10.5.2009 | 17:15
Gleðidagur...................
Ég hef sldrei verið jafnspennt fyrir niðurstöðum stjórnarmyndunar, eins og nú. Ég minnist ekki að hafa upplifað þá tilfinningu, sem ég hef haft núna í vetur og undanfarið. Aldrei hefur mér fundist landið vera í beinni hættu, eins og í vetur. Aldrei verið jafnmikilvægt og nú, hvernig og hverjir muni halda um stjórnartaumana.
Eftir að hafa fylgst með Jóhönnu frá byrjun starfs hennar í pólitík, er hún ein af okkar stóru pólitíkusum, og vil ég setja hana í gæðaflokk minn þar sem ég raða tildæmis Bjarna Benediktssyni, og Ólafi Jóhannessyni. Ég sé þetta þannig fyrir mér.
Flokksbræður Jóhönnu, voru alltannað en skemmtilegir hér á árum áður, það vitum við öll sem á þeim aldri eru. Voru blátt áfram andstyggilegir stundum. Voru að öllum líkindum gífurlega hræddir við þessa hetju, líklegast hefur hún ógnað karlrembu þeirrar tíðar.En hennar tími kom, eins og hún sagði sjálf, og ég gleymi aldrei þeirri útsendingu, ég er því afar ánægð með þennan stóra sigur okkar í dag, og árangur vetrarins.
Er svo ánægð með þessa pólitísku kúvendingu Íslendinga, og nú vil ég bara að hægri menn fari heim að lúlla á sín grænu.............
Í dag skil ég loksins, af hverju ég var sett í sparifötin, þann fyrsta mai, annað hvort árið 45 eða 46.
Ég skil hvaða eftirvænting var í gangi, því það er sú eftirvænting sem er í mínum huga í dag. Áfram Ísland.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.