19.1.2009 | 17:46
LÍTIL BANKASAGA...
Reynsla mín af Janúarmánuði, er góð, sérstaklega þegar jörð er hvít, þá er himininn svo ofurfallegur um 1700, og einhvernveginn er það með mig að ég hugsa meira og betur í Janúar en aðra mánuði ársins, en letin er meiri, sem er mjög gott fyrir þá sem hafa tíma til þess.
Eins og margir aðrir fer ég yfir ýmis atriði, bæði hjá mér og í samfélaginu og fjölskyldunni, og ég finn að það er gífurleg stöðnun, hálfgerð kyrrstaða. Það er ekkert að marka þögnina í mínu hverfi, en mér leist ekki á blikuna um 1300 í dag, við vorum að koma úr vinaheimsókn, úr hverfi sem er að jafnaði frekar líflegt, og enduðum í Bókabúð, sem vanalega er mjög lífleg. Báðir staðir algerlega spennulausir í dag. Einhver kyrrstaða, sem mér fannst óeðlileg. Ákvað því að fara heim, og settist við skrifborðið mitt og sá að það var mikið rykað, svo nú hefur það fengið yfirhalningu, og reikningarnir einnig. Það voru reikningarnir sem komu mér til að muna reynslu úr banka fyrr á árinu 2008.
Það var nýbúið að breyta bankanum. Í stað fallegra viðarinnréttinga var komið gler, ég hélt fyrst að ég væri í Hollywood, eða jafnvel í einhverjum meiriháttar búningsklefum, baðaðir bleikum og grænum ljósum, og hugsaði með mér "Jeminn, að sjá þessi föt sem ég er í, ég kom bara hingað til að borga þennan rafmagnsreikning." En ég hafði þó sagt við starfsfólkið hvað þau væru hugguleg að vera með þessa útprjónuðu vetlinga útum allt útibúið. "Nei, þetta er ekki fyrir kúnnana, þetta er svona átak". Ég var engu nær, enda ekki mjög skýr í banka.
Þjónustufulltrúinn bauð mér sæti, og ég borgaði þennan reikning, mér fannst þetta nú óþarfa viðbúnaður. Þegar greiðslunni var lokið, vildi hún endilega kynna fyrir mér, eitthvað svona átak, sparnaðarátak, og ýmislegar leiðir, sem væru hentugar, og horfði beint í augu mér, og sagði " Það væri mjög gott fyrir þig spara, leggja inn mánaðarlega, og gott fyrir þig að eiga, ............seinna.....!!!!
Hún hélt áfram með ýmsar leiðir, og ég hlustaði með mikilli athygli, og fann að konan var bara nýbúin að fara á námskeið í átaki, það var greinilega búið að setja hana á prósentur, og gott ef hún bara fengi ekki hlutabréf í bankanum út á að veiða sem flesta í sparnaðarátakið.Ég var þar að auki búin að lesa um fakírinn úr austrinu, sem hafði fjárfest í apparatinu, svo þetta hlaut að vera afar fínn banki. Flottur banki, minn banki, bæði með prjónavetlinga, bleikt gler og fakir úr austrinu.
Ég varð allt í einu þreytt, og gat svarað blessaðri konunni, því sem ég hafði svo oft verið að velta fyrir mér:
"Veistu það, að ég á alveg nóg. Ef eitthvað er þá á ég of mikið. Mér dettur bara alls ekki til hugar að fara leggja inn eitthvað mánaðarlega, eitthvað lítilræði, benti henni á að athuga vandlega aftur kennitöluna mína, hvort henni fyndist þetta virkilega vera rétt hjá henni?"
Mér finnst að fólk eigi ekki að vera að bulla framan í rígfullorðið fólk, það má alvega gera það mín vegna, því ég fer bara að spekulera í öðru meðan ræðan er í gangi, en ég varð nokkrum dögum vitni að gífurlegum sársauka hjá 40 ára konu, vegna þrýstings starfsmanns sem búið var að múta af stofnunni, sá kúnni eiginlega missti sig.
Mér ofbauð aðferðin..............................
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.