ÞETTA HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ GERAST...........

   Þetta hefði ríkisstjórn okkar og seðlabankastjórnir átt að vita, þetta er nákvæmlega það sem vitað var í byrjun, ferlið skólabókardæmi fyrir byltingu af þessu tagi. 

   Búið er að stela bæði fjármagni og þjóðarvitund, stjórnendur hvað eftir annað búnir að koma fram í viðtöl, svo lágkúrulegir að með eindæmum er.   Ég hefði til dæmis orðið mjög stolt ef stjórnin hefði pakkað saman, komið fram fyrir augu okkar allra bæði íhaldsmanna og vinstrimanna, ungra og gamalla og tilkynnt:   ÞVÍ MIÐUR KÆRU ÍSLENDINGAR, EITTHVAÐ FÓR ÚRSKEIÐIS HJÁ OKKUR, VIÐ ERUM EKKI LENGUR HÆF.

   Það var bara það sem þurfti, þetta eru komnir 3 mánuðir, og enginn lausn í sjónmáli fyrir tveim mánuðum, ekki einu sinni fréttir úr herbúðum stjórnar, ekkert.

   Að halda Íslendingur í þessari tilvistarkreppu í 3 mánuði, er of mikið, engin þjóð hefði haldið út þennan tíma, það hefði allt verið orðið vitlaust í hvaða öðru landi sem er.


mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Mikið er ég sammála þér

Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.1.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband