JÓL HÉR OG ÞAR.

   Kona sagði við mig að það væri alveg sama hvar maður væri um Jól, og mér hefur svosem oft dottið það í hug, en flestir vilja vera hjá sínum nánustu, en það er bara ekki alltaf það sem er hægt og margir vinna þannig vinnu að utan heimilis verða sumir að vera, allavega stundum, til dæmis flugfreyjur.   Hjúkrunarfræðingar alloft, en oftast er regla á skiptingu vakta í þeim geira.

   Ég var einu sinni stödd í Rómaborg um áramót, og varð heldur en ekki ómöguleg innra með mér yfir að vera ekki heima hjá tveim eldri dætrum mínum.  Það var mjög skrítin tilfinning, þar sem ekki var yfir neinu að kvarta hér heima varðandi gæslu á þeim systrum, en eitthvað var það sem olli uppnáminu.  Sálmarnir sem sungnir voru, gengu of nærri mér, og toppaði þessi ósköp, að heyra tvær systur syngja "Í dag er glatt í döprum hjörtum", var ekki að sökum að spyrja, heilmikið táraflóð myndaðist, og var ég óhuggandi.

   Þannig lagað,   auðvitað hætti ég að skæla, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera, þar sem ég var talsvert fullorðin manneskja og átti alls ekki að láta svona lagað ná tökum á mér, sérstaklega þar sem við höfðum valið það sjálf að vera á þessum stað, akkurat á þessum tíma.

   Þetta er viðkvæmur tími, hvað sem við segjum, enginn má segja neitt neikvætt við neinn, né um neinn, akkurat á því augnabliki sem okkur finnst vera hvað heilagast.

   Það hlýtur að segja okkur eitthvað, það hlýtur að vera eitthvað trúarlegt að baki, getur bara ekki annað verið, en eins og við vitum heyrum við allt árið frá ýmsum einstaklingum að trú skipti þá ekki máli, og færa margir rök fyrir því að, að trúa, sé einhver bábilja, þannig lagað.  Það er svosem gott og blessað, og öllum frjálst að hafa sína skoðun, og öll höfum við val.   En hvað kemur til að slíkir einstaklingar verða þvílíkt viðkvæmir, og miklur viðkvæmari en við hin sem segjum bara JÁ, við þessari svokölluðu trú??? Verða viðkvæmari en allir aðrir!!!!

   Það hlýtur að vera trú sem liggur að baki þessum magnaða velvilja sem fram kemur á aðventu og Jólum, ég held að það hljóti að vera, trú hlýtur það að vera, og að baki þessarar trúar er auðvitað kærleikur, held ég hljóti að vera, þó okkur sé fyrirmunað að sýna hann dagsdaglega allt árið, og síðan er það blessaða vonin sem kemur í kjölfarið.  Vonin, sem er svo sterk, innra með hverjum manni.   Í rauninni er Vonin gífurlegt afl, ef við hugsum um það, við erum alltaf að vona, hvernig sem við erum innrætt, þannig lagað.  Þetta orð Vonandi, er mörgum tamt að nota, þó stundum mér finnist það vera eitthvað uppgjafarlegt, en við erum alltaf að vona, og það er sá kraftur sem frífur okku áfram, þannig lagað.  Sjálf nota ég mjög lítið orðið "Vonandi", ég veit ekki af hverju, en ég veit að vonin er drifkraftur sem býr í hverjum manni, annars færi hann eða hún ekki framúr.

   Mér datt þetta bara svona í hug, sjálf er ég ósköp breysk........................

i d


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband