KJÖTBORGIR OG KIDDABÚÐIR...................

   Voru auðvitað úti um allt land, og öll hverfi þessarar borgar, en mér finnst einhvernveginn í minningunni að engin búð gæti toppað mína Kiddabúð.

   Faðir minn, sem var naumhyggjumaður, vildi endilega að mamma verslaði í KRON, sem sett var upp á Grettisgötunni, og við trítluðum þangað báðar, af alkunnri skyldurækni beggja, Kron átti að bjarga lífi hvers manns, KRON bauð semsagt betur, eins og við höfum margoft heyrt hér undanfarin 10 ár, eitthvað sem heitir núna Bónus býður betur., sem er svona auðhringur eins og KRON var, og byggist á misskilningi. En það er önnur saga, KRON var alveg sérstaklega kuldaleg búð, afgreiðslukonurnar þar, "blessuð sé minnning þeirra" voru afskaplega kuldalegar og allt var gífurlega erfitt, og alvarlegt.

   Steini í Kiddabúð Njálsgötunnar var aldrei kuldalegur, það var aldrei neitt erfitt, og það var ekki að bera utan á sér alvarleikann, en gífurlega gott að eiga hann að þegar syrti.

   Enda var Þórsteinn austfirðingur......

   Í Félagsmiðstöðinni minni, var stoppað lengi, þó ekki væri ég mikið að versla, stundum var ég bara að kaupa 3 sígarettur fyrir mömmu, mig minnir að hún hafi þá reykt tegundina CONWOY, sem sagt, ég þurfti ekki að nefna þetta við Steina, hann setti bara 3 Conwoy í bréfpoka, og  forvitnin fékk mig til að stansa lengur en þurfti, það voru sumir að drekka kók og fá sér conwoy, en það mátti nefnilega reykja soldið í þessum búðum, og rann þá mikil speki frá heimsóknarfólki.  Þessir áhugaverðu einstaklingar voru "aðkomufólk", eins og sagt er úti á landi, og voru þá að koma úr Menningarhúsinu Sundhöll Reykjavíkur. Það var réttur nokkurra einstaklinga að fá að kveikja sér í.   Það mátti ekki einu sinni reykja í hurðinni hjá KRON, og það var ekkert rabbað, bara sagt "Ég ætla að fá eitt stykki smjörlíki, takk"..... Ósköp litlaust.

   Við hornið stoppaði aðalstrætóleið bæjarins, NJÁLSGATA GUNNARSBRAUT, sem rann þarna fram hjá á 10 mínútna fresti, svo það var yfirleitt í lagi að missa af einni og einni bunu, það var svo stutt í næstu.

   Þetta var fanta bifreið, með leðursófum, og hossaðist mikið, þurfti maður að ríghalda sér í þegar beygt var inná Gunnarsbraut.   Leðursófarnir forljótir, og óttalegt óloft í þessum vögnum.

   Byrokratiið í Rvík, notaði þessa vagna, til að komast í og úr mat, m.a. í hádeginu,lúxuslíf man ég, þegar ég minnist unglingsára..................................

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni hlýnar um hjartarætur,þegar minnst er á þessar gömlu búðir.Mín búð þá ef má orða það svo var Kiddabúð í Garðastræti.Þar var ógleymanlega gott og hlýtt starfsfólk,það var auðvelt að vera unglingur á þessum árum.

Númi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Óguð, þetta er engu líkt. Eigum við að fá okkur Conwoy næst þegar við hittumst?  Í andanum fer ég salíbunu með Nj-G .... hlý, hlý og faðm.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég elska svona sögur.

Góða nótt vina

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.1.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Gaman að lesa þessa færslu og rifja upp gömlu góðu dagana. Næst okkur var lítil matvöruverslun á horni Njarðargötu og Laufásvegar sem ég get engan vegin munað hvað hún hét en við hliðina á henni var mjólkurbúð sem við fórum í nær daglega. Við versluðum mikið í Kiddabúð á horni Laufásvegar og Bragagötu. Mjög spennandi að koma þar inn. Afgreiðslumaðurinn var alltaf svo röggsamur og glaðlyndur. Þangað fórum við mamma með innkaupanetin og roguðumst svo með matinn heim. Svo var það Bernhöftsbakarí á Berstaðarstrætinu. Manni fannst eins og stíga inn í Guðsríki að koma þar inn.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.1.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

á auðvitað að vera Bergstaðastrætinu

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.1.2009 kl. 13:11

6 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ætli ég muni ekki eftir Bernhöft á Bergstaðastræti, það var nú meira ævintýrið, ég kom svo oft á NJarðargötuna, þar sem húsmóðir heimlisins sem ég sótti heim, gaf okkur pening fyrir sérbökuðum vínarbrauðum.     Enn er ég að kaupa sérbökuð vínarbrauð, og það var svo hlaupið niður alla Njarðargötu, og svo einkennilega vill til að það var alltaf  sól...............

Sólveig Hannesdóttir, 8.1.2009 kl. 14:39

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Kvitt

Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.1.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband