9.1.2009 | 21:55
ÉG VAR............................
Tekin úr umferð, svona til að láta mig vita að veröldin snérist ekki öll í kringum mig, eða út frá mér, eða hvað sem ég á að segja. Með þetta gibs var auðvitað ógerningur að fara á barnaball, því miður, að ég tali nú ekki um að láta negla mig fasta í nokkra daga, en maður lærir, hugsar og prjónar. En þegar að þessum fjólubláu umbúðum kom, með gylltu glimmeri, fór mér aðeins að skána. Barnabörnin´mín gátu svona rétt sem snöggvast setið fyrir á mynd, og allt hafðist þrátt fyrir hreyfihömlun mína um sinn.
Athugasemdir
En hvað þetta er fallegur hópur!
Hvernig fórstu eiginlega að því að brjóta þig svona??
Ég var búin að kvitta í gestabókina þína en þú kannski lest hana ekkert..
Heyri vonandi í þér fljótlega
Þín Bína
Bína (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 23:41
Stundum taka öflin inn í. Þú ert heppin að eiga svona stóran og fallegan hóp um kring um þig þú ert lukkunnar pamfíll en leitt að þú þjáist.
Ljósið sendi ég til þín vina.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.1.2009 kl. 22:48
ósköp var þetta leiðinlegt. Vona að þú verðir sem ný fljótlega. Fallegur barnahópurinn þinn
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 11.1.2009 kl. 01:00
Átt þú góðan dag vina
Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 14:35
Glæsilegur hópur.
Kv Anna
Anna (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:44
Elsku frænkan mín. Góðan gróanda í brotið. Viss um að þú tekur þig einstaklega vel út með gipsið, eiginlega er þetta mjög spennandi lífsreynsla, allavega eftir á! Nú hefði ég ekki viljað fara á mis við það!
Falleg er fjölskyldan og fjölmenn. Hugsa sér, allan þennan afkomendaskara.
Ég er fylgjandi hverju orð um hverfisbúðirnar og hverfismenningu. Stórmarkaðir eru ómanneskjulegir og stressandi (þó maður stundi þá grimmt á köflum) en litlu kaupmannsbúðirnar (Markúsarbúðirnar og Pöntunarfélögin) oft á tíðum miðstöðvar gróandi mannlífs.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:08
'otrúlega skemmtilegar konur sem ég þekki, takk fyrir innlitin.
Sólveig Hannesdóttir, 19.1.2009 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.