5.2.2009 | 21:24
MÉR BLÖSKRAÐI.........
Að sjá atganginn í sjálfstæðismönnum eftir stjórnarskiptin í alþingissal. Það var nú meiri keppnin, og sannaðist það sem ágætur maður sagði ekki alls fyrir löngu að stjórnmál ættu ekki að vera eins og keppni, en þau virðast sigla upp í það hjá sjálfstæðismönnum núna. Það vantaði ekki kjarkinn núna, eftir ládeyðu síðastliðinna vikna, flokksmenn allt í einu mælskir, og sýndu og sóru að þau myndu engan veginn gefa sig, nú yrði sterk stjórnaraðstaða, það var semsagt keppnisandi í því liðinu.
Nú er allt í einu allt gott frá þeim komið. Fráfarandi stjórn var í raun með þetta allt á borðinu!!!!!!!!!! að mér skilst, kannske bara komið í höfn!!!!!!!! og kannske bara Jóhönnu og hennar fólki að kenna að ekki var lengra komist. Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða verða sár, svo ég valdi hvorugan kostinn. Ég verð að segja að Þorgerður féll um nokkur þrep í mínum huga.
Var þjóðin að biðja um baráttu tveggja liða í alþingishúsinu??????
Verður fráfarandi stjórn ekki aðeins að fara að vara sig?????????????
Athugasemdir
Orð með sönnu góður pistill.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.2.2009 kl. 10:52
Mikið er ég sammála!
Bína (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:26
Takk takk. Bína mín gefðu mér netfangið þitt takk Mitt er solhann@simnet.is
Sólveig Hannesdóttir, 7.2.2009 kl. 16:08
Er svo sannarlega sammála þér.
Anna (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:06
Stundum þegar mér blöskrar svo gersamlega að ég verð málstola, hugsa ég til þess sem Gudda mín sagði alltaf þegar ósköp dundu yfir í þjóðmálunum: Ja, mikið lefandis skelfing sem þessu fólki liggur alltaf á, ætl´ða hafi aldrei lært faðirvorið? Svona var hún Gudda mín mikill spekingur á sína vísu. Ég er bæði mál - og ritstola í þessum ósköpum og hef það eitt fram að færa sem hlægir marga vinir mína, sem halda að ég sé bara að djóka: Göngum í Noreg.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2009 kl. 17:54
Elsku Guðný mín, fyrirgefðu verða vinir þínir ekki að fara að fylgjast soldið með heiiminum.,
Svo er líka hægt að ganga bara léttir í lundu, osfrv.
Sonarsonur Jóns og Völlu skírður í gær..J'ON Þ'OR
Sólveig Hannesdóttir, 9.2.2009 kl. 23:01
Til hamingju með nafnið á stráknum, æðislegt!!
Takk fyrir símtalið í dag, frænkan mín kæra. Nú man ég hvað það var sem mamma þín sagði: Það var eftir afmæli, ég held hennar, hvar þið fóruð öll fjölskyldan út að borða og "skemmta ykkur" - man ekki nákvæmlega hvaða ár það var, en þá sagði hún, að hún hefði nú aldrei verið sérdeilis mikið fyrir þessa afkvæmadýrkun sem tröllriði öllu nú um stundir, en eitt gæti hún sagt með sanni, mikið assgoti sem fólkið hennar væri nú skemmtilegt, já, stór-skemmtilegt. Þetta var skemmtilega sagt og af skemmtilegri konu. Langaði bara að hafa þetta rétt, maður hefur ekki orð dúndurkærra einstaklinga sem farnir eru á undan okkur, í flimtingum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:49
Já manni verður oft hugsað til þeirrar konu, og margt geymir maður, sem sagt var.
Sólveig Hannesdóttir, 11.2.2009 kl. 12:44
Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.2.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.