23.2.2009 | 19:42
Depurð þjóðar..................
Ég verð svo vör við það.
Verð vör við það hjá manneskjum, sem ég hélt að ekkert biti á.
Finn það hjá manneskjum, sem aldrei nöldra.
Sé það á manneskjum sem aldrei væla.
Og kannske finnur maður það akkurat hjá þeim, sem eru ekki sívælandi, en hafa ríka ábyrgðartilfinningu fyrir samferðamönnum sínum.
Ég skil það vel, mjög vel.
En ég skil ekki þau, sem ætla að kjósa þetta yfir sig aftur, nema ég hugsi um hversu ríkt er í okkur að vera hliðholl valdi, sem innst inni þurfum að líta upp til.
Við höfum ekki breytt neinu síðan kóngur var yfir Íslandi, 1850.
Er það ekki bara það sem við viljum?
Dýrkað Jón Sigurðsson í stað Danska konungsins??
Hvaða sjálfstæði erum við að missa?????
Ég segi bara si svona.........i
Athugasemdir
Sæl. Burtséð frá þessum hugleiðingum, þá setti ég inn svör við spurningum um ljósmyndasafnið á minni síðu.
Varðandi sjálfstæðið, þá er kannski mikilvægara að halda í fullveldið, svo við verðum ekki aftur leyguþý erlendra lénsherra sem leyfa okkur að halda þorskhausnum en hirða rest eins og í den. Það er mesti ábyrgðarhluti þeirra, sem við kjósum til að sinna málefnum okkkar og reka fyrirtækið Ísland að þeir láti ekki þennan grundvöll þjóðarinnar af hendi með inngöngu í evrópusambandið. Þá fyrst getum við farið að tala um einvald og lúta reglugerðarfargani skriffinnskunnar í Brussel. Þá er nú betra að hafa sjálfstæða og óháða stjórn, hversu mistæk sem hún kann oft að verða í innanbúðarmálum.
Ísland er fyrirtæki og við erum öll hluthafar í ríkinu, í kosningum fá hluthafar að kjósa stjórn, en þeir eiga líka að hafa það vald að setja stjórninni stólinn fyrir dyrnar ef menn eru að rasa umfram umboð sitt. Tillögur um stjórnarskrárbreytingar er ein viðleitnin í að færa fólkinu þessi völd í hendur aftur. Það er lýðræði. Það er rétt hjá þér að stjórnskipun ber keim af konungsveldinu nú, enda var stjórnarskráin nánast fengin að láni frá konungsveldinu Danmörku og því algerlega óhæf hér í grunnatriðum. Ráðherravaldið er ekki ósvipað konungsvaldi eins og er. Því skulum við breyta.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2009 kl. 08:49
Sæll og takk fyrir athugasemdina. Ég hef auðvitað sem oft fyrr ekki gert mig alveg skiljanlega, en ég er svo sannarlega sammála því að mikilvægt er að halda í fullveldið, Og ekki held ég að við séum æst í að verða leiguþý annarra, það höfum við aldrei viljað "held ég". Ég er bara svo hrædd við að við séum búin að tapa réttinum til fullveldis. Sjálf hef ég aldrei skilað auðu.. Ég eins og aðrir hef rætt við marga, og einkum konur, og við erum margar hræddar. Við höfum eins og þú sagðir frá þér, alið börn okkar sómasamlega upp, og núna kemur gífurlegt bakslag á okkur öll. Ég sýni elstu barnabörnum mínum ekki neina uppgjöf, mér ber skylda til að segja að alltaf sé útleið. Og sjálf er ég illa áttuð samt í þessu, og er að reyna að fylgjast sómasamlega með.
Ég hef fylgst með skrifum þínum, og hafði mikla ánægju af jólafærslunum þínum, fannst þær eiginlega fyndnar. Sagan af lífsbaráttu fólksins síldarárin stórkostlegt kunstverk.
Sjálf á ég það til að skrifa hálfgerð öfugmæli.
Sólveig Hannesdóttir, 24.2.2009 kl. 20:58
Ég skynja líka depurð þjóðarinnar hjá þeim, sem aldrei fyrr hafa kvartað, nöldrað og vælt, og gera það tæpast nú. Eru bara óendanlega daprir.
Það er daprara en tárum taki.
Þá finn ég til.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.2.2009 kl. 20:38
Alveg sammála,það er mikil depurð í þjóðinni,það er vanlíðan sem ekki er gott. Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 26.2.2009 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.