12.1.2009 | 14:11
LJÓS- OG DÖKKGRÆNT SAMFÉLAG...
Er ekki kominn sá tími, að huga að þeim málum, er það ekki eitthvað sem við verðum að gera, við þær samfélagsaðstæður sem núna eru????
Ég vísa hér til bókar Katrínar Jakobsdóttur og Gunnars Sigvaldasonar, og er svo ánægð með þeirra framtak, það þarf alltaf bækur til að vekja okkur upp af svefni, eða dróma. En þetta ljós- og dökkgræna samfélag sem þau eru að skrifa um er kannske mjög líkt, Kjötborgar og Kiddabúðar samfélaginu, sem ég hef verið að nefna undanfarið hér.
Ég hef aldrei viljað trúa því að það borgaði sig að aka langan veg eftir mat og nýlenduvörum, til að stofna til annars matarbirgis heima hjá sér. Ég var aldrei hlynnt Bónus verslununum, það sem gerðist með mig, var að ég var að kaupa vöru, sem settist upp hjá mér, eitthvað sem ég lá með, og endaði á að vera lítið spennandi. Það fór bara í taugarnar á mér að vera með fulla körfu, eins og ég ætti von á að vera ein á eyðieyju mjög fljótlega. Það er umhverfisvænna að vera svo heppinn að hafa hverfisverslun, og auðvitað eru þær dýrari, en þær eru okkar birgjar, og alltaf hægt að skreppa þangað, og við myndum hverfi, og hverfishugsun, sem vantað hefur illilega síðan á áttunda áratugnum, þar sem allir vildu byggja, utan miðborgar, einbýli- eða raðhús. Við byggðum útum allt, mynduðum úthverfi, en ekki nægt hverfissamfélag, og enga hverfishugsun. Hverfishugsun er í kaupstöðum landsbyggðarinnar, hverfishugsunin, er jafnvel bara Kaupfélagið í bænum, þar sem fólk, fer til að hitta aðra, og í öðru lagi til að verzla, hvort er nauðsynlegra?????
Hverfiskaupmenn skipta samfélagið gífurlega miklu máli, og leiðinlegt ef setið er uppi með leiðinlega hverfiskaupmenn. Leiðinlegu fólki er að fækka, finnst mér, enda er það hinn mezti löstur hvers manns, en það er önnur saga, ekki er hægt að segja að leiðinlegt fólk sé umhverfisvænt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.