Smávinir fagrir.......SUMARHÁTÍÐ Í AUSTURBÆJARSKÓLA..TIL HAMINGJU

Ég verð að segja eins og er að ekkert jafnast á við miðnættið í mai. Þó svo að svefn sé skammur, vinna mikil, heilmikið að gera, úti og inni. Að ég tali nú ekki um hversu mikið er í gangi í henni Reykjavík. Ég er eins og komið hefur fram óskaplega upptekin af lífsmarkinu í tilverunni um þetta leiti. Það er einhvernveginn allt að lifna.  Veturinn er samt með sinn sjarma, sem góður er í minningunni, en þvílíkt STUÐ VAR Í AUSTURBÆJARSKÓLA Í DAG, ég er ekki hissa á því að Villi vilji engann veginn flytja úr hverfinu. Ég vona að öðrum skólum hafi tekist að hleypa svona stuði í hátíðina sína, en þetta var besta skemmtiganga, eða skrúðganga sem ég hef komist í og hefi ég komist í þær margar" þó ég segi sjálf frá"Blush, það voru tveir bílar, og mikið barið á trommur, við gengum niður Barónsstíg, á laugaveg, sem nú er reyndar búið að "kjafta í kaf" ef svo má að orði komast, upp Klapparstíg og að Austurbæjarskóla aftur.   ALLIR, nemendur og kennarar sem stóðu að þessu voru ótrúlega hvetjandi við krakkana sína, gleði skein úr öllum andlitum.

   TIL HAMINGJU AUSTURBÆJARSKÓLI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband