26.12.2008 | 19:12
JÓL Í BETLEHEM 1978
Kannske eru Jólin mín í Betlehem mér minnisstæðust, alla vega með þeim minnisstæðustu. Við fórum með Kirkjukór Akraness til Landsins helga, og sungum á torgi Betlehem, þar sem kórar frá flestum löndum mætast og skila söngverkefnum sínum. Þetta var mögnuð upplifun, og eins og allir vita er afar erfitt að lýsa hughrifum, eiginlega ekki nokkur leið, en hún framkallast bara í manni sjálfum þegar hugsað er aftur. Man hvar ég stóð, man eftir haustveðrinu, man að mér var kalt á nefinu, man eftir ljóskösturunum, man í hvaða kápu ég var í, man í hvaða fötum dóttir mín var í, man hvað okkur gekk vel, man hvað Friðbirni gekk vel, og man síðan hvernig við eyddum kvöldinu.
Andstæðurnar sem við upplifðum þetta kvöld, voru miklar. Við fengum okkur kaffi á mjög frumstæðu kaffihúsi, settumst einni niður í nokkurskonar sölutjaldi, og fengum okkur eitthvað heitt að drekka man ekkert hvað það var, en þá dundu sprengjuhljóðin í eyrum okkar, og annara og mikill ótti greip sig í mannfjöldanum í borginni, við skothríðina, þetta gerðist skömmu eftir útsendingu tónlistarinnar sem öll var trúarlegs eðlis.
Við komumst að því, sem að við áttum ekki von á, að það var ekki eins jólalegt í Betlehem, og við áttum vona á, og auðvitað að jólin eru í okkur sjálfum. Bæði í stríði og friði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.