkum nú þegar kona hans var eiginlega í miðri fæðingu. Hann var dauðhræddur, ekki minnst við þá ábyrgð sem honum fannst hann bera, rétt eins og aðrir feður, en hann vildi ekki viðurkenna það.

   Hann reyndi að telja sér trú um að allt yrði auðveldara í Bethlehem, fólk væri miklu vinsamlegra í þessum kaupstöðum, en í Jerúsalem, sem honum fannst ógnvænleg.


AÐVENTA

   Hugrenningar Maríu um verkina sem eru vegna óborins barns, sem er eins og aðrir eigi, en er von bráðar hennar, einsog bergmál sem er sterkara en hljóðið sem framkallar þetta bergmál.  Jósep spyr enn um líðan hennar og hún veit ekkert hvernig hún á að svara. Væri að skrökva ef hún segði sig ekki finna til, og ákveður að svara ekki.  Sársaukinn er, en eitthvað fjarlægur , hún hefur á tilfinningunni að vera gæta sársauka barnsins síns sem hún ber án þess að geta komið til hjálpar.. Jósep hefur ekki beitt svipunni á asnanna og þeir ganga niður slakkan í átt til Jerúsalem, það er eins og asnarnir hlakki til að hvílast. Þeir hafa ekki hugmynd um að þeir eiga þó nokkuð eftir til Bethlehem, og ekki skánar ástandið þegar til Bethlem er komið.

aÐVENTA

   Troðningurinn er niður í móti, og þegar ferðalangarnir þramma niður í dalinn og klambra upp næstu brekku, að borgarhliðinu, gnæfir musterið hátt í hæðir, virki Antoníu sést, mikilfenglegt, og jafnvel í þessari fjarlægð er hægt að merkja skugga Rómversku hermannanna sem vörðinn standa á pöllunum, og það glampar á vopn þeirra.

   Félagarnir frá Nazareth verða að kveðjast þarna, María er úttauguð og kemst engann veginn þennan holótta troðning á sama hraða og þeir. Félagarnir og asnar þeirra eru nú á hraða heimþránar sem hestar.

   María og Jósep eru nú ein á troðningnum, hún reynir að endurheimta orku sína, hann er óánægður með seinkun þeirra, þar sem þau eru svo nálægt lokatakmarki ferðarinnar. Sólin brennur á þöglu ferðalöngunum. María grætur í hljóði. Áhyggjufullur spyr Jósep hana hvort verkirnir séu að aukast, og það er með naumindum að hún getur svarað honum játandi. Hún efast, það er eins og eitthvað sé í gangi ofar hennar skilningi.  Auðvitað hefur hún verki, en getur það verið að það tilheyri einhverjum öðrum??? Hverjum þá???. Barninu í kvið hennar?

   Hvernig er hægt að hafa verki vegna einhvers sem tilheyrir öðrum en er samt hennar? eins og bergmál, sterkara en þess sem framkallar það bergmál.

   Jósep spyr af varkárni "Er verkurinn meiri?", María veit ekkert hvernig hún á að svara þessum spuringum manns síns. Hún væri að skrökva ef hún svaraði játandi við þessari spuringu, hann er hvorteðer öðruvísi svo hún afræður að svara ekki neinu. En verkurinn er, hún finnur hann, en fjarskalega fjarlægur. Hún hefur bara þá skringilegu tilfinningu, að hún sé að fylgjast með barni í kvið hennar sem þjáist, og hún geti því enga björg veitt........


YFIRJÓLASVEINNINN

   Er eins og alþjóð veit, Baldvin Þór Hannesson. Það er honum í blóð borið, gekk þetta beint í arf í karllegg, mann fram af manni, þær konur sem hafa tengst þessum mönnum hafa bara látið sig hafa það að vera með í þessum mikla "gassagangi" á aðventunni.  Við konurnar í þessum hópi erum óskaplegar sófakonur, og kertaljóskonur.  Þessir Jólasveinar hafa yfirleitt farið að blása á þessi kerti, ef þeir hafa ekki farið að fikta við vaxið.  Ekki er vitað hvaða nöfn þessir Jólasveinar bera, en ég samkvæmt áratuga rannsóknum, (Annað er auðvitað ekki marktækt!!!), mínum eru þeir í þessari röð sem nefnd er: Kertasníkir, Stekkjarstaur og Hurðaskellir, þeir  fara mikinn á þessum tíma, og auðvitað gustar af þeim.  Einnig hafa þeir þann eiginleika, að gera fólki grein fyrir því að "Það eru Jól í nánd", og að þetta slén, semsagt þetta dugi ekki lengur þetta volæði við kertaljós.  Nóg sé af rafmagni, og hvurskonar eiginlega þetta sé. Setningin " Er ekki nóg að gera ha????" er sögð með nokkura klukkustunda millibili, þar til að maður hrekkur í gírinn og hættir að dunda við þennan bakstur sem maður aldrei snertir á annars, sem er svosem ágætt þar sem þegar eitt ár er ca. á milli þess sem maður kraflar sig í gegnum allar úrklippurnar.  Ég doubletékka síðan með Gyldendals frá 1973, og sú bók klikkar ekki. Einhvernveginn hefi ég ekki fleygt úrklippunum, en enda annað hvort með áðurnefndri bók, eða bara uppskriftunum hennar mömmu, handskrifuðum, sem aftur eru frá mér sumar hverjar. En ég er bara alveg að fara í þennan Jólasveinagír, eftir að hafa verið í þessum rólegheitum í hálfan mánuð, en mikið var þetta annars góður hálfur mánuður, .....

FRAMHALD Á AÐVENTU

   Ferðalangarnir sem settu stefnu sína á Beersheba fóru áfram áleiðis með Maríu og Jósep, þeir gengu við hlið Maríu, alveg eins og hann hafði séð veruna, eða hvað sem það nú var, gera.  Jósep er nú alveg sannfærður um að Drottinn hefur blessað hann með þessari vitrun, þessari sýn á son sem hann á í vændum, sem ekki er  vafinn reyfum, heldur fullorðinn einstaklingur. Stærri en hann sjálfur, og ennfremur stærri en aðrir sem hann þekkir af þeirra kynstofni.  Hann fyllist þakklæti fyrir það að vera í hlutverki sonar síns, hann er í raun, bæði faðir og sonur.   Þessi tilfinning er svo sterk, það sterk að hinn ófæddi sonur hans í kvið Maríu, verður eiginlega aukaatriði nú, og jafnvel Jerúsalem smækkar í augum hans.

   Pílagrímarnir ákalla Jerúsalem, þeir kalla til hennar um leið og þeir koma auga á hana í fjarska, þessi yndislega borg sem í raun er í miðju heimsins.  Hún glitrar frá öllum áttum um hádegisbilið, kóróna hennar gyllist við sólarlag, og er sem fílabein í tunglskini.  Ohh Jerúsalem, hvílík tign. Musterið kemur í ljós, og er sem sköpun Drottins. Andvarinn sem skýlir andliti, hári og fötum ferðalanganna, virðist vera heilagur einmitt núna, því í skýjum er hönd, hún er ötuð leir, og það markar fyrir lárvið, lífslínu og dauðalínu eins og hjá öllum sköpuðum mönnum þessa jarðar. Einnig við eigum eftir að setja spor okkar í tímann, varðandi líf og dauða Guðs.

   Titrandi hefja þeir hendur sínar á loft og tilbiðja til himins, fyrst í kór, raddirnar hækka í þakkargjörðinni, það heyrist í einum og einum, eins og bergmáli, og þetta endar í algeru algleymi. Hópurinn grisjast en þeir biðja áfram, og þakka þessa miskunn sem þeim er sýnd.


Nú skal kennsluborðum velt.........

   Það er mikið að einhver þingmaður þorir að nota mannamál í sambandi við kristinfræðsluna í skólunum, ég hefi aldrei orðið vör við kristniboð í skólum. Kristinfræðsla hefur verið í algeru lágmarki. Það eru 90% þjóðarinn Kristnir, ég veit ekki hversu margir eru skírðir. Ég skil ekki samhengið í þessum skoðunum að kristinfræði sé trúboð. Hefi eins og ég sagði ALDREI ORÐIÐ VÖR VIÐ ÞAÐ. Dótturdóttir mín 11 ára var að lesa trúarbragðafræði í skólanum sínum, og það var farið mjög ítarlega í Búddhatrú, og mjög torskilin orð notuð þar. Ég þurfti að hugsa aðeins til að útskýra þau. Eins skil ég ekki að ef við erum skírð, fermd, göngum til kirkju, ofl. hvaða skömm er eiginlega að því að læra kristinfræði.   Gott hjá þér Guðni!!!!!!
mbl.is Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF HVERJU ER RAUÐI LITURINN LITUR JÓLANNA.?????

   Rauði liturinn er litur þjáningarinnar og ástarinnar og ennfremur  aðallitur COCACOLA fyrirtækisins. Hann er á margan hátt mjög nútímalegur og viðskiptalegt fyrirbæri. Litli grái fjósajólasveinninn næstum því hvarf með tilkomu Jólasveinsins í rauða gallanum, sem COCACOLA kom fram með 1931.  Ameríski jólasveinninn eins og við þekkjum hann í vestræna heiminum, var tilkynntur af cocacola fyrirtækinu í fyrstu auglýsingarherferð þeirra , og var teiknaður af listamanninum Haddom Sundblom.-  Var Haddom undir áhrifum af goðsögninni um heilögum Nikulási frá Myru í Litlu Asíu, sem þekktur var fyrir góðsemi sína við minnimáttar einstaklinga og börn. Goðsögnin breiddist út um Evrópu og hafnaði á norðurpólnum ásamt sleða og hreindýri. Sjálfur var Haddon fyrirmynd Jólasveinsins hvað útlit snerti. Rautt og Hvítt eru aðallitir cocacola. Gallinn varð því rauður og skeggið hvítt. Þessi verksmiðja sem framleiðir mest af alkóholfríum drykkjum af öllum öðrum síðastliðin 70 ár stórgræða á jólunum. Í öllum borgum vestræna heimsins keyrir cocacolalestin um í desember. Síðar kom rauði liturinn sem tákn jólanna með annarri verslunarherferð í lok 18.aldar, og þá með ýmiskonar jólaskrauti.  Þrátt fyrir síðari tíma litatísku kringum jólin, og aftur á móti styrk rauða litarins í gegnum árin, er rauði liturinn í upphafi heiðinn siður. Fyrir Krist var heiðin hátið bundinn vetrarsólhvörfum. Sólin var tilbeðin, og miklar blótveizlur haldnar.   Á þessum tíma voru einnig eplin tákn frjósemi. Þau bægðu frá sjúkdómum, og leiddu af sér ríkidæmi, bæði til þiggjenda og gefenda. Við fórum síðan að búa til epli, sem voru undanfari skrauts á jólatré. Rautt er tákn auðæfa,valds og luxus.  Fyrstu hellamálverkin voru lituð rauðum lit úr blóði blandað krít. Í Evrópu og Ameríku eru rauðköflóttu dúkarnir tákn gestrisni. Í Kína merkir hann heill og hamingja, og í Indlandi er hann bundinn brúðkaupum.......

    Sjálf er ég í einhverju rauðu í skammdeginu, hann gefur mér mikinn kraft, alveg ótrúlegt.


Jólatiltekt.

   Ég er ein af þessum hallærislegu manneskjum sem verð að taka til í desember. Oft er fundið að þessum "Jólahreingerningum" heimila, en ég er semsagt ein af þeim manneskjum.  Það sér ekki nokkur heilvita maður sem þekkir mig, að ég hafi staðið í einhverjum stórræðum, því ég hefi einstakt lag á að róða í kring um mig aftur.  Það er örugglega þannig fólk sem þarf að taka til í desember, ég til dæmis finn ekkert um Jólin sjálf, ef ég reyni ekki að krafla mig í gegnum þetta á aðventunni. Síðan er bóndi minn farinn að spyrja mig miklu oftar en áður hvar hitt og þetta sé, og ég er alltaf jafngáttuð, en er nú farin að manna mig upp í spyrja hann á móti, hvernig honum detti eiginlega í hug að ég viti þetta. Ekki er nú hægt að segja að mannfjöldinn hafi aukist beint á heimilinu, okkur hefur frekar fækkað, ef eitthvað er. En það er eitthvað svo þægileg líðan, að vita nokkurn veginn hvar hlutirnir eru, og svona nokkurnveginn hreint umhverfið.   Það er í öllum jólasögum, allt var orðið hreint, og jólin máttu koma.  Sjálf hefi ég þessa tilfinningu.  En það einnig til eitthvað ýkt í mörgum, og ég kannast við það frá mér sjálfri hér fyrir 20 árum eða svo, en einhvernveginn finnst mér þetta vera að lagast .  Verst þykir mér ef einhverjum líður ekki vel um Jól.  Sjálf er ég mjög sentimental á aðventunni, og vil vera það, er allt að því eigingjörn sem er auðvitað hneyksli. Mér finnst óþægilegt að þrátta í desember, og finnst ekki þægilegt ef ég hugsa neikvætt.   Við erum mörg sem höfum þessa tilfinningu. Mér er oft hugsað til fátækra Íslendinga, og meina þá virkilega fátækra, þeir eru því miður mjög margir, hér á Islandi, og einangraðir einstaklingar hér í Reykjavík. Árlega gerast atburðir sem eiga ekki að gerast hér. Blinda velmegunarinnar er slæm.  Sem betur fer vinna fjölmargir óeigingjarnt starf til annara t.d. mæðrastyrksnefnd, og mikil og góð vinna er unnin af Hjálpræðishernum.  Best væri að ekki þyrfti að stofna neina hópa, að ekki væru neinir sem þyrftu að þiggja ölmusu, auðvitað væri það óskastaðan en harmleikurinn í Hátúni, má ekki endurtaka sig.

  


Á AÐVENTU (Jose Saramago, portugalskur, nóbel 1998)

   Hugsanirnar létu hann ekki í friði, hann var svo viss um að hann sá þessa mynd betlarans, sá hann ganga við hlið Maríu í lestinni, hann var handviss, og nú brá honum fyrir einu sinni enn. Hann þorði ekki fyrir nokkurn mun að nefna þetta við Maríu, hún gæti orðið svo æst, og hann vildi ekki sjá hana þannig, allra síst í kvennahópnum, þar fyrir utan mundi hún aldrei viðurkenna það í áheyrn þeirra. Nei hann lagði ekki í það að eiga í þrætum við hana núna.  Hann þekkti hennar undirgefni hennar gagnvart honum, hún gæti því alteins sagt eitthvað þvert á skoðanir sínar, bara til að þóknast honum.   Hann fylgdist með Maríu hún dauðþreytt og hann líka.  Hann reyndi að sjá sannleikann í andliti hennar, en sá andlit hennar bara í móðu og dottaði.

   Í huga hans, þegar svefninn sigraði, flaug í gegnum huga hans hin fáránlega hugmynd að mynd betlarans, væri ímynd væntanlegs sonar hans, á flótta undan framtíðinni, honum fannst hann segja " Þetta er mynd mín, en þér mun ekki endast ævi til að sjá hana".

   Jósep sofnaði, það brá fyrir daufu brosi á andliti hans. Það var sorg í brosinu

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband