12.5.2009 | 23:10
EUROVISION.................
Þegar maður er orðin hissa á öllum sköpuðum hlutum, eins og niðurstöðu atkvæða í söngvakeppninni, þá er maður alveg að verða óskaplega gamall, þannig.
Um það leiti sem ég var að hætta störfum, fann ég að ég var svo oft hissa á hinu og þessu innan stofnanna, verklag var öðruvísi, aðferðir sem mér fannst og hafa þróast gífurlega, og komin í þó nokkuð gott horf, voru bara fyrir bí. Þetta var heilmikið að takast á við, og tók töluverðan tíma að jafna þetta út.
Sama er um söngvakeppnina. Aldrei nokkurn tíma hefði mér dottið til hugar að möguleiki væri fyrir Bosníu Hersegovníu að komast þetta langt, til dæmis. Það hefði heldur ekki verið ásættanlegt að Ísland hefði dottið út, þó það hafi verið mjótt á mununum. En mikið fannst mér þetta kvöld vera rýrt. Portugalar voru mjög svo "lokal", og mér finnst það engin meðmæli að skæla þetta í lokin, svona áberandi. Íslendingar voru einnig mjög "lokal", með ljósbláan frostrósakjól, frá blessuðu landinu sem ekki getur nú lengur státað af snæbjörtum vetrarkvöldum, allavega ekki hér fyrir sunnan, portugalar með þennan svarta taftkjól og í hnausþykkum sokkabuxum. Tyrkneska söngkonan eitthvað svo strengd, og Möltukonan greinilega gífurleg skapkona, gat ekki leynt ef til vill væntanlegu tapi. Engan veginn er verið að gefa tónlistinni atkvæði. Sænska söngkonan hefði gjarnan mátt vera í fyrsta sæti, en einnig í lagi að vera í öðru jafnvel þriðja Ég gaf henni atkvæði og rokkurunum frá Finnlandi, án þess að halda að ég hafi sérstakt vit á þessu.
Mér finnst einnig leiðinlegt að Sænska söngkonan skuli hafa aflitað svona hrikalega á sér hárið, og barbídúkkað sig svona gífurlega, en kjóllinn var meiriháttar, enda mátti hann vera það fyrir þetta verð, sem um var rætt.
En með þetta eins og annað hjá okkur, er einhvernveginn minnimáttarkenndin sem rekur okkur áfram, litla landið, spennist allt upp eins í boltaleik erlendis. Sama er í kosningunum, einhver félagsandi innan til dæmis hægri flokkana, pólitísk samstaða þó stefnan sé kolröng. Það er bara endalaust Áfram Ísland, áfram íhaldið hvernig sem tautar og raular. Áfram Bosnia, þó heildarmynd þeirra sé alveg ómöguleg sem listamanna í þessari keppni, og fleiri flokka. Við getum þó verið stolt af okkar manneskju, þar sem því verður ekki neitað að hún gerði þetta vel, en við gátum engan veginn reiknað með áframhaldi, sem vissulega kom á óvart. Eiginlega fínnst mér að Malta eigi einnig að detta út.
En það er með þetta eins og annað, þegar maður er endalaust hissa á öllu öðru en sjálfum sér, er þá ekki eitthvað alvarlegt að gerast, ???????
Maður er meira að segja hættur að poppa.......................og er þá mikið sagt.
Athugasemdir
Fræg sögupersóna sagði eitt sinn í frægu bókmenntaverki "I´m surrounded by idiots..." Ekki orð um það meir.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.5.2009 kl. 17:58
É HEF AUÐVITAÐ ALLTAF VITAÐ ÞETTA SEM ANNAÐ GUÐN'Y M'IN; HELDURÐU NOKKUÐ AÐ 'EG HAF SKRIFAÐ ÞETTA; SVI M'ER Þ'A; EN ER B'UIN AÐ GLEYMA ÞV'I: S'E ÞIG: HLAKKA TIL:
Sólveig Hannesdóttir, 14.5.2009 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.