2.1.2009 | 00:06
AÐ VERA HYSKI.....
Ég veit bara ekkert hvað það er, ég verð að segja eins og er, og er alveg hissa á Páli Baldvini að nefna biskupinn minn Karl Sigurbjðrnsson í tengslum við þetta orð, "hann og hans hyski" eða einhvernveginn þannig, ég tek bara ekki í mál að minn biskup sé subbaður svona niður í ég veit ekki hvert.
Semsagt, ég undirrituð er hans hyski, og er bara frekar ánægð með það', en ég tek bara ekki í mál að það sé talað svona niður til mín fyrir að vera hyski Karls Sigurbjörnssonar. En auðvitað verð ég að sætta mig við þetta sem og hver annar sem hefur tekið afstöðu í svona málum eins og hvað er að vera í þjóðkirkju og hvað ekki, og hvað er að segja "Já" og hvað ekki.
Eiginlega er þetta frekar flott orð, hyski, ég held að það sé varla til í öðrum tungumálum, enda dregið af húsi, húsfólki, vinnuhjúum,og þessháttar hyski. En þegar ég hugsa dýpra er eg mjög ánægð með að falla í þenna hóp, ég kem til með að vitna til þess´í tíma og ótíma.
En ég verð að andmæla því að Páll Baldvin geti tekið sér hin og þessi orð í munn með hinum og þessum hætti, við hina og þessa viðburði, hér og þarÁn nokkura raka, eða útskýringa
Páll Baldvin!!!!!!!! Vertu bara kyrr í Kiljunni, og ekkert að vera að rífa kjaft utan þess þáttar, þeas í Blöðunum, ég kem þessum skilaboðum til þín frá fleirum en mér. Kveðja..................................SH.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.